Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Valur Páll Eiríksson skrifar 8. júlí 2025 13:01 Halldór Árnason, þjálfari Blika, er spenntur fyrir leik kvöldsins er Evrópuvertíð Blika þetta árið fer af stað. vísir/sigurjón „Það fer ljómandi vel um okkur. Við erum í strandbæ sem heitir Durres á mjög huggulegu hóteli í sól og hita,“ segir Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. Hans menn hefja Evrópuvertíð sína er liðið mætir Egnatia í Albaníu í forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Leikur Breiðabliks og Egnatia hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Sýn Sport. „Menn þurfa að láta útsýnið duga í þetta skiptið,“ segir Halldór en Blikar eru ekki þar ytra til að njóta sólar og hita. Þeir mega í raun fara sem minnst út í hitann, sem er rúmlega 30 gráður. „Nei, bara ekki neitt. Þetta eru bara örstuttir göngutúrar eftir máltíðir. Annars eru þetta bara fundir í stærri og smærri hópum og menn eru fyrst og fremst að hugsa um sig, andlega og líkamlega. Menn eru orðnir reyndir í þessu, hvernig dagurinn er nýttur. Menn vita að það tekur sinn toll að vera úti í sólinni í þessum hita,“ segir Halldór. Það er eflaust freistandi að kíkja á ströndina í Durres, en það er hreinlega ekki í boði.Getty Menn horfa þá öfundaraugum á vatnsrennibrautirnar við hlið hótelsins, eða hvað? „Það er vatnsrennibrautagarður öðru megin við okkur og ströndin hinu megin. Það er bara fínt að vera með freistingar, smá prófraun á agann. Menn hafa sannarlega staðist öll próf hingað til. Menn eru svo einbeittir að það er ekkert vandamál,“ segir Halldór. Sama félag en allt annað lið Andstæðingur dagsins hefur orðið albanskur meistari tvö ár í röð. Víkingur mætti liðinu í forkeppni Sambandsdeildarinnar síðasta sumar og vann samanlagðan 2-1 sigur. Eftir 1-0 tap heima fyrir unnu Víkingar 2-0 sigur ytra. Egnatia er þó með gjörbreytt lið frá því þá og geta Blikar lítið miðað við þá leiki. „Þetta eru tveir eða þrír leikmenn sem eru enn í lykilhlutverki. Aðrir eru nýir og svo hafa enn fleiri bæst við í sumar, þannig að við horfum lítið í leiki þeirra við Víkings. Þetta er sama félag en allt aðrir leikmenn,“ segir Halldór. Víkingur mætti liðinu þá liggur við á hlutlausum velli þar sem heimavöllur Egnatia uppfyllti ekki kröfur. Bót hefur verið gerð þar á, sem ætti að veita heimamönnum styrk fyrir kvöldið. „Þeir fá núna að spila á sínum heimavelli í fyrsta skipti í Evrópu. Þeir hafa þurft að spila á völlum annarsstaðar með fáa á vellinum. Þetta verður annað andrúmsloft í kvöld með fullan völl og komin smá pressa á þá að ná árangri í Evrópu,“ segir Halldór. Kokhraustir Albanir Albanskir fjölmiðlar virðast ekki hafa miklar áhyggjur af einvíginu við Breiðablik. Egnatia er með sterkan leikmannahóp og töluvert verðmætari en Blikar, samkvæmt vefsíðunni Transfermarkt. „Ég sá að það væru 150 prósent líkur á að þeir komist áfram frá einhverjum blaðamanni og annan sem sagði 90 prósent. Þeir eru mjög kokhraustir. Þeir vísa mikið í virði leikmanna á Transfermarkt sem er áhugaverð leið til að meta þetta.“ En er það ekki bensín á ykkar eld? „Ekki spurning. Að vera með fullan völl og allt þetta, við spiluðum í Kósóvó í fyrra þar sem andstæðingurinn var ekki á sínum heimavelli og það var smá eins og æfingaleikur. Þetta hækkar orkustigið á öllu,“ segir Halldór. Líkt og áður segir hefst leikur kvöldsins klukkan 19:00 og verður hann sýndur beint á Sýn Sport. Bein útsending hefst klukkan 18:50. Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Leikur Breiðabliks og Egnatia hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Sýn Sport. „Menn þurfa að láta útsýnið duga í þetta skiptið,“ segir Halldór en Blikar eru ekki þar ytra til að njóta sólar og hita. Þeir mega í raun fara sem minnst út í hitann, sem er rúmlega 30 gráður. „Nei, bara ekki neitt. Þetta eru bara örstuttir göngutúrar eftir máltíðir. Annars eru þetta bara fundir í stærri og smærri hópum og menn eru fyrst og fremst að hugsa um sig, andlega og líkamlega. Menn eru orðnir reyndir í þessu, hvernig dagurinn er nýttur. Menn vita að það tekur sinn toll að vera úti í sólinni í þessum hita,“ segir Halldór. Það er eflaust freistandi að kíkja á ströndina í Durres, en það er hreinlega ekki í boði.Getty Menn horfa þá öfundaraugum á vatnsrennibrautirnar við hlið hótelsins, eða hvað? „Það er vatnsrennibrautagarður öðru megin við okkur og ströndin hinu megin. Það er bara fínt að vera með freistingar, smá prófraun á agann. Menn hafa sannarlega staðist öll próf hingað til. Menn eru svo einbeittir að það er ekkert vandamál,“ segir Halldór. Sama félag en allt annað lið Andstæðingur dagsins hefur orðið albanskur meistari tvö ár í röð. Víkingur mætti liðinu í forkeppni Sambandsdeildarinnar síðasta sumar og vann samanlagðan 2-1 sigur. Eftir 1-0 tap heima fyrir unnu Víkingar 2-0 sigur ytra. Egnatia er þó með gjörbreytt lið frá því þá og geta Blikar lítið miðað við þá leiki. „Þetta eru tveir eða þrír leikmenn sem eru enn í lykilhlutverki. Aðrir eru nýir og svo hafa enn fleiri bæst við í sumar, þannig að við horfum lítið í leiki þeirra við Víkings. Þetta er sama félag en allt aðrir leikmenn,“ segir Halldór. Víkingur mætti liðinu þá liggur við á hlutlausum velli þar sem heimavöllur Egnatia uppfyllti ekki kröfur. Bót hefur verið gerð þar á, sem ætti að veita heimamönnum styrk fyrir kvöldið. „Þeir fá núna að spila á sínum heimavelli í fyrsta skipti í Evrópu. Þeir hafa þurft að spila á völlum annarsstaðar með fáa á vellinum. Þetta verður annað andrúmsloft í kvöld með fullan völl og komin smá pressa á þá að ná árangri í Evrópu,“ segir Halldór. Kokhraustir Albanir Albanskir fjölmiðlar virðast ekki hafa miklar áhyggjur af einvíginu við Breiðablik. Egnatia er með sterkan leikmannahóp og töluvert verðmætari en Blikar, samkvæmt vefsíðunni Transfermarkt. „Ég sá að það væru 150 prósent líkur á að þeir komist áfram frá einhverjum blaðamanni og annan sem sagði 90 prósent. Þeir eru mjög kokhraustir. Þeir vísa mikið í virði leikmanna á Transfermarkt sem er áhugaverð leið til að meta þetta.“ En er það ekki bensín á ykkar eld? „Ekki spurning. Að vera með fullan völl og allt þetta, við spiluðum í Kósóvó í fyrra þar sem andstæðingurinn var ekki á sínum heimavelli og það var smá eins og æfingaleikur. Þetta hækkar orkustigið á öllu,“ segir Halldór. Líkt og áður segir hefst leikur kvöldsins klukkan 19:00 og verður hann sýndur beint á Sýn Sport. Bein útsending hefst klukkan 18:50.
Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira