Innlent

Staðan á Al­þingi og refsilaus vændiskaup

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Hádegisfréttir eru á sínum stað á slaginu tólf.
Hádegisfréttir eru á sínum stað á slaginu tólf. Vísir

Formaður atvinnuveganefndar Alþingis kveðst bjartsýnn á að greidd verði atkvæði um veiðigjaldafrumvarpið í dag en þriðja umræða hófst í dag eftir sögulega beitingu 71. greinar þingskapalaga í gær. 

Þá verður í hádegisfréttum Bylgjunnar einnig rætt við talskonu Stígamóta vegna alþjóðlegra aðgerða lögreglu í síðasta mánuði vegna mansals hér á landi. Hún segir vændiskaup allt að því refsilaus á Íslandi.

Hleypt var af skotvopni á hótelherbergi í miðborg Reykjavíkur í nótt. Lögregla segir málið til rannsóknar. Rússar skutu rúmlega sex hundruð flugskeytum og drónum í gríðarstórri árás í nótt á vesturhluta Úkraínu. Þetta og meira til í hádegisfréttum Bylgjunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×