Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. júlí 2025 10:28 Lia Thomas árið 2022. Við hlið hennar stendur sundkonan Riley Gaines, sem hefur barist gegn þátttöku trans kvenna í íþróttum á grundvelli aflsmunar. Getty/Icon Sportwire/Rich von Biberstein Stjórnendur University of Pennsylvania í Bandaríkjunum greindu frá því í gær að þeir hefðu komist að samkomulagi við stjórnvöld um að takmarka þátttöku trans kvenna í íþróttum. Samkomulagið tengist niðurstöðum rannsóknar menntamálráðuneytisins, sem komst að þeirri niðurstöðu að háskólinn hefði brotið gegn lögum um jafnræði kynjanna þegar trans konunni Liu Thomas var heimilað að synda í keppnum fyrir hönd skólans. J. Larry Jameson, forseti Penn, ítrekaði í yfirlýsingu að háskólinn hefði verið í fullum rétti miðað við það hvernig lögin voru túlkuð á sínum tíma. Sú túlkun hefur breyst eftir að Donald Trump tók aftur við embætti Bandaríkjaforseta en nú virðast stjórnvöld leggja meiri áherslu á að jafna hlut kvenna gagnvart trans konum en að jafna hlut þeirra gagnvart körlum. Hugtökin „kona“ og „karl“ eru ennfremur skilgreint þröngt, út frá líffræðilegu kyni við fæðingu. Menntamálaráðherrann Linda McMahon sagði í yfirlýsingu að samkomulagið væri „mikill sigur fyrir konur og stúlkur, ekki bara við Pennsylvaníu-háskóla heldur á landsvísu“. Hrósaði hún skólastjórnendum fyrir að „leiðrétta“ gamlar syndir gegn konum og stúlkum. Þess ber að geta að stjórnvöld greindu frá því í mars að skólinn yrði sviptur 175 milljón dala fjárframlagi til rannsókna. Ekki hefur verið greint frá því hvort framlagið verður greitt í kjölfar samkomulagsins. Það vakti gríðarmikla athygli og bæði fögnuð og fordæmingu þegar Thomas vann National Collegiate Athletic Association titil í kvennaflokki árið 2022, eftir að hafa áður keppt með karlaliði skólans. Athygli vekur að búið er að taka út þrjú met sem Thomas setti í kvennaflokki á heimasíðu Penn en greint er frá þeim í neðanmálsgrein, samkvæmt New York Times. Fréttastofa gat ekki komist inn á umrædda síðu þegar það var reynt. Bandaríkin Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Samkomulagið tengist niðurstöðum rannsóknar menntamálráðuneytisins, sem komst að þeirri niðurstöðu að háskólinn hefði brotið gegn lögum um jafnræði kynjanna þegar trans konunni Liu Thomas var heimilað að synda í keppnum fyrir hönd skólans. J. Larry Jameson, forseti Penn, ítrekaði í yfirlýsingu að háskólinn hefði verið í fullum rétti miðað við það hvernig lögin voru túlkuð á sínum tíma. Sú túlkun hefur breyst eftir að Donald Trump tók aftur við embætti Bandaríkjaforseta en nú virðast stjórnvöld leggja meiri áherslu á að jafna hlut kvenna gagnvart trans konum en að jafna hlut þeirra gagnvart körlum. Hugtökin „kona“ og „karl“ eru ennfremur skilgreint þröngt, út frá líffræðilegu kyni við fæðingu. Menntamálaráðherrann Linda McMahon sagði í yfirlýsingu að samkomulagið væri „mikill sigur fyrir konur og stúlkur, ekki bara við Pennsylvaníu-háskóla heldur á landsvísu“. Hrósaði hún skólastjórnendum fyrir að „leiðrétta“ gamlar syndir gegn konum og stúlkum. Þess ber að geta að stjórnvöld greindu frá því í mars að skólinn yrði sviptur 175 milljón dala fjárframlagi til rannsókna. Ekki hefur verið greint frá því hvort framlagið verður greitt í kjölfar samkomulagsins. Það vakti gríðarmikla athygli og bæði fögnuð og fordæmingu þegar Thomas vann National Collegiate Athletic Association titil í kvennaflokki árið 2022, eftir að hafa áður keppt með karlaliði skólans. Athygli vekur að búið er að taka út þrjú met sem Thomas setti í kvennaflokki á heimasíðu Penn en greint er frá þeim í neðanmálsgrein, samkvæmt New York Times. Fréttastofa gat ekki komist inn á umrædda síðu þegar það var reynt.
Bandaríkin Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira