Erlent

Trúar­hópar mót­mæla Zúmba-kennslu á Ind­landi

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Zúmba hefur notið mikilla vinsælda víða um heim, enda áhersla lögð á fjör og gleði.
Zúmba hefur notið mikilla vinsælda víða um heim, enda áhersla lögð á fjör og gleði. Getty/Gisela Jane Galan

Stjórnvöld í ríkinu Kerala á Indlandi hafa neyðst til að verja þá ákvörðun sína að hefja Zúmba kennslu í skólum, eftir mótmæli ýmissa trúarhópa.

Zúmba er form af heilsurækt sem felst meðal annars í því að reyna á þolið með líflegum danssporum og hefur notið mikilla vinsælda víða um heim. Daglegir Zúmba-tímar voru teknir upp í um 14 þúsund skólum í Kerala, sem þáttur í herferð gegn fíkniefnanotkun.

Ýmis trúarleg samtök múslima og hindúa hafa gagnrýnt ákvörðunina harðlega, þar sem dansinn þykir „menningarleg innrás“. Þau hafa hvatt foreldra og kennara til að sniðganga tímana, á þeirri forsendu að þeir gangi gegn trú þeirra og siðferði.

Stjórnvöld í Kerala segja hins vegar ótækt að blanda saman menntun og trúarbrögðum. Þá benda þau á að tímarnir séu valkvæðir og nemendur ekki neyddir til að mæta.

Um sé að ræða holla líkamsrækt og ekkert óviðurkvæðilegt eigi sér stað; nemendur klæðist til að mynda skólabúningum í tímunum.

Hér má finna umfjöllun BBC um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×