Íslenski boltinn

Njarð­vík slapp með stig frá Húsa­vík

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Njarðvíkingar fara heim með eitt stig í skottinu frá Húsavík.
Njarðvíkingar fara heim með eitt stig í skottinu frá Húsavík. mynd/facebooksíða Njarðvíkur

Njarðvík mistókst að komast á topp Lengjudeildarinnar í dag. Liðið gerði þá 1-1 jafntefli gegn Völsungi á Húsavík.

Njarðvíkingar sprækari í fyrri hálfleik og leiddu í hálfleik 0-1 með marki frá Tómasi Bjarka Jónssyni.

Völsungar girtu sig í brók í síðari hálfleik og jöfnuðu leikinn stundarfjórðungi fyrir leikslok með marki frá Elvari Baldvinssyni.

Samkvæmt textalýsingu fótbolti.net áttu heimamenn að fá vítaspyrnu skömmu fyrir leikslok en Sveinn Arnarsson dómari sá ekki ástæðu til þess að dæma.

Njarðvík hoppaði úr þriðja sætinu í annað sætið með jafnteflinu. Liðið er með sama stigafjölda og HK.

Völsungur er sem fyrr í áttunda sætinu en er með sama stigafjölda og Grindavík sem er í sætinu fyrir ofan á betri markatölu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×