Íslenski boltinn

Sjáðu glæsi­mark Óla Vals og öll hin í Mos­fells­bæ

Valur Páll Eiríksson skrifar
Óli Valur Ómarsson í baráttunni við fyrrum Blikann Oliver Sigurjónsson í fyrri leik liðanna. Óli skoraði fallegt mark í gær sem dugði þó ekki fyrir meira en stigi.
Óli Valur Ómarsson í baráttunni við fyrrum Blikann Oliver Sigurjónsson í fyrri leik liðanna. Óli skoraði fallegt mark í gær sem dugði þó ekki fyrir meira en stigi. Vísir/Pawel

Íslandsmeistarar Breiðabliks misstu niður 2-0 forystu gegn nýliðum Aftureldingar í 2-2 jafntefli liðanna í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld. Heimavöllur Mosfellinga heldur áfram að skila þeim stigum.

Útlitið var bjart hjá Blikum framan af leik en Óli Valur Ómarsson kom gestunum í forystu með fallegu marki snemma leiks. Ásgeir Helgi Orrason tvöfaldaði forystuna eftir hornspyrnu á 37. mínútu með fyrsta marki sínu í sumar.

Undir blálok fyrri hálfleiks minnkaði Hrannar Snær Magnússon muninn á besta tíma og Mosfellingar létu kné fylgja kviði eftir hálfleikspásuna. Strax í byrjun síðari hálfleiksins jafnaði norski stormsenterinn Benjamin Stokke leikinn gegn hans gömlu félögum.

Það dugði Mosfellingum fyrir stigi og 2-2 jafntefli niðurstaðan. Mörkin fjögur má sjá í spilaranum.

Klippa: Mörkin úr leik Aftureldingar og Breiðabliks



Fleiri fréttir

Sjá meira


×