Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar 2. júlí 2025 15:01 Dalabyggð hefur ítrekað undanfarin misseri og ár kallað eftir viðbragði og aðgerðum dómsmálaráðherra varðandi algjört aðstöðuleysi starfsemi lögreglunnar í Búðardal og sem og þörf fyrir aukna mönnun lögreglunnar á svæðinu. Í dag hefur Lögreglustjóraembættið á Vesturlandi afnot af 9,8 fermetra skrifstofurými í Búðardal þó að þarfagreining sýni að meira þurfi til svo aðstaðan geti kallast ásættanleg og í Búðardal er einungis einn lögreglumaður búsettur og starfandi að jafnaði í 50% starfi lögreglumanns. Í skýrslu Ríkislögreglustjóra um Löggæslu í Dalabyggð sem kom út í desember 2023, segir að staðsetning lögreglustöðva þurfi m.a. að taka hliðsjón af því hvar fólk býr og verkefni eiga sér stað en einnig útkallsvegalengdum, slysatíðni, viðbragðstíma, stærðar landsvæða, veðurfarsaðstæðna, færðar o.s.frv. Þá er lágmarks mönnunarþörf grenndarlögreglustöðvar í héraðinu talin vera fjórir til níu lögreglumenn. Ekki liggur fyrir skilgreining um hvaða aðstaða skuli vera til staðar en að lágmarki verði að gera kröfu til þess að þar sé aðstaða fyrir varðstofu, skýrslugerð, yfirheyrslur, starfsmannaaðstaða og bílageymsla fyrir lögreglubifreiðar ásamt fangaklefa til skammtímavistunar fanga. Það gefur því augaleið að 9,8 fermetra skrifstofa er ekki að uppfylla það lágmark sem lögreglan talar um að þurfi til. Ekki heldur dugar til að hér sé einungis 50% stöðuhlutfall lögreglumanns þó svo sá einstaklingur sem um ræðir sé öflugur á ýmsum sviðum og Dalamenn upp til hópa lög hlýðnir. Ljóst er að ef ekki er lögreglustöð í Búðardal er það eini byggðarkjarninn í umdæmi lögreglustjórans á Vesturlandi þar sem ekki er innan við 45 mínútna akstursfjarlægð til lögreglustöðvar. Sveitarfélagið er vel staðsett landfræðilega til að þjónusta út frá þéttbýlinu Búðardal, þar sem segja má að um 80km séu í næsta þéttbýli hvert sem litið er (Reykhólar, Hólmavík, Hvammstangi, Borgarnes, Stykkishólmur), þó það svæði nái út fyrir skilgreint lögregluumdæmi Vesturlands. Niðurstaða fyrrnefndrar skýrslu Ríkislögreglustjóra er sú að verkefnafjöldi sé slíkur að mikilvægt sé að til staðar sé mönnuð lögregluvakt í Dalabyggð, þörf sé á auknum afbrotavörnum og að lögreglustöð í Búðardal verði að lágmarki mönnuð fjórum lögreglumönnum. Í dag starfar eins og fyrr sagði einn lögreglumaður í 50% starfi í Dalabyggð auk þess sem til staðar hafa verið héraðslögreglumenn. Aðrar vaktir hafa verið mannaðar með lögreglumönnum frá m.a. Akranesi og Borgarnesi en engin föst viðvera til staðar. Uppi eru áform um uppbyggingu sameiginlegs húsnæðis viðbragðsaðila í Dalabyggð og hefur lögreglustjóraembættið á Vesturlandi tekið þátt í því samtali auk annarra sem um ræðir í þeim efnum. Má þarf m.a. nefna Heilbrigðisstofnun Vesturlands vegna aðstöðu fyrir bílakost þeirrar stofnunar, slökkvilið Dalabyggðar, Björgunarsveitina Ósk og fl. Einnig hefur FSRE (Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir) verið upplýst um stöðu mála. Hjá FSRE fást þau svör að það sé skilningur á stöðunni en til þess að sú stofnun geti aðhafst sé nauðsynlegt að viðkomandi ráðuneyti gefi heimild sem og að þess sé getið með skýrum hætti í Fjármálaáætlun að gert sé ráð fyrir verkefninu. Er hér með þessu greinarkorni enn og aftur skorað á þá sem með ákvörðunarvaldið fara að stíga fast til jarðar og láta verkin tala hvað varðar aðstöðumál löggæslu, mönnun löggæslu og aðstöðu viðbragðsaðila í Búðardal. Höfundur er sveitarstjóri í Dalabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarki Þorsteinsson Dalabyggð Lögreglan Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Dalabyggð hefur ítrekað undanfarin misseri og ár kallað eftir viðbragði og aðgerðum dómsmálaráðherra varðandi algjört aðstöðuleysi starfsemi lögreglunnar í Búðardal og sem og þörf fyrir aukna mönnun lögreglunnar á svæðinu. Í dag hefur Lögreglustjóraembættið á Vesturlandi afnot af 9,8 fermetra skrifstofurými í Búðardal þó að þarfagreining sýni að meira þurfi til svo aðstaðan geti kallast ásættanleg og í Búðardal er einungis einn lögreglumaður búsettur og starfandi að jafnaði í 50% starfi lögreglumanns. Í skýrslu Ríkislögreglustjóra um Löggæslu í Dalabyggð sem kom út í desember 2023, segir að staðsetning lögreglustöðva þurfi m.a. að taka hliðsjón af því hvar fólk býr og verkefni eiga sér stað en einnig útkallsvegalengdum, slysatíðni, viðbragðstíma, stærðar landsvæða, veðurfarsaðstæðna, færðar o.s.frv. Þá er lágmarks mönnunarþörf grenndarlögreglustöðvar í héraðinu talin vera fjórir til níu lögreglumenn. Ekki liggur fyrir skilgreining um hvaða aðstaða skuli vera til staðar en að lágmarki verði að gera kröfu til þess að þar sé aðstaða fyrir varðstofu, skýrslugerð, yfirheyrslur, starfsmannaaðstaða og bílageymsla fyrir lögreglubifreiðar ásamt fangaklefa til skammtímavistunar fanga. Það gefur því augaleið að 9,8 fermetra skrifstofa er ekki að uppfylla það lágmark sem lögreglan talar um að þurfi til. Ekki heldur dugar til að hér sé einungis 50% stöðuhlutfall lögreglumanns þó svo sá einstaklingur sem um ræðir sé öflugur á ýmsum sviðum og Dalamenn upp til hópa lög hlýðnir. Ljóst er að ef ekki er lögreglustöð í Búðardal er það eini byggðarkjarninn í umdæmi lögreglustjórans á Vesturlandi þar sem ekki er innan við 45 mínútna akstursfjarlægð til lögreglustöðvar. Sveitarfélagið er vel staðsett landfræðilega til að þjónusta út frá þéttbýlinu Búðardal, þar sem segja má að um 80km séu í næsta þéttbýli hvert sem litið er (Reykhólar, Hólmavík, Hvammstangi, Borgarnes, Stykkishólmur), þó það svæði nái út fyrir skilgreint lögregluumdæmi Vesturlands. Niðurstaða fyrrnefndrar skýrslu Ríkislögreglustjóra er sú að verkefnafjöldi sé slíkur að mikilvægt sé að til staðar sé mönnuð lögregluvakt í Dalabyggð, þörf sé á auknum afbrotavörnum og að lögreglustöð í Búðardal verði að lágmarki mönnuð fjórum lögreglumönnum. Í dag starfar eins og fyrr sagði einn lögreglumaður í 50% starfi í Dalabyggð auk þess sem til staðar hafa verið héraðslögreglumenn. Aðrar vaktir hafa verið mannaðar með lögreglumönnum frá m.a. Akranesi og Borgarnesi en engin föst viðvera til staðar. Uppi eru áform um uppbyggingu sameiginlegs húsnæðis viðbragðsaðila í Dalabyggð og hefur lögreglustjóraembættið á Vesturlandi tekið þátt í því samtali auk annarra sem um ræðir í þeim efnum. Má þarf m.a. nefna Heilbrigðisstofnun Vesturlands vegna aðstöðu fyrir bílakost þeirrar stofnunar, slökkvilið Dalabyggðar, Björgunarsveitina Ósk og fl. Einnig hefur FSRE (Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir) verið upplýst um stöðu mála. Hjá FSRE fást þau svör að það sé skilningur á stöðunni en til þess að sú stofnun geti aðhafst sé nauðsynlegt að viðkomandi ráðuneyti gefi heimild sem og að þess sé getið með skýrum hætti í Fjármálaáætlun að gert sé ráð fyrir verkefninu. Er hér með þessu greinarkorni enn og aftur skorað á þá sem með ákvörðunarvaldið fara að stíga fast til jarðar og láta verkin tala hvað varðar aðstöðumál löggæslu, mönnun löggæslu og aðstöðu viðbragðsaðila í Búðardal. Höfundur er sveitarstjóri í Dalabyggð.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun