„Þetta er ekkert líf“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 30. júní 2025 19:32 Patrik Ingi Heiðarsson segir líf sitt vera í biðstöðu en hann hefur verið á Grensásdeild Landspítalans í tæpt ár. Vísir/Sigurjón Íslenskur karlmaður sem hlaut mænuskaða í mótorhjólaslysi í Frakklandi segir líf sitt vera í biðstöðu. Hann hefur verið fastur á endurhæfingardeild Landspítalans í tæpt ár. Hann fékk úthlutað íbúð í vor og borgar leigu af henni en getur ekki flutt inn í hana vegna skorts á þjónustu og tækjum. Í nóvember árið 2023 var Patrik Ingi Heiðarsson að prufukeyra nýtt mótorhjól í bænum Menton í Frakklandi þar sem hann bjó á þeim tíma. „Ég fer niður einhverja götu þarna í heimabænum sem ég bjó í og ég held að hjólið hafi fest í botni og svo lendi ég á kant á hringtorgi og flýg einhverja fleiri metra, kannski tuttugu þrjátíu, lendi á kyrrstæðum bíl og skoppa á honum svo á grindverk. Við það mænuskaddast ég.“ Patrik er lamaður fyrir neðan brjóst. Þá skaddaðist önnur hönd hans mikið. Í september á síðasta ári kom hann aftur til Íslands. Frá þeim tíma hefur hann dvalið á Grensásdeild Landspítalans. Hann sótti strax um að fá úthlutað íbúð sem hentaði þörfum hans og hann gæti fengið aðstoð. „Skipta á legusárinu daglega. Klósett- og sturtuferðir og í stól og í föt. Ég næ ekki að klæða mig í buxur eða skó sjálfur.“ Í maí síðastliðnum fékk hann svo íbúð úthlutað í Hátúni í Reykjavík. Hann byrjaði strax að borga leigu en nú einum og hálfum mánuði síðar hefur hann enn ekki getað flutt inn í hana. Hann segir að starfsfólk heimaþjónustu Reykjavíkurborgar hafi til að byrja með sagt hjálpartæki vanta í íbúðina. Nú séu tækin flest komin. Þrátt fyrir það sé algjörlega óvíst hvenær hann geti flutt inn. „Þau eru nú komin. Það er kominn baðstóll og svo er á ég að fá lyftuna í dag eða á morgun en þau bera fyrir sig að þau kunni ekki á þessa lyftu eða að þau hafi ekki mannskap í það að sinna mér og sérstaklega ekki um helgar.“ Líf hans sé biðstöðu en hann þráir að geta flutt í íbúðina. „Þetta er ekkert líf. Ég er búinn að vera hérna í næstum því ár núna. Þannig að þetta er svolítið þungt á alla held ég.“ Erfitt sé fyrir börnin hans að heimsækja hann á spítalann en hann á þrjú börn af fyrri samböndum. Hann segir starfsfólk spítalans hafa reynst sér vel. Hann viti hins vegar að margir bíði eftir plássi á spítalanum og því sé heppilegast fyrir alla að það fari að leysast úr hans málum. „Það væri bara best held ég fyrir alla að ég gæti bara farið heim til mín í rauninni. Byrjað að lifa bara mínu lífi sjálfstætt. Fengið fólk í heimsókn, eldað saman, fengið okkur bjór heima eða eitthvað svoleiðis. Bara lifa aðeins lífinu eins og allir eiga rétt á." Heilbrigðismál Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Sjá meira
Í nóvember árið 2023 var Patrik Ingi Heiðarsson að prufukeyra nýtt mótorhjól í bænum Menton í Frakklandi þar sem hann bjó á þeim tíma. „Ég fer niður einhverja götu þarna í heimabænum sem ég bjó í og ég held að hjólið hafi fest í botni og svo lendi ég á kant á hringtorgi og flýg einhverja fleiri metra, kannski tuttugu þrjátíu, lendi á kyrrstæðum bíl og skoppa á honum svo á grindverk. Við það mænuskaddast ég.“ Patrik er lamaður fyrir neðan brjóst. Þá skaddaðist önnur hönd hans mikið. Í september á síðasta ári kom hann aftur til Íslands. Frá þeim tíma hefur hann dvalið á Grensásdeild Landspítalans. Hann sótti strax um að fá úthlutað íbúð sem hentaði þörfum hans og hann gæti fengið aðstoð. „Skipta á legusárinu daglega. Klósett- og sturtuferðir og í stól og í föt. Ég næ ekki að klæða mig í buxur eða skó sjálfur.“ Í maí síðastliðnum fékk hann svo íbúð úthlutað í Hátúni í Reykjavík. Hann byrjaði strax að borga leigu en nú einum og hálfum mánuði síðar hefur hann enn ekki getað flutt inn í hana. Hann segir að starfsfólk heimaþjónustu Reykjavíkurborgar hafi til að byrja með sagt hjálpartæki vanta í íbúðina. Nú séu tækin flest komin. Þrátt fyrir það sé algjörlega óvíst hvenær hann geti flutt inn. „Þau eru nú komin. Það er kominn baðstóll og svo er á ég að fá lyftuna í dag eða á morgun en þau bera fyrir sig að þau kunni ekki á þessa lyftu eða að þau hafi ekki mannskap í það að sinna mér og sérstaklega ekki um helgar.“ Líf hans sé biðstöðu en hann þráir að geta flutt í íbúðina. „Þetta er ekkert líf. Ég er búinn að vera hérna í næstum því ár núna. Þannig að þetta er svolítið þungt á alla held ég.“ Erfitt sé fyrir börnin hans að heimsækja hann á spítalann en hann á þrjú börn af fyrri samböndum. Hann segir starfsfólk spítalans hafa reynst sér vel. Hann viti hins vegar að margir bíði eftir plássi á spítalanum og því sé heppilegast fyrir alla að það fari að leysast úr hans málum. „Það væri bara best held ég fyrir alla að ég gæti bara farið heim til mín í rauninni. Byrjað að lifa bara mínu lífi sjálfstætt. Fengið fólk í heimsókn, eldað saman, fengið okkur bjór heima eða eitthvað svoleiðis. Bara lifa aðeins lífinu eins og allir eiga rétt á."
Heilbrigðismál Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Sjá meira