Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Lovísa Arnardóttir skrifar 7. júlí 2025 15:37 Ríkisstjórnin bætti þremur milljörðum við í viðhald vega í fjáraukalögum sem voru samþykkt á laugardag. Vísir/Einar Þrír milljarðar verða settir til viðbótar í viðhald vega á landsbyggðinni árið 2025. Alþingi samþykkti tillögu ríkisstjórnarinnar þess efnis þegar fjáraukalög voru afgreidd á laugardag. Verkefnin dreifast samkvæmt tilkynningu um allt land en brýnasta viðhaldsþörfin er talin á Vesturlandi, Vestfjörðum og Suðurlandi, samkvæmt mati Vegagerðarinnar. Á Vesturlandi og Vestfjörðum verður ráðist í fjölmörg verkefni. Þar má nefna sem dæmi viðgerðir á Vestfjarðavegi, til dæmis Haukadalsá-Brautarholt og á kafla við Gröf, Barðastrandarvegi, til dæmis Kleifarheiði og Raknadalshlíð, Útnesvegi og Bíldudalsvegi, þar sem íbúar hafa lengi kallað eftir úrbótum. Á Suðurlandi verður farið í endurbætur á Laugarvatnsvegi og á Norðurlandi verða teknir fyrir kaflar á Hringveginum, til dæmis í Ljósavatnsskarði, auk þess sem ráðist verður í endurbætur á Hólavegi í Hjaltadal. Þar er umferðarþungi mikill og slysatíðni há. Á Austurlandi verður einnig ráðist í mikilvægar endurbætur á Hringveginum. Loks verður farið í malbikun á nokkrum þekktum blæðingarköflum, svo sem í Bakkaselsbrekku í Öxnadal. Eyjólfur Ármannsson er innviðaráðherraVísir/Sigurjón „Vegakerfið er ein stærsta eign íslenska ríkisins og nauðsynlegt er að halda því við. Með þriggja milljarða viðbótarframlagi bregðumst við strax við brýnustu þörfinni. Það jafngildir um 25% aukningu miðað við meðalframlög síðustu ára. Á næsta ári verður viðbótarframlag til viðhalds vega hækkað enn frekar. Þetta er yfirlýsing um breytta forgangsröðun stjórnvalda. Ný ríkisstjórn hyggst með þessu rjúfa kyrrstöðu og hefja sókn við uppbyggingu innviða,“ segir Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra í tilkynningunni. Þar segir einnig að ný fjárveiting muni nýtast í styrkingu burðarlaga vega og á endurnýjun slitlaga. Þá verður sérstaklega farið í malbikun á þekktum blæðingarköflum. Öll verkefni sem Vegagerðin mun ráðast í voru tilbúin til útboðs. Umferðaröryggi Vegagerð Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Umferð Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Verkefnin dreifast samkvæmt tilkynningu um allt land en brýnasta viðhaldsþörfin er talin á Vesturlandi, Vestfjörðum og Suðurlandi, samkvæmt mati Vegagerðarinnar. Á Vesturlandi og Vestfjörðum verður ráðist í fjölmörg verkefni. Þar má nefna sem dæmi viðgerðir á Vestfjarðavegi, til dæmis Haukadalsá-Brautarholt og á kafla við Gröf, Barðastrandarvegi, til dæmis Kleifarheiði og Raknadalshlíð, Útnesvegi og Bíldudalsvegi, þar sem íbúar hafa lengi kallað eftir úrbótum. Á Suðurlandi verður farið í endurbætur á Laugarvatnsvegi og á Norðurlandi verða teknir fyrir kaflar á Hringveginum, til dæmis í Ljósavatnsskarði, auk þess sem ráðist verður í endurbætur á Hólavegi í Hjaltadal. Þar er umferðarþungi mikill og slysatíðni há. Á Austurlandi verður einnig ráðist í mikilvægar endurbætur á Hringveginum. Loks verður farið í malbikun á nokkrum þekktum blæðingarköflum, svo sem í Bakkaselsbrekku í Öxnadal. Eyjólfur Ármannsson er innviðaráðherraVísir/Sigurjón „Vegakerfið er ein stærsta eign íslenska ríkisins og nauðsynlegt er að halda því við. Með þriggja milljarða viðbótarframlagi bregðumst við strax við brýnustu þörfinni. Það jafngildir um 25% aukningu miðað við meðalframlög síðustu ára. Á næsta ári verður viðbótarframlag til viðhalds vega hækkað enn frekar. Þetta er yfirlýsing um breytta forgangsröðun stjórnvalda. Ný ríkisstjórn hyggst með þessu rjúfa kyrrstöðu og hefja sókn við uppbyggingu innviða,“ segir Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra í tilkynningunni. Þar segir einnig að ný fjárveiting muni nýtast í styrkingu burðarlaga vega og á endurnýjun slitlaga. Þá verður sérstaklega farið í malbikun á þekktum blæðingarköflum. Öll verkefni sem Vegagerðin mun ráðast í voru tilbúin til útboðs.
Umferðaröryggi Vegagerð Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Umferð Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira