Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Agnar Már Másson skrifar 6. júlí 2025 12:11 Silja Bára R. Ómarsdóttir rektor segir að raunkostnaður við skráningu í Háskóla Íslands sé metinn á 180 þúsund krónur en helst vill hún að framlög ríkisisn séu aukin, annars þurfi ráðherra að leyfa skólanum ða hækka skrásetningagjald. Vísir/Anton Brink Rektor Háskóla Íslands segist helst vilja að ríkið auki fjárframlög til skólans en annars þurfi að háskólaráðherra að leyfa skólanum að hækka skrásetningargjöld, sem hún segir ekki hafa verið gert í rúman áratug. Raunkostnaður við skrásetningu í HÍ sé metinn á um 180 þúsund krónur. Lögmæti skrásetningagjalda er til umfjöllunar hjá áfrýjunarnefnd og enn er beðið eftir niðurstöðu þar. Silja Bára Ómarsdóttir, rektor Háskóla Íslands, segir að rektorar allra opinberu háskólanna hafi í maí sent erindi til Loga Einarssonar háskólaráðherra þar sem rektorarnir biðja um heimild til að hækka skrásetningargjöld eða koma til móts við skólana á annan hátt fyrir skólaárið 2026-2027. Skrásetningargjöldum er ætlað að standa straum af kostnaði við skráningu í skólann, en sá raunkostnaður er reiknaður 180 þúsund krónur hjá Háskóla Íslands að sögn Silju. „Bréfið er ekki beiðni um að hækka upp í 180 þúsund, heldur er þetta bréf frá rektorum allra opinberu háskólanna um að þetta þurfi að hækka og í raun og veru er lagt fram í bréfinu bara hver raunkostnaðurinn er og ráðherra síðan beðinn um að koma til móts við það,“ segir rektor. Hún leggur þó áherslu á að háskólakerfið sé vanfjármagnað og að æskilegast væri að hið opinbera kæmi til móts við þennan kostnað. „Auðvitað myndi ég bara vilja sjá hækkuð framlög til skólans þannig að við þurfum ekki að leggja á, hækka þessi gjöld svona gríðarlega.“ Silja segir enn fremur að skrásetningargjöld hafi staðið í stað síðan 2014, en ef af hækkun verður sé ætlunin að setja inn heimild fyrir menntasjóð til að lána fyrir skráningargjöldum. „Þetta er hundrað og fjörutíu prósenta hækkun,“ sagði Ármann Leifsson, forseti Röskvu, í samtali við Vísi í gær. Viktor Pétur Finnsson, fulltrúi Vöku í stúdentaráði, sló á svipaðan streng og sagði Vöku leggjast alfarið gegn hækkun skrásetningagjalda. Blaðamaður hefur leitað viðbragða frá Loga Einarssyni ráðherra. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu hefur hann ekki tekið ákvörðun í þessu máli. Skrásetningagjöld hafa lengi verið eitt helsta bitbein stúdenta, mögulega það helsta á eftir bílastæðum, en árið 2023 voru þau úrskurður ólögmæt af úrskurðarnefnd háskólamála. Nú er lögmæti þeirra til umfjöllunar hjá áfrýjunarnefnd í málefnum háskólanema og Silja segir að beðið sé eftir niðurstöðu þar. Háskólar Hagsmunir stúdenta Skóla- og menntamál Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklag ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Sjá meira
Silja Bára Ómarsdóttir, rektor Háskóla Íslands, segir að rektorar allra opinberu háskólanna hafi í maí sent erindi til Loga Einarssonar háskólaráðherra þar sem rektorarnir biðja um heimild til að hækka skrásetningargjöld eða koma til móts við skólana á annan hátt fyrir skólaárið 2026-2027. Skrásetningargjöldum er ætlað að standa straum af kostnaði við skráningu í skólann, en sá raunkostnaður er reiknaður 180 þúsund krónur hjá Háskóla Íslands að sögn Silju. „Bréfið er ekki beiðni um að hækka upp í 180 þúsund, heldur er þetta bréf frá rektorum allra opinberu háskólanna um að þetta þurfi að hækka og í raun og veru er lagt fram í bréfinu bara hver raunkostnaðurinn er og ráðherra síðan beðinn um að koma til móts við það,“ segir rektor. Hún leggur þó áherslu á að háskólakerfið sé vanfjármagnað og að æskilegast væri að hið opinbera kæmi til móts við þennan kostnað. „Auðvitað myndi ég bara vilja sjá hækkuð framlög til skólans þannig að við þurfum ekki að leggja á, hækka þessi gjöld svona gríðarlega.“ Silja segir enn fremur að skrásetningargjöld hafi staðið í stað síðan 2014, en ef af hækkun verður sé ætlunin að setja inn heimild fyrir menntasjóð til að lána fyrir skráningargjöldum. „Þetta er hundrað og fjörutíu prósenta hækkun,“ sagði Ármann Leifsson, forseti Röskvu, í samtali við Vísi í gær. Viktor Pétur Finnsson, fulltrúi Vöku í stúdentaráði, sló á svipaðan streng og sagði Vöku leggjast alfarið gegn hækkun skrásetningagjalda. Blaðamaður hefur leitað viðbragða frá Loga Einarssyni ráðherra. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu hefur hann ekki tekið ákvörðun í þessu máli. Skrásetningagjöld hafa lengi verið eitt helsta bitbein stúdenta, mögulega það helsta á eftir bílastæðum, en árið 2023 voru þau úrskurður ólögmæt af úrskurðarnefnd háskólamála. Nú er lögmæti þeirra til umfjöllunar hjá áfrýjunarnefnd í málefnum háskólanema og Silja segir að beðið sé eftir niðurstöðu þar.
Háskólar Hagsmunir stúdenta Skóla- og menntamál Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklag ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Sjá meira