Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. júlí 2025 20:05 Ásmundur Ernir og Hlökk en Ásmundur hefur séð um að þjálfa hana síðust ár og hefur náð feiknagóðum árangri með hryssuna á þeim mótum, sem þau hafa keppt á. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hryssan Hlökk er eitt allra efnilegasta hross, sem hefur komið fram hér á landi en hún og knapi hennar, Ásmundur Ernir Snorrason unnu öll helstu verðlaun á Íslandsmóti á Selfossi um helgina. „ Dekurprinsessa“, segir Ásmundur. Keflvíkingurinn Ásmundur Ernir og Hlökk, sem er frá Strandarhöfði í Ásahreppi og er í eigu þeirra Guðmundar Más Stefánssonar og Auðar Margrétar Möller, fóru á kostum á Íslandsmóti fullorðinna og ungmenna á Selfossi um helgina og sópuðu til sín öllum helstu verðlaununum. Fótaburður Hlakkar þykir einstakur en það fór þó illa í töltkeppninni því þá fór skeifa undan hryssunni og þau þurftu því að yfirgefa keppnisvöllinn. Sárt, en svona er þetta stundum, það eru ekki alltaf jólin. „Við urðum Íslandsmeistarar í fjórgang og samanlögðum greinum, sem er tekið út frá forkeppninni í fjórgang og töltgreinunum. Og svo varð ég Íslandsmeistari líka í samanlögðum greinum í fimmgangi,“ segir Ásmundur Ernir stoltur. „Þetta er náttúrulega ofboðslegur gæðingur með mikill hreyfingu og með þessum miklum hreyfingum er búið að taka svolítinn tíma í að byggja upp styrkinn í að geta klárað öll þessu verkefni, sem hún er búin að leysa svo vel núna í ár,“ segir Ásmundur Ernir. En er ekki ótrúlegt hvað hún lyftir hátt þegar hún töltir eða hvað? „Jú, það eru margir, sem halda bara að lappirnar séu að fara að slitna af henni en það er eitthvað alveg ótrúlegt hvað hún getur gert,“ segir Ásmundur. Verðlaunin inn í stofu heima hjá Ásmundi Erni og fjölskyldu, sem komu eftir keppnina á Hlökk á Íslandsmótinu á Selfossi um síðustu helgi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hann segir Hlökk mikinn ljúfling. „Ég er kannski búin að búa til svona of mikla „dekurprinsessu“, segir hann hlægjandi. Ekki er vitað á þessum tímapunkti hvort Hlökk keppir á heimsmeistaramót íslenska hestsins í Sviss í næsta mánuði, það mun skýrst á næstu dögum. Heimasætan á Litla Landi, Eva Hrönn, átta ára er mikil hestastelpa og fer stundum á bak á Hlökk. En hvernig hestur er Hlökk? „Hún er mjög hágeng og mjög góð hryssa,“ segir Eva. En hvor er betri á hestum, þú eða pabbi þinn? „Ég“, segir Eva og var fljót til svars. Eva Hrönn Ásmundsdóttir, 8 ára hestastelpa á Litla landi fær stundum að fara á bak á Hlökk en þær eru mjög góðar vinkonur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásahreppur Hestar Dýr Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Keflvíkingurinn Ásmundur Ernir og Hlökk, sem er frá Strandarhöfði í Ásahreppi og er í eigu þeirra Guðmundar Más Stefánssonar og Auðar Margrétar Möller, fóru á kostum á Íslandsmóti fullorðinna og ungmenna á Selfossi um helgina og sópuðu til sín öllum helstu verðlaununum. Fótaburður Hlakkar þykir einstakur en það fór þó illa í töltkeppninni því þá fór skeifa undan hryssunni og þau þurftu því að yfirgefa keppnisvöllinn. Sárt, en svona er þetta stundum, það eru ekki alltaf jólin. „Við urðum Íslandsmeistarar í fjórgang og samanlögðum greinum, sem er tekið út frá forkeppninni í fjórgang og töltgreinunum. Og svo varð ég Íslandsmeistari líka í samanlögðum greinum í fimmgangi,“ segir Ásmundur Ernir stoltur. „Þetta er náttúrulega ofboðslegur gæðingur með mikill hreyfingu og með þessum miklum hreyfingum er búið að taka svolítinn tíma í að byggja upp styrkinn í að geta klárað öll þessu verkefni, sem hún er búin að leysa svo vel núna í ár,“ segir Ásmundur Ernir. En er ekki ótrúlegt hvað hún lyftir hátt þegar hún töltir eða hvað? „Jú, það eru margir, sem halda bara að lappirnar séu að fara að slitna af henni en það er eitthvað alveg ótrúlegt hvað hún getur gert,“ segir Ásmundur. Verðlaunin inn í stofu heima hjá Ásmundi Erni og fjölskyldu, sem komu eftir keppnina á Hlökk á Íslandsmótinu á Selfossi um síðustu helgi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hann segir Hlökk mikinn ljúfling. „Ég er kannski búin að búa til svona of mikla „dekurprinsessu“, segir hann hlægjandi. Ekki er vitað á þessum tímapunkti hvort Hlökk keppir á heimsmeistaramót íslenska hestsins í Sviss í næsta mánuði, það mun skýrst á næstu dögum. Heimasætan á Litla Landi, Eva Hrönn, átta ára er mikil hestastelpa og fer stundum á bak á Hlökk. En hvernig hestur er Hlökk? „Hún er mjög hágeng og mjög góð hryssa,“ segir Eva. En hvor er betri á hestum, þú eða pabbi þinn? „Ég“, segir Eva og var fljót til svars. Eva Hrönn Ásmundsdóttir, 8 ára hestastelpa á Litla landi fær stundum að fara á bak á Hlökk en þær eru mjög góðar vinkonur.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ásahreppur Hestar Dýr Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira