Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. júlí 2025 19:53 Erla Gerður Sveinsdóttir, sérfræðilæknir í offitu. Vísir Heimilislæknir og sérfræðilæknir í offitu segir mörg dæmi um sjúklinga sem hiki við að fara á þyngdarstjórnunarlyf, bæði vegna dómhörku frá samfélaginu og vegna tíðra frétta um ýmsar aukaverkanir sem kunna að fylgja slíkum lyfjum. Erla Gerður Sveinsdóttir sérfræðilæknir ræddi um offitu, þyngdarstjórnunarlyf, og viðmót gagnvart þeim í Reykjavík síðdegis. Hún segir offitu á Íslandi vera að færast í aukana. „Við erum að þyngjast, því miður. Og sjúkdómurinn er að verða miklu alvarlegri hjá þeim sem eru með hann. En þarna geri ég greinarmun á hvort þú ert í ofþyngd eða með sjúkdóminn offitu, sem er tvennt ólíkt.“ Ýmsum aukaverkunum lýst Aðspurð segir hún mataræði Íslendinga klárlega eiga þátt í aukinni offitu. „Það er þessi gjörunni matur og hvað við erum að fara langt frá náttúrunni. Við erum að nota alls konar efni sem líkaminn þekkir ekki. Við erum að vinna þekkt efni á allt annan hátt þannig að þau senda önnur skilaboð inn í kerfið okkar. Og það sem líkaminn gerir til að bregðast við þessari ógn er að stækka fituvefinn,“ segir Erla. Þyngdarstjórnunarlyf og mögulegar aukaverkanir þeirra hafa undanfarin ár verið reglulega til umfjöllunar. Klínískur næringarfræðingur lýsti í fyrra áhyggjum af notkun lyfjanna út frá næringarfræðilegu sjónarmiði. Hún sagðist þekkja dæmi um fólk sem þjáist af endalausum uppköstum og jafnvel garnalömun eftir að hafa byrjað á lyfinu. Þá fjallaði fréttastofa um þyngdarstjórnunarlyf í Kompás í fyrra og ræddi meðal annars við skurðlækni á Klíníkinni sem sagði skorta á langtímarannsóknir á lyfinu. Öryggi lyfjanna í tengslum við alvarlega fylgikvilla hafi ekki verið rannsakað til hlítar. Rannsóknir vísindamanna við Háskólann í Suður-Danmörku hafa jafnframt bent til þess að fylgni kunni að vera milli notkunar þyngdarstjórnunarlyfja og sjaldgæfa augnsjúkdómsins Naion. Í Reykjavík síðdegis bendir Erla þó á að til að mynda hafi Ozempic verið á markaði í fimmtán ár, og því ekki eins nýtt og fólk vill meina. Neikvæðar fréttir og dómharka hindri Þá hafði dagblaðið Independant nýlega eftir tannlæknum að vísbendingar séu fyrir hendi um svokallaðar „Ozempic-tennur“ og „Ozempic tungu“ sem aukaverkanir slíkra lyfja. Í síðustu viku sagði Mbl.is frá því að bráð brisbólga sé algengur fylgikvilli notkunar lyfjanna. Erla segir svo ekki vera. „Brisbólga er ekki algengari hjá einstaklingum sem eru á lyfinu en [þeim sem eru það] ekki,“ segir Erla. Hún finni fyrir vinsældum æsifrétta um þyngdarstjórnunarlyf. „Þetta er lífsseigt og mikið verið að reyna að gera þetta tortryggilegt og það er líka svolítill hræðsluáróður í gangi. En þetta er alvöru verkfæri. Og það eru viðtakar fyrir þessu lyfi í mjög mörgum líffærum. Það er mjög eðlilegt að þau hafi víðtæk áhrif á líkamann, og þess vegna erum við ekki að setja þau inn nema að mjög vel athuguðu máli og fylgjumst mjög vel með virkninni.“ Erla segir klárt mál að neikvæður fréttaflutningur um þyngdarstjórnunarlyf skemmi fyrir fólki sem þjáist af offitu og þurfi raunverulega á lyfinu að halda. Hún hafi mörg slík dæmi af sínum sjúklingum. „Þeir eru hræddir við að fara á þetta lyf, allar þessar aukaverkanir, þeir eru hræddir við að vera dæmdir í samfélaginu: Er ég einn af þessum sem er bara að taka þetta að óþörfu? Þetta getur virkilega skemmt þannig að það þarf að vanda fréttaflutning af þessu.“ Þyngdarstjórnunarlyf Heilbrigðismál Heilsa Lyf Reykjavík síðdegis Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Erla Gerður Sveinsdóttir sérfræðilæknir ræddi um offitu, þyngdarstjórnunarlyf, og viðmót gagnvart þeim í Reykjavík síðdegis. Hún segir offitu á Íslandi vera að færast í aukana. „Við erum að þyngjast, því miður. Og sjúkdómurinn er að verða miklu alvarlegri hjá þeim sem eru með hann. En þarna geri ég greinarmun á hvort þú ert í ofþyngd eða með sjúkdóminn offitu, sem er tvennt ólíkt.“ Ýmsum aukaverkunum lýst Aðspurð segir hún mataræði Íslendinga klárlega eiga þátt í aukinni offitu. „Það er þessi gjörunni matur og hvað við erum að fara langt frá náttúrunni. Við erum að nota alls konar efni sem líkaminn þekkir ekki. Við erum að vinna þekkt efni á allt annan hátt þannig að þau senda önnur skilaboð inn í kerfið okkar. Og það sem líkaminn gerir til að bregðast við þessari ógn er að stækka fituvefinn,“ segir Erla. Þyngdarstjórnunarlyf og mögulegar aukaverkanir þeirra hafa undanfarin ár verið reglulega til umfjöllunar. Klínískur næringarfræðingur lýsti í fyrra áhyggjum af notkun lyfjanna út frá næringarfræðilegu sjónarmiði. Hún sagðist þekkja dæmi um fólk sem þjáist af endalausum uppköstum og jafnvel garnalömun eftir að hafa byrjað á lyfinu. Þá fjallaði fréttastofa um þyngdarstjórnunarlyf í Kompás í fyrra og ræddi meðal annars við skurðlækni á Klíníkinni sem sagði skorta á langtímarannsóknir á lyfinu. Öryggi lyfjanna í tengslum við alvarlega fylgikvilla hafi ekki verið rannsakað til hlítar. Rannsóknir vísindamanna við Háskólann í Suður-Danmörku hafa jafnframt bent til þess að fylgni kunni að vera milli notkunar þyngdarstjórnunarlyfja og sjaldgæfa augnsjúkdómsins Naion. Í Reykjavík síðdegis bendir Erla þó á að til að mynda hafi Ozempic verið á markaði í fimmtán ár, og því ekki eins nýtt og fólk vill meina. Neikvæðar fréttir og dómharka hindri Þá hafði dagblaðið Independant nýlega eftir tannlæknum að vísbendingar séu fyrir hendi um svokallaðar „Ozempic-tennur“ og „Ozempic tungu“ sem aukaverkanir slíkra lyfja. Í síðustu viku sagði Mbl.is frá því að bráð brisbólga sé algengur fylgikvilli notkunar lyfjanna. Erla segir svo ekki vera. „Brisbólga er ekki algengari hjá einstaklingum sem eru á lyfinu en [þeim sem eru það] ekki,“ segir Erla. Hún finni fyrir vinsældum æsifrétta um þyngdarstjórnunarlyf. „Þetta er lífsseigt og mikið verið að reyna að gera þetta tortryggilegt og það er líka svolítill hræðsluáróður í gangi. En þetta er alvöru verkfæri. Og það eru viðtakar fyrir þessu lyfi í mjög mörgum líffærum. Það er mjög eðlilegt að þau hafi víðtæk áhrif á líkamann, og þess vegna erum við ekki að setja þau inn nema að mjög vel athuguðu máli og fylgjumst mjög vel með virkninni.“ Erla segir klárt mál að neikvæður fréttaflutningur um þyngdarstjórnunarlyf skemmi fyrir fólki sem þjáist af offitu og þurfi raunverulega á lyfinu að halda. Hún hafi mörg slík dæmi af sínum sjúklingum. „Þeir eru hræddir við að fara á þetta lyf, allar þessar aukaverkanir, þeir eru hræddir við að vera dæmdir í samfélaginu: Er ég einn af þessum sem er bara að taka þetta að óþörfu? Þetta getur virkilega skemmt þannig að það þarf að vanda fréttaflutning af þessu.“
Þyngdarstjórnunarlyf Heilbrigðismál Heilsa Lyf Reykjavík síðdegis Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira