Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar 5. júlí 2025 20:30 Einn af okkar álitlegustu virkjanakostum, Kjalölduveita, er nú til umfjöllunar á Alþingi. Lagt er til að virkjanakosturinn verði áfram í biðflokki til að hægt sé að meta áhrif hans og bera saman við aðra kosti sem við höfum til að mæta vaxandi orkuþörf. Við verðum að horfa til áhrifa á náttúru, aðra landnotkun og þess að kostnaður við uppbyggingu virkjana er ráðandi þáttur í framtíðar raforkuverði. Allt bendir til að Kjalölduveitu megi hrinda í framkvæmd án þess að hún raski friðlandi í nágrenninu. Það er því fagnaðarefni ef Kjalalda verður áfram í biðflokki, svo hægt sé að halda þessum mikilvæga kosti opnum og veita honum efnismeðferð. Alfarið utan friðlands Þegar ákvarðanir eru teknar um jafn mikilvæga innviði og virkjanir er mikilvægt að vanda til verka. Skoða þarf fjölmarga þætti, meta áhrif á umhverfi, m.a. staðbundin áhrif á náttúru, samhliða því að meta ávinning fyrir íslenskt samfélag. Kjalölduveita er utan friðlands Þjórsárvera og þar með ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að skoða þar landnýtingarmöguleika. Þjórsárver voru fyrst friðlýst árið 1981. Friðlýsingin var endurskoðuð 1987 og aftur 2017. Markmið hennar er að tryggja víðtæka og markvissa verndun gróðurlendis Þjórsárvera í heild sinni, vistkerfi veranna, rústamýrarvist, varpstöðvar heiðagæsa, víðernis, sérstakrar landslagsheildar og menningarminja, auk fræðslu til almennings um verndargildi svæðisins. Friðlýsta svæðið er í dag alls 1.563 ferkílómetrar og nær yfir öll Þjórsárver, Hofsjökul í heild og nágrenni. Til að glöggva sig á stærð svæðisins er þetta rúmt prósent af Íslandi. Ramsarsvæðið sjálft er um 375 ferkílómetrar eða um fjórðungur friðlandsins, þannig að utan um Þjórsársverin hefur verið sett ríflegt svæði. Það sem er utan friðlands hlýtur þá að vera svæði sem ekki nýtur verndar og þar ætti því að mega skoða aðra landnýtingarmöguleika. Engin áhrif á Þjórsárver Nýting endurnýjanlegra auðlinda felur í sér inngrip í náttúruna sem óhjákvæmilega veldur raski á umhverfinu. Það er á ábyrgð okkar hjá Landsvirkjun að vinna að því lágmarka þetta rask eins og kostur er. Við tökum þessa ábyrgð alvarlega og leggjum áherslu á virðingu fyrir náttúru og ábyrga nýtingu auðlinda. Við vitum að Þjórsárver eru mikilvæg náttúruperla og styðjum eindregið að þeim verði ekki raskað. Hönnun Kjalölduveitu er skammt á veg komin enda virkjanahugmynd á frumstigi. Öll mannvirki hennar yrðu utan friðlands Þjórsárvera, og því myndi veitan ekki hafa áhrif á það. Lón veitunnar yrði innan við 3 km².Rennsli í Þjórsá neðan Kjalölduveitu mun vissulega breytast, en Kjalölduveita myndi þó hafa takmörkuð áhrif á sumarrennsli fossa í Þjórsá, til dæmis yrði rennsli í Dynk yfir sumarmánuðina áfram mikið, eða svipað og í Gullfossi. Skoðum hagkvæma kosti með opnum hug Það er mikilvægt að virkjanakostir sem vitað er að verði hagkvæmir, hafi jákvæð áhrif á samfélag, eru utan náttúruverndarsvæða og talið að muni ekki hafa veruleg áhrif á náttúrufar fái réttmæta málsmeðferð. Þá þarf að meta út frá þeim forsendum sem við eiga, fyrst í ferli rammaáætlunar og í framhaldinu í mati á umhverfisáhrifum, ef kosturinn fer í orkunýtingarflokk rammaáætlunar. Í þeim lögbundnu ferlum felst samráð við hagaðila þar sem hægt er að ræða áhrif og ávinning og finna leiðir til að draga úr þeim áhrifum sem kosturinn mun hafa. Þá vinnu á að byggja á faglegum greiningum með almannahagsmuni að leiðarljósi. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Einn af okkar álitlegustu virkjanakostum, Kjalölduveita, er nú til umfjöllunar á Alþingi. Lagt er til að virkjanakosturinn verði áfram í biðflokki til að hægt sé að meta áhrif hans og bera saman við aðra kosti sem við höfum til að mæta vaxandi orkuþörf. Við verðum að horfa til áhrifa á náttúru, aðra landnotkun og þess að kostnaður við uppbyggingu virkjana er ráðandi þáttur í framtíðar raforkuverði. Allt bendir til að Kjalölduveitu megi hrinda í framkvæmd án þess að hún raski friðlandi í nágrenninu. Það er því fagnaðarefni ef Kjalalda verður áfram í biðflokki, svo hægt sé að halda þessum mikilvæga kosti opnum og veita honum efnismeðferð. Alfarið utan friðlands Þegar ákvarðanir eru teknar um jafn mikilvæga innviði og virkjanir er mikilvægt að vanda til verka. Skoða þarf fjölmarga þætti, meta áhrif á umhverfi, m.a. staðbundin áhrif á náttúru, samhliða því að meta ávinning fyrir íslenskt samfélag. Kjalölduveita er utan friðlands Þjórsárvera og þar með ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að skoða þar landnýtingarmöguleika. Þjórsárver voru fyrst friðlýst árið 1981. Friðlýsingin var endurskoðuð 1987 og aftur 2017. Markmið hennar er að tryggja víðtæka og markvissa verndun gróðurlendis Þjórsárvera í heild sinni, vistkerfi veranna, rústamýrarvist, varpstöðvar heiðagæsa, víðernis, sérstakrar landslagsheildar og menningarminja, auk fræðslu til almennings um verndargildi svæðisins. Friðlýsta svæðið er í dag alls 1.563 ferkílómetrar og nær yfir öll Þjórsárver, Hofsjökul í heild og nágrenni. Til að glöggva sig á stærð svæðisins er þetta rúmt prósent af Íslandi. Ramsarsvæðið sjálft er um 375 ferkílómetrar eða um fjórðungur friðlandsins, þannig að utan um Þjórsársverin hefur verið sett ríflegt svæði. Það sem er utan friðlands hlýtur þá að vera svæði sem ekki nýtur verndar og þar ætti því að mega skoða aðra landnýtingarmöguleika. Engin áhrif á Þjórsárver Nýting endurnýjanlegra auðlinda felur í sér inngrip í náttúruna sem óhjákvæmilega veldur raski á umhverfinu. Það er á ábyrgð okkar hjá Landsvirkjun að vinna að því lágmarka þetta rask eins og kostur er. Við tökum þessa ábyrgð alvarlega og leggjum áherslu á virðingu fyrir náttúru og ábyrga nýtingu auðlinda. Við vitum að Þjórsárver eru mikilvæg náttúruperla og styðjum eindregið að þeim verði ekki raskað. Hönnun Kjalölduveitu er skammt á veg komin enda virkjanahugmynd á frumstigi. Öll mannvirki hennar yrðu utan friðlands Þjórsárvera, og því myndi veitan ekki hafa áhrif á það. Lón veitunnar yrði innan við 3 km².Rennsli í Þjórsá neðan Kjalölduveitu mun vissulega breytast, en Kjalölduveita myndi þó hafa takmörkuð áhrif á sumarrennsli fossa í Þjórsá, til dæmis yrði rennsli í Dynk yfir sumarmánuðina áfram mikið, eða svipað og í Gullfossi. Skoðum hagkvæma kosti með opnum hug Það er mikilvægt að virkjanakostir sem vitað er að verði hagkvæmir, hafi jákvæð áhrif á samfélag, eru utan náttúruverndarsvæða og talið að muni ekki hafa veruleg áhrif á náttúrufar fái réttmæta málsmeðferð. Þá þarf að meta út frá þeim forsendum sem við eiga, fyrst í ferli rammaáætlunar og í framhaldinu í mati á umhverfisáhrifum, ef kosturinn fer í orkunýtingarflokk rammaáætlunar. Í þeim lögbundnu ferlum felst samráð við hagaðila þar sem hægt er að ræða áhrif og ávinning og finna leiðir til að draga úr þeim áhrifum sem kosturinn mun hafa. Þá vinnu á að byggja á faglegum greiningum með almannahagsmuni að leiðarljósi. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun