Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Valur Páll Eiríksson skrifar 8. júlí 2025 13:01 Halldór Árnason, þjálfari Blika, er spenntur fyrir leik kvöldsins er Evrópuvertíð Blika þetta árið fer af stað. vísir/sigurjón „Það fer ljómandi vel um okkur. Við erum í strandbæ sem heitir Durres á mjög huggulegu hóteli í sól og hita,“ segir Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. Hans menn hefja Evrópuvertíð sína er liðið mætir Egnatia í Albaníu í forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Leikur Breiðabliks og Egnatia hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Sýn Sport. „Menn þurfa að láta útsýnið duga í þetta skiptið,“ segir Halldór en Blikar eru ekki þar ytra til að njóta sólar og hita. Þeir mega í raun fara sem minnst út í hitann, sem er rúmlega 30 gráður. „Nei, bara ekki neitt. Þetta eru bara örstuttir göngutúrar eftir máltíðir. Annars eru þetta bara fundir í stærri og smærri hópum og menn eru fyrst og fremst að hugsa um sig, andlega og líkamlega. Menn eru orðnir reyndir í þessu, hvernig dagurinn er nýttur. Menn vita að það tekur sinn toll að vera úti í sólinni í þessum hita,“ segir Halldór. Það er eflaust freistandi að kíkja á ströndina í Durres, en það er hreinlega ekki í boði.Getty Menn horfa þá öfundaraugum á vatnsrennibrautirnar við hlið hótelsins, eða hvað? „Það er vatnsrennibrautagarður öðru megin við okkur og ströndin hinu megin. Það er bara fínt að vera með freistingar, smá prófraun á agann. Menn hafa sannarlega staðist öll próf hingað til. Menn eru svo einbeittir að það er ekkert vandamál,“ segir Halldór. Sama félag en allt annað lið Andstæðingur dagsins hefur orðið albanskur meistari tvö ár í röð. Víkingur mætti liðinu í forkeppni Sambandsdeildarinnar síðasta sumar og vann samanlagðan 2-1 sigur. Eftir 1-0 tap heima fyrir unnu Víkingar 2-0 sigur ytra. Egnatia er þó með gjörbreytt lið frá því þá og geta Blikar lítið miðað við þá leiki. „Þetta eru tveir eða þrír leikmenn sem eru enn í lykilhlutverki. Aðrir eru nýir og svo hafa enn fleiri bæst við í sumar, þannig að við horfum lítið í leiki þeirra við Víkings. Þetta er sama félag en allt aðrir leikmenn,“ segir Halldór. Víkingur mætti liðinu þá liggur við á hlutlausum velli þar sem heimavöllur Egnatia uppfyllti ekki kröfur. Bót hefur verið gerð þar á, sem ætti að veita heimamönnum styrk fyrir kvöldið. „Þeir fá núna að spila á sínum heimavelli í fyrsta skipti í Evrópu. Þeir hafa þurft að spila á völlum annarsstaðar með fáa á vellinum. Þetta verður annað andrúmsloft í kvöld með fullan völl og komin smá pressa á þá að ná árangri í Evrópu,“ segir Halldór. Kokhraustir Albanir Albanskir fjölmiðlar virðast ekki hafa miklar áhyggjur af einvíginu við Breiðablik. Egnatia er með sterkan leikmannahóp og töluvert verðmætari en Blikar, samkvæmt vefsíðunni Transfermarkt. „Ég sá að það væru 150 prósent líkur á að þeir komist áfram frá einhverjum blaðamanni og annan sem sagði 90 prósent. Þeir eru mjög kokhraustir. Þeir vísa mikið í virði leikmanna á Transfermarkt sem er áhugaverð leið til að meta þetta.“ En er það ekki bensín á ykkar eld? „Ekki spurning. Að vera með fullan völl og allt þetta, við spiluðum í Kósóvó í fyrra þar sem andstæðingurinn var ekki á sínum heimavelli og það var smá eins og æfingaleikur. Þetta hækkar orkustigið á öllu,“ segir Halldór. Líkt og áður segir hefst leikur kvöldsins klukkan 19:00 og verður hann sýndur beint á Sýn Sport. Bein útsending hefst klukkan 18:50. Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sport Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri Handbolti Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti Fleiri fréttir Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Sjá meira
Leikur Breiðabliks og Egnatia hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Sýn Sport. „Menn þurfa að láta útsýnið duga í þetta skiptið,“ segir Halldór en Blikar eru ekki þar ytra til að njóta sólar og hita. Þeir mega í raun fara sem minnst út í hitann, sem er rúmlega 30 gráður. „Nei, bara ekki neitt. Þetta eru bara örstuttir göngutúrar eftir máltíðir. Annars eru þetta bara fundir í stærri og smærri hópum og menn eru fyrst og fremst að hugsa um sig, andlega og líkamlega. Menn eru orðnir reyndir í þessu, hvernig dagurinn er nýttur. Menn vita að það tekur sinn toll að vera úti í sólinni í þessum hita,“ segir Halldór. Það er eflaust freistandi að kíkja á ströndina í Durres, en það er hreinlega ekki í boði.Getty Menn horfa þá öfundaraugum á vatnsrennibrautirnar við hlið hótelsins, eða hvað? „Það er vatnsrennibrautagarður öðru megin við okkur og ströndin hinu megin. Það er bara fínt að vera með freistingar, smá prófraun á agann. Menn hafa sannarlega staðist öll próf hingað til. Menn eru svo einbeittir að það er ekkert vandamál,“ segir Halldór. Sama félag en allt annað lið Andstæðingur dagsins hefur orðið albanskur meistari tvö ár í röð. Víkingur mætti liðinu í forkeppni Sambandsdeildarinnar síðasta sumar og vann samanlagðan 2-1 sigur. Eftir 1-0 tap heima fyrir unnu Víkingar 2-0 sigur ytra. Egnatia er þó með gjörbreytt lið frá því þá og geta Blikar lítið miðað við þá leiki. „Þetta eru tveir eða þrír leikmenn sem eru enn í lykilhlutverki. Aðrir eru nýir og svo hafa enn fleiri bæst við í sumar, þannig að við horfum lítið í leiki þeirra við Víkings. Þetta er sama félag en allt aðrir leikmenn,“ segir Halldór. Víkingur mætti liðinu þá liggur við á hlutlausum velli þar sem heimavöllur Egnatia uppfyllti ekki kröfur. Bót hefur verið gerð þar á, sem ætti að veita heimamönnum styrk fyrir kvöldið. „Þeir fá núna að spila á sínum heimavelli í fyrsta skipti í Evrópu. Þeir hafa þurft að spila á völlum annarsstaðar með fáa á vellinum. Þetta verður annað andrúmsloft í kvöld með fullan völl og komin smá pressa á þá að ná árangri í Evrópu,“ segir Halldór. Kokhraustir Albanir Albanskir fjölmiðlar virðast ekki hafa miklar áhyggjur af einvíginu við Breiðablik. Egnatia er með sterkan leikmannahóp og töluvert verðmætari en Blikar, samkvæmt vefsíðunni Transfermarkt. „Ég sá að það væru 150 prósent líkur á að þeir komist áfram frá einhverjum blaðamanni og annan sem sagði 90 prósent. Þeir eru mjög kokhraustir. Þeir vísa mikið í virði leikmanna á Transfermarkt sem er áhugaverð leið til að meta þetta.“ En er það ekki bensín á ykkar eld? „Ekki spurning. Að vera með fullan völl og allt þetta, við spiluðum í Kósóvó í fyrra þar sem andstæðingurinn var ekki á sínum heimavelli og það var smá eins og æfingaleikur. Þetta hækkar orkustigið á öllu,“ segir Halldór. Líkt og áður segir hefst leikur kvöldsins klukkan 19:00 og verður hann sýndur beint á Sýn Sport. Bein útsending hefst klukkan 18:50.
Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sport Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri Handbolti Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti Fleiri fréttir Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki