Sport

Glódís með á æfingu

Aron Guðmundsson skrifar
IMG_1922.jpeg

Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir æfir þessa stundina með íslenska landsliðinu í Thun, degi fyrir mikilvægan leik gegn Sviss á EM.

Risa fréttir fyrir íslenska landsliðið en svo virðist sem Glódís hafi jafnað sig af magakveisu sem olli því að hún þurfti að fara af velli í fyrsta leiknum gegn Finnlandi. 

Glódís hafði ekkert æft með íslenska landsliðinu síðan þá, fyrr en í dag er hún reimaði á sig takkaskóna. 

Um mikilvægan leik er að ræða fyrir bæði Ísland og Sviss en liðin töpuðu bæði leikjum sínum í fyrstu umferðinni. 

Ísland og Sviss mætast klukkan sjö á morgun á Wankdorf leikvanginum í Bern. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×