Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar 1. júlí 2025 15:00 Það hefur sennilega ekki farið fram hjá neinum sem fylgist hafa með íþróttum að úrslitakeppni EM kvenna hefst miðvikudaginn 2. júlí. Ísland leikur fyrsta leikinn í mótinu gegn Finnum og hjá mörgum er spennan orðin ansi mikil. Upptakturinn fyrir mótið hefur verið frábær hjá íslenskum fjölmiðlum, sjónvarpsseríur, upphitunarþættir, hlaðvörp, bókaútgáfa og stanslausar auglýsingar sem tengjast EM hafa dunið á okkur á veraldarvefnum og víðar. Fyrir þetta vil ég þakka, þessi umfjöllun og athygli er ekki sjálfgefin. Það hefur komið glöggt fram í þáttunum Systraslagur, sem sýndir voru á RÚV, að leið knattspyrnu kvenna á Íslandi verið ströng þó hún sé ekki sérlega löng. Ástæða þess að ég sest við lyklaborðið er að hluta til það að A-landsliðið okkar er enn á ný að stíga á stóra sviðið í úrslitakeppni EM en einnig að það á að þakka þeim sem þakka ber. Allt frá upphafi hef ég fylgst mjög vel með leikjum kvennaboltanum. Ég tel mig þekkja ansi vel söguna sem lýst er í þáttum RÚV um Systraslag. Það er ekki hægt að gera allt og segja frá öllum en einn er sá aðili sem ég tel þó að hafi ekki fengið nægilega athygli og viðurkenningu sem hann á sannarlega skilda. Það er fyrrverandi formaður KSÍ, Eggert Magnússon. Á þeim árum sem knattspyrnukonur voru að berjast fyrir því að fá stærri sess innan félaganna og KSÍ var Eggert formaður knattspyrnudeildar Vals. Þegar hann tekur síðan við sem formaður KSÍ árið 1989, byrjaði hann á því að taka fjármál sambandsins í gegn og tóku þau stakkaskiptum undir hans stjórn. Smá saman færði hann áherslu og kastljós KSÍ meira og meira í átt að knattspyrnu kvenna. Sagði Eggert gjarnan í ræðu og riti að vaxtarbroddur í íslensku íþróttalífi væri knattspyrna kvenna. Undir hans stjórn komust málefni kvennalandsliðsins loksins í fastar skorður. Hann fékk vissulega mikið og gott aðhald í gegnum Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna (HKK) og á tíðum ansi öfluga gagnrýni á starfshætti innan knattspyrnusambandsins. Slíku tók Eggert jafnan með miklu jafnaðargeði enda taldi hann að deilur og ósætti væri hreyfiafl framfara. „Ef við tökumst ekki á þá hreyfumst við ekki úr stað,“ sagði hann gjarnan. Mig langar því, við upphaf úrslitakeppi EM 2025, að færa Eggerti Magnússyni, fyrrverandi formanni KSÍ kærar þakkir fyrir hans framlag til knattspyrnu kvenna á Íslandi. Það hefur verið vanmetið hingað til og verður sennilega áfram í sögulegu samhengi. Í mínum huga er það hins vegar ómetanlegt. Takk Eggert. Höfundur er fyrrverandi stjórnarkona í KSÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein KSÍ EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það hefur sennilega ekki farið fram hjá neinum sem fylgist hafa með íþróttum að úrslitakeppni EM kvenna hefst miðvikudaginn 2. júlí. Ísland leikur fyrsta leikinn í mótinu gegn Finnum og hjá mörgum er spennan orðin ansi mikil. Upptakturinn fyrir mótið hefur verið frábær hjá íslenskum fjölmiðlum, sjónvarpsseríur, upphitunarþættir, hlaðvörp, bókaútgáfa og stanslausar auglýsingar sem tengjast EM hafa dunið á okkur á veraldarvefnum og víðar. Fyrir þetta vil ég þakka, þessi umfjöllun og athygli er ekki sjálfgefin. Það hefur komið glöggt fram í þáttunum Systraslagur, sem sýndir voru á RÚV, að leið knattspyrnu kvenna á Íslandi verið ströng þó hún sé ekki sérlega löng. Ástæða þess að ég sest við lyklaborðið er að hluta til það að A-landsliðið okkar er enn á ný að stíga á stóra sviðið í úrslitakeppni EM en einnig að það á að þakka þeim sem þakka ber. Allt frá upphafi hef ég fylgst mjög vel með leikjum kvennaboltanum. Ég tel mig þekkja ansi vel söguna sem lýst er í þáttum RÚV um Systraslag. Það er ekki hægt að gera allt og segja frá öllum en einn er sá aðili sem ég tel þó að hafi ekki fengið nægilega athygli og viðurkenningu sem hann á sannarlega skilda. Það er fyrrverandi formaður KSÍ, Eggert Magnússon. Á þeim árum sem knattspyrnukonur voru að berjast fyrir því að fá stærri sess innan félaganna og KSÍ var Eggert formaður knattspyrnudeildar Vals. Þegar hann tekur síðan við sem formaður KSÍ árið 1989, byrjaði hann á því að taka fjármál sambandsins í gegn og tóku þau stakkaskiptum undir hans stjórn. Smá saman færði hann áherslu og kastljós KSÍ meira og meira í átt að knattspyrnu kvenna. Sagði Eggert gjarnan í ræðu og riti að vaxtarbroddur í íslensku íþróttalífi væri knattspyrna kvenna. Undir hans stjórn komust málefni kvennalandsliðsins loksins í fastar skorður. Hann fékk vissulega mikið og gott aðhald í gegnum Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna (HKK) og á tíðum ansi öfluga gagnrýni á starfshætti innan knattspyrnusambandsins. Slíku tók Eggert jafnan með miklu jafnaðargeði enda taldi hann að deilur og ósætti væri hreyfiafl framfara. „Ef við tökumst ekki á þá hreyfumst við ekki úr stað,“ sagði hann gjarnan. Mig langar því, við upphaf úrslitakeppi EM 2025, að færa Eggerti Magnússyni, fyrrverandi formanni KSÍ kærar þakkir fyrir hans framlag til knattspyrnu kvenna á Íslandi. Það hefur verið vanmetið hingað til og verður sennilega áfram í sögulegu samhengi. Í mínum huga er það hins vegar ómetanlegt. Takk Eggert. Höfundur er fyrrverandi stjórnarkona í KSÍ.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun