Innlent

Börn í slags­málum, arð­bær bjórsala og dekurprinsessa

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld. Vísir

Aldrei hafa fleiri börn komið við sögu lögreglu vegna ofbeldis og í nýrri skýrslu segir að það sé að aukast meðal yngri barna. Yfir helmingur drengja í sjötta bekk hafa lent í slagsmálum en færri í tíunda bekk. Rætt verður við formann aðgerðarhóps um ofbeldi meðal barna.

Fordæmalaus hitabylgja gengur yfir Evrópu og hitamet falla hvert af öðru. Við sjáum myndir og ræðum við fagstjóra hjá Veðurstofunni sem segir ástandið mjög óvenjulegt á þessum tíma.

Þá tökum við á hitamáli, sem snýr að áfengissölu á íþróttaleikjum, en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur undanfarna daga fundað með forsvarsmönnum knattspyrnufélaga og hefur eitt félag hætt sölu á áfengi í bili. Við ræðum við fyrrverandi framkvæmastjóra íþróttafélags sem segir tekjur af bjórsölu í sumum tilvikum meiri en af miðasölu. Um stórt hagsmunamál sé því að ræða.

Við kíkjum auk þess á Alþingi þar sem þingmenn segjast hvergi nærri hættir að ræða veiðigjöld, kynnumst afrekshryssu sem er lýst sem dekurprinsessu og verðum í beinni útsendingu frá fréttastúdíói Ríkisútvarpsins - þar sem síðasti tíufréttatíminn verður fluttur í kvöld.

Þetta og margt fleira í opinni dagskrá á samtengdum rásum Sýnar, Vísis og Bylgjunnar klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×