Forstjóri X hættir óvænt Agnar Már Másson skrifar 9. júlí 2025 15:42 Elon Musk, eigandi X, (t.v.) með Lindu Yaccarino, fráfarandi forstjóra fyrirtækisins. AP/Rebecca Blackwell Linda Yaccarino mun óvænt stíga til hliðar sem forstjóri samfélagsmiðilsins X, sem hét reyndar Twitter þegar auðkýfingurinn Elon Musk réð hana inn árið 2023 svo hann gæti sjálfur lagt frekari áherslu á rekstur Tesla. Í hennar forstjóratíð hefur X tekist að halda velli sem vinsælasti samfélagsmiðillinn í Bandaríkjunum hvað samfélagsumræðu varðar, að því er Axios greinir frá. Á sama tíma hefur auglýsingasala dregist verulega saman frá því að Musk keypti miðilinn en Yaccarino kemur einmitt úr auglýsingabransanum. eMarketer spáir því þó að auglýsingatekjur miðilsins aukist í ár, í fyrsta sinn á fjórum árum. Afsögn Yaccarino má því teljast nokkuð óvænt. „Þegar ég og [Musk] ræddum fyrst saman um hans sýn fyrir X vissi ég að það yrði einstakt tækifæri til að ráðast í þetta sérstaka verkefni þessa fyrirtækis,“ skrifar Yaccarino á X. Kveðst hún þakklát Musk fyrir að treysta sér með „þeirri ábyrgð að vernda málfrelsi“. „Ég er ótrúlega stolt af X-teyminu - sá sögulegi viðsnúningur í viðskiptum sem okkur hefur tekist að ná er hreint út sagt eftirtektarverður,“ bætir hún við. Yaccarino var ráðin 2023 en á undan því hafði hún stýrt auglýsingaarmi NBC Universal í áratug. Musk réð hana meðal annars til að slá á áhyggjur Tesla-hluthafa sem höfðu lýst áhyggjum af því að Musk sýndi bílaframleiðandum ekki eins mikla athygli meðan hann var sjálfur forstjóri X um hríð. Musk og X vakti sviðsljós fjölmiðla í dag þar sem fyrirtæki í eigu Musks þurfti óviðeigandi færslum frá X-spjallmenninu Grok þar sem spjallmennið lofaði Adolf Hitler, kallaði sjálfan sig Mecha Hitler og gerði ýmsar athugasemdir við fyrirspurnir notenda sem lýstu gyðingahatri. Afsögn Yaccarino kemur á erfiðum tíma fyrir Musk þar sem sölutölur Tesla hafa dregist saman auk þess sem hann á í orðastríði við Donald Trump Bandaríkjaforseta. Elon Musk X (Twitter) Samfélagsmiðlar Bandaríkin Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Í hennar forstjóratíð hefur X tekist að halda velli sem vinsælasti samfélagsmiðillinn í Bandaríkjunum hvað samfélagsumræðu varðar, að því er Axios greinir frá. Á sama tíma hefur auglýsingasala dregist verulega saman frá því að Musk keypti miðilinn en Yaccarino kemur einmitt úr auglýsingabransanum. eMarketer spáir því þó að auglýsingatekjur miðilsins aukist í ár, í fyrsta sinn á fjórum árum. Afsögn Yaccarino má því teljast nokkuð óvænt. „Þegar ég og [Musk] ræddum fyrst saman um hans sýn fyrir X vissi ég að það yrði einstakt tækifæri til að ráðast í þetta sérstaka verkefni þessa fyrirtækis,“ skrifar Yaccarino á X. Kveðst hún þakklát Musk fyrir að treysta sér með „þeirri ábyrgð að vernda málfrelsi“. „Ég er ótrúlega stolt af X-teyminu - sá sögulegi viðsnúningur í viðskiptum sem okkur hefur tekist að ná er hreint út sagt eftirtektarverður,“ bætir hún við. Yaccarino var ráðin 2023 en á undan því hafði hún stýrt auglýsingaarmi NBC Universal í áratug. Musk réð hana meðal annars til að slá á áhyggjur Tesla-hluthafa sem höfðu lýst áhyggjum af því að Musk sýndi bílaframleiðandum ekki eins mikla athygli meðan hann var sjálfur forstjóri X um hríð. Musk og X vakti sviðsljós fjölmiðla í dag þar sem fyrirtæki í eigu Musks þurfti óviðeigandi færslum frá X-spjallmenninu Grok þar sem spjallmennið lofaði Adolf Hitler, kallaði sjálfan sig Mecha Hitler og gerði ýmsar athugasemdir við fyrirspurnir notenda sem lýstu gyðingahatri. Afsögn Yaccarino kemur á erfiðum tíma fyrir Musk þar sem sölutölur Tesla hafa dregist saman auk þess sem hann á í orðastríði við Donald Trump Bandaríkjaforseta.
Elon Musk X (Twitter) Samfélagsmiðlar Bandaríkin Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira