Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lovísa Arnardóttir skrifar 10. júlí 2025 13:34 Markús hefur verið ráðinn safnstjóri til fimm ára. Eyþór Árnason Markús Þór Andrésson hefur verið ráðinn safnstjóri Listasafns Reykjavíkur en hann hefur starfað sem deildarstjóri sýninga og miðlunar hjá safninu frá árinu 2017. Alls bárust sjö umsóknir um starfið en einn umsækjandi dró umsókn sína til baka. Ráðningin er til fimm ára með möguleika á fimm ára endurráðningu. Tekur Markús Þór við stöðunni af Ólöfu Kristínu Sigurðardóttur sem lætur af störfum eftir 10 ára starf. Niðurstaða ráðningarnefndar, sem í sátu Steinþór Einarsson, sviðsstjóri menningar- og íþróttasviðs Reykjavíkurborgar, Auður Jörundsdóttir forstöðumaður Myndlistarmiðstöðvar og Hulda Stefánsdóttir myndlistarmaður og aðstoðarrektor rannsókna við Listaháskóla Íslands, og ráðgjafa Vinnvinn ráðninga sem sá um ráðningarferilinn, var að Markús Þór Andrésson mæti afar vel kröfum Reykjavíkurborgar um staðgóða þekkingu á sviði safnsins, leiðtogahæfni, frumkvæði og færni til að leiða þetta stærsta listasafn landsins áfram á farsælli braut. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að Markús Þór er með MA gráðu í sýningarstjórn frá Bard Center for Curatorial Studies í Bandaríkjunum og BA próf í myndlist frá Listháskóla Íslands. Þar segir einnig að hann hafi mikla og fjölbreytta reynslu og þekkingu af safnastörfum, einkum fyrir Listasafn Reykjavíkur en þar hafi hann unnið að fjölda sýninga, stýrt útgáfum og miðlað viðfangsefnum safnsins innan fræðaheimsins og til almennings jafnt með textagerð, á málþingum og með leiðsögnum. Þá hafi hann einnig verið fulltrúi safnsins á alþjóðavettvangi. í tilkynningu kemur einnig fram að Markús Þór hafi til margra ára starfað sem sjálfsstætt starfandi sýningarstjóri fyrir fjölda safna og sýningarstaða og unnið að sýningum jafnt hérlendis sem erlendis. Til dæmis hafi hann unnið að sýningunnoi Sjónarhorn í Safnahúsinu árið 2015. Hann var einnig sýningarstjóri íslenska skálans í Feneyjum árið 2009 og í sýningarstjórn Norræna tvíæringsins Momentum 2011. Að auki hafi Markús Þór skrifað fjölda greina og ritstýrt bókum um myndlist, verið stundakennari, flutt fyrirlestra og tekið þátt í fjölda málþinga. Þá hefur hann sem leikstjóri heimildarmynda og dagkrárgerðarmaður sjónvarpsþátta um myndlist kannað ólíkar hliðar listsköpunar. Reykjavík Menning Söfn Vistaskipti Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira
Ráðningin er til fimm ára með möguleika á fimm ára endurráðningu. Tekur Markús Þór við stöðunni af Ólöfu Kristínu Sigurðardóttur sem lætur af störfum eftir 10 ára starf. Niðurstaða ráðningarnefndar, sem í sátu Steinþór Einarsson, sviðsstjóri menningar- og íþróttasviðs Reykjavíkurborgar, Auður Jörundsdóttir forstöðumaður Myndlistarmiðstöðvar og Hulda Stefánsdóttir myndlistarmaður og aðstoðarrektor rannsókna við Listaháskóla Íslands, og ráðgjafa Vinnvinn ráðninga sem sá um ráðningarferilinn, var að Markús Þór Andrésson mæti afar vel kröfum Reykjavíkurborgar um staðgóða þekkingu á sviði safnsins, leiðtogahæfni, frumkvæði og færni til að leiða þetta stærsta listasafn landsins áfram á farsælli braut. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að Markús Þór er með MA gráðu í sýningarstjórn frá Bard Center for Curatorial Studies í Bandaríkjunum og BA próf í myndlist frá Listháskóla Íslands. Þar segir einnig að hann hafi mikla og fjölbreytta reynslu og þekkingu af safnastörfum, einkum fyrir Listasafn Reykjavíkur en þar hafi hann unnið að fjölda sýninga, stýrt útgáfum og miðlað viðfangsefnum safnsins innan fræðaheimsins og til almennings jafnt með textagerð, á málþingum og með leiðsögnum. Þá hafi hann einnig verið fulltrúi safnsins á alþjóðavettvangi. í tilkynningu kemur einnig fram að Markús Þór hafi til margra ára starfað sem sjálfsstætt starfandi sýningarstjóri fyrir fjölda safna og sýningarstaða og unnið að sýningum jafnt hérlendis sem erlendis. Til dæmis hafi hann unnið að sýningunnoi Sjónarhorn í Safnahúsinu árið 2015. Hann var einnig sýningarstjóri íslenska skálans í Feneyjum árið 2009 og í sýningarstjórn Norræna tvíæringsins Momentum 2011. Að auki hafi Markús Þór skrifað fjölda greina og ritstýrt bókum um myndlist, verið stundakennari, flutt fyrirlestra og tekið þátt í fjölda málþinga. Þá hefur hann sem leikstjóri heimildarmynda og dagkrárgerðarmaður sjónvarpsþátta um myndlist kannað ólíkar hliðar listsköpunar.
Reykjavík Menning Söfn Vistaskipti Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira