Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. júlí 2025 23:24 Flugvélin lenti á hóteli þar sem læknanemar gista. Alls létust 270 manns í flugslysinu og aðeins einn farþegi um borð lifði af. Vísir/EPA Slökkt var á eldsneytisflæði til beggja hreyfla flugvélar Air India skömmu eftir flugtak en flugvélin hrapaði jarðar augnablikum síðar þann 12. júní. Flugmennirnir virtust ekki vera á sömu blaðsíðu um hvað væri að gerast. Þetta kemur fram í fimmtán blaðsíðna bráðabirgaðaskýrslu á vegum indversku flugslysarannsóknarnefndarinnar (AAIB). Fjallað er um skýrsluna á BBC, Sky News og The Guardian. Þar kemur fram að í stjórnklefa flugvélarinnar, sem var af gerðinni Boeing 787 Dreamliner, hafi verið slökkt á rofum sem veiti eldsneyti til hreyfla vélarinnar. Borið hafi á ruglingi í stjórnklefanum því í upptökum heyrist annar flugmaðurinn spyrja hinn hvers vegna hann „slökkti á“ eldsneytisflæðinu og hinn neita því. Að slökkva á eldsneytisflæðinu slekkur nánast samstundis á hreyflunum og er yfirleitt gert þegar flugvél er lent eða þá hún lendir í neyð, til dæmis ef það kviknar í hreyflunum. Skýrslan gefur ekki til kynna að það hafi skapast nokkuð neyðarástand sem krafðist þess að slökkt yrði á hreyflunum né hvernig rofarnir færðust. Flugsérfræðingurinn Tim Atkinson sagði í samtali við Sky News að afar fáar aðstæður eða kringumstæður gætu skýrt það sem kom fyrir. Það gætu einungis verið mannleg mistök, óviljaverk eða þá viljaverk. „Á þessum tímapunkti rannsóknarinnar, eru engar ráðlagaðar aðgerðir til Boeing 787-8 og/eða GE GEnx-1B hreyflaframleiðenda,“ segir í skýrslunni. Niðurstaðan virðist því útiloka hönnunargalla eða bilun í vélarbúnaði. Flugvélin var á leiðinni til Gatwick-flugvallar í London en brotlenti á húsi í borginni skömmu eftir flugtak. Alls voru 242 manns um borð í vélinni og fórust allir um borð ef frá er talinn fertugur breskur ríkisborgari. Indland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugriti indversku þotunnar sagður fundinn á húsþaki Ráðherra flugmála á Indlandi segir að flugriti farþegaþotunnar sem fórst í Ahmedabad í gær sé fundinn. Enn liggur ekki fyrir hversu margir létust á jörðu niðri þegar þotan brotlenti á íbúðabyggð. 13. júní 2025 15:06 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Sjá meira
Þetta kemur fram í fimmtán blaðsíðna bráðabirgaðaskýrslu á vegum indversku flugslysarannsóknarnefndarinnar (AAIB). Fjallað er um skýrsluna á BBC, Sky News og The Guardian. Þar kemur fram að í stjórnklefa flugvélarinnar, sem var af gerðinni Boeing 787 Dreamliner, hafi verið slökkt á rofum sem veiti eldsneyti til hreyfla vélarinnar. Borið hafi á ruglingi í stjórnklefanum því í upptökum heyrist annar flugmaðurinn spyrja hinn hvers vegna hann „slökkti á“ eldsneytisflæðinu og hinn neita því. Að slökkva á eldsneytisflæðinu slekkur nánast samstundis á hreyflunum og er yfirleitt gert þegar flugvél er lent eða þá hún lendir í neyð, til dæmis ef það kviknar í hreyflunum. Skýrslan gefur ekki til kynna að það hafi skapast nokkuð neyðarástand sem krafðist þess að slökkt yrði á hreyflunum né hvernig rofarnir færðust. Flugsérfræðingurinn Tim Atkinson sagði í samtali við Sky News að afar fáar aðstæður eða kringumstæður gætu skýrt það sem kom fyrir. Það gætu einungis verið mannleg mistök, óviljaverk eða þá viljaverk. „Á þessum tímapunkti rannsóknarinnar, eru engar ráðlagaðar aðgerðir til Boeing 787-8 og/eða GE GEnx-1B hreyflaframleiðenda,“ segir í skýrslunni. Niðurstaðan virðist því útiloka hönnunargalla eða bilun í vélarbúnaði. Flugvélin var á leiðinni til Gatwick-flugvallar í London en brotlenti á húsi í borginni skömmu eftir flugtak. Alls voru 242 manns um borð í vélinni og fórust allir um borð ef frá er talinn fertugur breskur ríkisborgari.
Indland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugriti indversku þotunnar sagður fundinn á húsþaki Ráðherra flugmála á Indlandi segir að flugriti farþegaþotunnar sem fórst í Ahmedabad í gær sé fundinn. Enn liggur ekki fyrir hversu margir létust á jörðu niðri þegar þotan brotlenti á íbúðabyggð. 13. júní 2025 15:06 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Sjá meira
Flugriti indversku þotunnar sagður fundinn á húsþaki Ráðherra flugmála á Indlandi segir að flugriti farþegaþotunnar sem fórst í Ahmedabad í gær sé fundinn. Enn liggur ekki fyrir hversu margir létust á jörðu niðri þegar þotan brotlenti á íbúðabyggð. 13. júní 2025 15:06