Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ Sindri Sverrisson skrifar 3. júlí 2025 16:16 Tom Goodall kveðst hæstánægður með hve móttækilegir og forvitnir leikmenn íslenska liðsins eru um það sem hann hefur fram að færa. vísir/Anton Bretinn Tom Goodall er leikgreinandi og hluti af þjálfarateymi íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Hann ræddi við Sýn um sitt hlutverk á EM, þar sem hann er að frá morgni og fram á nótt, og hvernig er að vinna með Íslendingunum. Tom er einn af fólkinu á bakvið tjöldin sem reyna að undirbúa stelpurnar sem allra best fyrir hvern leik á EM í Sviss. Hann er nú í annað sinn á stórmóti með liðinu eftir að hafa einnig verið með á taplausa Evrópumótinu í Englandi 2022. „Aðalskylda mín er að leikgreina mótherjana en líka okkar eigin leik, og að hjálpa þjálfurunum að útbúa leikplanið fyrir hvern leik. Það er mjög mikið að gera. Ég er fyrstur á fætur og síðastur í rúmið, alltaf í tölvunni að skoða eitthvað og búa til klippur, bæði fyrir liðið allt og einstaka leikmenn. En til þess er ég hér og nýt þess að vera í vinnunni,“ sagði Tom fyrir æfingu Íslands í Thun í dag en viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Fyrstur á fætur og síðastur til svefns á EM Eftir tapið gegn Finnlandi í gær mætir Ísland næst Sviss á sunnudaginn og svo Noregi næsta fimmtudag. „Í gærkvöld horfðum við á Sviss-Noreg og hófum strax vinnuna við það. Svo fórum við aftur yfir okkar leik og áttum fund í morgun þar sem hægt var að veita endurgjöf. Við þekkjum Sviss og Noreg auðvitað vel og þetta var nokkurn veginn eins og við bjuggumst við. Svisslendingar voru aðeins próaktívari, aðeins agressívari, sem var athyglisvert að sjá,“ sagði Tom meðal annars. Sýna mikinn áhuga á fundum Eins og fyrr segir er hann á sínu öðru stórmóti með Íslandi, hæstánægður með að vera á EM og að vinna með Íslendingunum: „Það er æðislegt að vera hérna. Síðast vorum við á Englandi svo það var svolítið skrýtið, að vera bara heima. Við vorum meira að segja í Crewe sem er nokkuð nálægt mínum heimabæ. En það er gott að vera hérna, umhverfið er fallegt og ég reyni að njóta eins vel og ég get auk þess að leggja hart að mér Það er frábært að vinna með starfsfólkinu og þetta er besti leikmannahópur sem ég hef unnið með, varðandi það að vera móttækilegar fyrir minni vinnu, sýna virkilegan áhuga á fundum og vilja vita öll smáatriði. Það er frábært fyrir mig og auðvitað er ég líka þakklátur öllum fyrir að tala ensku,“ bætti Tom við léttur í lokin. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti Fleiri fréttir Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Sjá meira
Tom er einn af fólkinu á bakvið tjöldin sem reyna að undirbúa stelpurnar sem allra best fyrir hvern leik á EM í Sviss. Hann er nú í annað sinn á stórmóti með liðinu eftir að hafa einnig verið með á taplausa Evrópumótinu í Englandi 2022. „Aðalskylda mín er að leikgreina mótherjana en líka okkar eigin leik, og að hjálpa þjálfurunum að útbúa leikplanið fyrir hvern leik. Það er mjög mikið að gera. Ég er fyrstur á fætur og síðastur í rúmið, alltaf í tölvunni að skoða eitthvað og búa til klippur, bæði fyrir liðið allt og einstaka leikmenn. En til þess er ég hér og nýt þess að vera í vinnunni,“ sagði Tom fyrir æfingu Íslands í Thun í dag en viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Fyrstur á fætur og síðastur til svefns á EM Eftir tapið gegn Finnlandi í gær mætir Ísland næst Sviss á sunnudaginn og svo Noregi næsta fimmtudag. „Í gærkvöld horfðum við á Sviss-Noreg og hófum strax vinnuna við það. Svo fórum við aftur yfir okkar leik og áttum fund í morgun þar sem hægt var að veita endurgjöf. Við þekkjum Sviss og Noreg auðvitað vel og þetta var nokkurn veginn eins og við bjuggumst við. Svisslendingar voru aðeins próaktívari, aðeins agressívari, sem var athyglisvert að sjá,“ sagði Tom meðal annars. Sýna mikinn áhuga á fundum Eins og fyrr segir er hann á sínu öðru stórmóti með Íslandi, hæstánægður með að vera á EM og að vinna með Íslendingunum: „Það er æðislegt að vera hérna. Síðast vorum við á Englandi svo það var svolítið skrýtið, að vera bara heima. Við vorum meira að segja í Crewe sem er nokkuð nálægt mínum heimabæ. En það er gott að vera hérna, umhverfið er fallegt og ég reyni að njóta eins vel og ég get auk þess að leggja hart að mér Það er frábært að vinna með starfsfólkinu og þetta er besti leikmannahópur sem ég hef unnið með, varðandi það að vera móttækilegar fyrir minni vinnu, sýna virkilegan áhuga á fundum og vilja vita öll smáatriði. Það er frábært fyrir mig og auðvitað er ég líka þakklátur öllum fyrir að tala ensku,“ bætti Tom við léttur í lokin.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti Fleiri fréttir Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Sjá meira