Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn Árni Jóhannsson skrifar 2. júlí 2025 19:13 Sveindís fékk ekki úr miklu að moða í dag en lítur björtum augum fram á veginn. Vísir / Anton Brink Það var auðvitað fúlt fyrir leikmenn íslenska landsliðsins að tapa fyrsta leiknum á EM í Sviss. Sveindís Jane sat lengi vel og íhugaði hvað hafði getað farið betur. Hún fékk úr litlu að moða á löngum köflum og náði ekki að nýta besta færi leiksins í 0-1 tapi gegn Finnum. Sveindís var spurð að því hvað hún hafi verið að hugsa strax eftir leik. Hún lá í grasinu lengi eftir leik, augljóslega svekkt. „Bara fúlt að tapa. Erfiður leikur og það er bara ekki gaman að tapa og sérstaklega í svona mikilvægum leik. Við verðum bara að halda áfram og upp með hausinn.“ Horfa má á viðtalið hér að neðan. Klippa: Sveindís Jane eftir tapið gegn Finnlandi Því næst var athyglinni beint að frammistöðu liðsins og var Sveindís spurð að því hvort liðið hafi náð að gera það sem lagt var upp með. „Mér fannst fyrri hálfleikurinn vera svolítið villtur hjá báðum liðum. Þær fá einhver færi en Cessa ver vel. Fyrri hálfleikurinn var ekkert spes en við mætum miklu grimmari í seinni hálfleik, fáum þetta rauða spjald sem tekur okkar leika alveg niður. Við þurftum að hlaupa dálítið eftir það og svo skora þær mark beint í vinkilinn, óverjandi. Svo næ ég ekki að nýta færi sem ég átti að gera betur í. Svona er þetta.“ En var eitthvað hægt að setja út á rauða spjaldið sem Hildur Antonsdóttir fékk? „Ég bara veit ekki hvað gerðist og get ekkert sagt. Þetta var bara á mjög vondum tímapunkti og sló okkur út á laginu.“ Eftir svona erfið úrslit er þá ekki hægt að taka eitthvað jákvætt út úr leiknum, eins og það hvernig liðið beit frá sér manni færri? „Alveg 100%. Þær gera ekki mikið eftir að við verðum færri, nema að skora, og við eiginlega bara eflumst eftir það. Við vissum að við þyrftum að sækja til að ná að jafna en það gekk ekki í dag.“ Má ekki segja að markið hafi legið í loftinu? Finnarnir ógnuðu mikið upp vinstri kantinn þaðan sem markið kom. „Já já, mér fannst við samt ekki gera neitt hættulegt, þær vilja halda boltanum eins og við vissum fyrirfram, spila inn á miðju en jú þegar maður er færri þá koma færin á mann. Hún klárar þetta bara ótrúlega vel. Heimsklassa afgreiðsla. Bara flott hjá henni.“ Sveindís fékk ekki úr miklu að moða og fórnaði dálítið höndum. Hvað fannst henni vera í gangi þá? „Ég veit ekki alveg. Þær stýrðu okkur dálítið yfir á hægri kantinn og boltinn var mikið þar og við náðum ekki að koma boltanum yfir á vinstri. Ég var svolítið út úr leiknum og kannski var ég bara pirruð yfir því og hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn. Þetta var bara einn af þessum leikjum þar sem maður þarf að vera með meiri fókus og reyna að koma sér betur inn í leikinn.“ Getur það verið að nálgunin á leiknum hafi verið varfærin? Sveindís er með miðvörð í bakverðinum fyrir aftan sig til dæmis. „Ég veit það ekki. Hún hefur verið í bakverðinum í landsliðinu þannig að kannski er hún bara landsliðsbakvörður. Mér finnst gott að vera með Guðrúnu fyrir aftan mig, hún er góður varnarmaður og sækir þegar hún getur sótt. Ekkert út á það að setja.“ Sveindís fékk mjög gott færi í lok leiksins en náði ekki að nýta það. Verður það myndin í hausnum þegar hún leggst á koddann í kvöld? „Já pottþétt. Ég held að það sem maður gerir oftast. Sérstaklega þegar þetta hafði talið svona mikið fyrir okkur. Ég man ekki eftir mörgum opnum færum í leiknum og ekki gaman að klúðra besta færinu sem maður fékk. Þetta hefði talið frekar mikið. Þetta er sárt núna og maður þarf að gleyma þessu á morgun.“ Stuðningsmenn Íslands eru klárir í slaginn í næstu leiki og mótið er opið ennþá „Þetta var frábær stuðningur sem við fengum í dag, stúkan var heldur betur blá og þau létu heyra vel í sér allan leikinn. Þetta skiptir okkur miklu máli og vonandi mæta þær líka á næsta leik. Mjög miklivægur leikur og þetta er allt galopið. Við vinnum Sviss og þá erum við enn inn í þessu. Við ætlum að gera allt til að ná í þessi þrjú stig.“ EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Ísland mátti þola 1-0 tap gegn Finnlandi í fyrsta leik á Evrópumótinu í Sviss. Stelpurnar okkar þurftu að spila seinni hálfleikinn án fyrirliðans og síðasta hálftímann manni færri. Katariina Kosola skoraði eina mark leiksins eftir að hafa ógnað ítrekað. Finnland var frá upphafi betri aðilinn og þorði að spila boltanum milli manna, annað en stelpurnar okkar sem leituðu yfirleitt alltaf hátt og langt. 2. júlí 2025 14:31 Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Íslenska kvennalandsliðið byrjaði Evrópumótið í Sviss á naumu 1-0 tapi á móti Finnlandi þar sem íslenska liðið var manni færri í meira en hálftíma. Finnarnir fengu færi framan af leik en skoruðu ekki sigurmarkið sitt fyrr en þær voru orðnar manni færri. 2. júlí 2025 18:24 Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjá meira
Sveindís var spurð að því hvað hún hafi verið að hugsa strax eftir leik. Hún lá í grasinu lengi eftir leik, augljóslega svekkt. „Bara fúlt að tapa. Erfiður leikur og það er bara ekki gaman að tapa og sérstaklega í svona mikilvægum leik. Við verðum bara að halda áfram og upp með hausinn.“ Horfa má á viðtalið hér að neðan. Klippa: Sveindís Jane eftir tapið gegn Finnlandi Því næst var athyglinni beint að frammistöðu liðsins og var Sveindís spurð að því hvort liðið hafi náð að gera það sem lagt var upp með. „Mér fannst fyrri hálfleikurinn vera svolítið villtur hjá báðum liðum. Þær fá einhver færi en Cessa ver vel. Fyrri hálfleikurinn var ekkert spes en við mætum miklu grimmari í seinni hálfleik, fáum þetta rauða spjald sem tekur okkar leika alveg niður. Við þurftum að hlaupa dálítið eftir það og svo skora þær mark beint í vinkilinn, óverjandi. Svo næ ég ekki að nýta færi sem ég átti að gera betur í. Svona er þetta.“ En var eitthvað hægt að setja út á rauða spjaldið sem Hildur Antonsdóttir fékk? „Ég bara veit ekki hvað gerðist og get ekkert sagt. Þetta var bara á mjög vondum tímapunkti og sló okkur út á laginu.“ Eftir svona erfið úrslit er þá ekki hægt að taka eitthvað jákvætt út úr leiknum, eins og það hvernig liðið beit frá sér manni færri? „Alveg 100%. Þær gera ekki mikið eftir að við verðum færri, nema að skora, og við eiginlega bara eflumst eftir það. Við vissum að við þyrftum að sækja til að ná að jafna en það gekk ekki í dag.“ Má ekki segja að markið hafi legið í loftinu? Finnarnir ógnuðu mikið upp vinstri kantinn þaðan sem markið kom. „Já já, mér fannst við samt ekki gera neitt hættulegt, þær vilja halda boltanum eins og við vissum fyrirfram, spila inn á miðju en jú þegar maður er færri þá koma færin á mann. Hún klárar þetta bara ótrúlega vel. Heimsklassa afgreiðsla. Bara flott hjá henni.“ Sveindís fékk ekki úr miklu að moða og fórnaði dálítið höndum. Hvað fannst henni vera í gangi þá? „Ég veit ekki alveg. Þær stýrðu okkur dálítið yfir á hægri kantinn og boltinn var mikið þar og við náðum ekki að koma boltanum yfir á vinstri. Ég var svolítið út úr leiknum og kannski var ég bara pirruð yfir því og hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn. Þetta var bara einn af þessum leikjum þar sem maður þarf að vera með meiri fókus og reyna að koma sér betur inn í leikinn.“ Getur það verið að nálgunin á leiknum hafi verið varfærin? Sveindís er með miðvörð í bakverðinum fyrir aftan sig til dæmis. „Ég veit það ekki. Hún hefur verið í bakverðinum í landsliðinu þannig að kannski er hún bara landsliðsbakvörður. Mér finnst gott að vera með Guðrúnu fyrir aftan mig, hún er góður varnarmaður og sækir þegar hún getur sótt. Ekkert út á það að setja.“ Sveindís fékk mjög gott færi í lok leiksins en náði ekki að nýta það. Verður það myndin í hausnum þegar hún leggst á koddann í kvöld? „Já pottþétt. Ég held að það sem maður gerir oftast. Sérstaklega þegar þetta hafði talið svona mikið fyrir okkur. Ég man ekki eftir mörgum opnum færum í leiknum og ekki gaman að klúðra besta færinu sem maður fékk. Þetta hefði talið frekar mikið. Þetta er sárt núna og maður þarf að gleyma þessu á morgun.“ Stuðningsmenn Íslands eru klárir í slaginn í næstu leiki og mótið er opið ennþá „Þetta var frábær stuðningur sem við fengum í dag, stúkan var heldur betur blá og þau létu heyra vel í sér allan leikinn. Þetta skiptir okkur miklu máli og vonandi mæta þær líka á næsta leik. Mjög miklivægur leikur og þetta er allt galopið. Við vinnum Sviss og þá erum við enn inn í þessu. Við ætlum að gera allt til að ná í þessi þrjú stig.“
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Ísland mátti þola 1-0 tap gegn Finnlandi í fyrsta leik á Evrópumótinu í Sviss. Stelpurnar okkar þurftu að spila seinni hálfleikinn án fyrirliðans og síðasta hálftímann manni færri. Katariina Kosola skoraði eina mark leiksins eftir að hafa ógnað ítrekað. Finnland var frá upphafi betri aðilinn og þorði að spila boltanum milli manna, annað en stelpurnar okkar sem leituðu yfirleitt alltaf hátt og langt. 2. júlí 2025 14:31 Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Íslenska kvennalandsliðið byrjaði Evrópumótið í Sviss á naumu 1-0 tapi á móti Finnlandi þar sem íslenska liðið var manni færri í meira en hálftíma. Finnarnir fengu færi framan af leik en skoruðu ekki sigurmarkið sitt fyrr en þær voru orðnar manni færri. 2. júlí 2025 18:24 Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Ísland mátti þola 1-0 tap gegn Finnlandi í fyrsta leik á Evrópumótinu í Sviss. Stelpurnar okkar þurftu að spila seinni hálfleikinn án fyrirliðans og síðasta hálftímann manni færri. Katariina Kosola skoraði eina mark leiksins eftir að hafa ógnað ítrekað. Finnland var frá upphafi betri aðilinn og þorði að spila boltanum milli manna, annað en stelpurnar okkar sem leituðu yfirleitt alltaf hátt og langt. 2. júlí 2025 14:31
Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Íslenska kvennalandsliðið byrjaði Evrópumótið í Sviss á naumu 1-0 tapi á móti Finnlandi þar sem íslenska liðið var manni færri í meira en hálftíma. Finnarnir fengu færi framan af leik en skoruðu ekki sigurmarkið sitt fyrr en þær voru orðnar manni færri. 2. júlí 2025 18:24