Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Kjartan Kjartansson skrifar 30. júní 2025 08:44 Aleqa Hammond á kjörstað í dönsku þingkosningunum árið 2019. Vísir/EPA Aleqa Hammond var óvænt kjörin formaður Siamut-flokksins á Grænlandi á aukaaðalfundi um helgina. Hún sagði af sér sem formaður landsstjórnarinnar og var rekin úr flokknum eftir að hún viðurkenndi að hafa dregið sér opinbert fé fyrir áratug. Boðað var til formannskjörs í Siamut, sem á sæti í grænlensku landsstjórninni, eftir að Erik Jensen sem leiddi flokkinn í kosningum í mars ákvað að stíga til hliðar. Flokkurinn fékk sína verstu útreið í sögunni í kosningunum. Hammond bar sigurorð af Vivian Motzfeldt, utanríkisráðherra Grænlands og starfandi formanni Siamut, í formannskjörinu, að því er kemur fram í frétt danska ríkisútvarpsins. Eftir sigurinn sagðist Hammond ekki hafa nein áform um að hrófla við samsteypustjórninni eða að Siamut hætti þátttöku í henni. Flokkurinn þyrfti hins vegar sífellt að meta það hvort að samstarfið þjónaði hagsmunum hans og stefnumálum hans. Hammond er sögð einarðari stuðningskona sjálfstæðis Grænlands en forverar hennar. Rekin úr flokknum eftir annað fjárdráttarmál Hammond var fyrst kjörin formaður Siamut eftir að flokkurinn missti sæti sitt í landsstjórninni eftir kosningar árið 2009. Undir stjórn hennar komst flokkurinn aftur á sigurbraut fjórum árum síðar og varð hún fyrsta konan til að gegna embætti formanns landsstjórnarinnar á Grænlandi. Það sama ár, 2013, var hins vegar upplýst að Hammond hefði notað opinbert fé til þess að greiða fyrir eigin ferðalög, drykki og veitingahúsaferðir. Hún sagði af sér sem formaður landsstjórnarinnar árið 2014 og leiðtogi flokksins sömuleiðis. Hneykslismálum Hammond var ekki þar með lokið. Hún náði kjöri til danska þingsins árið 2015 en eftir að í ljós kom að hún hefði misnotað greiðslukort frá þinginu var hún rekin úr Siamut ári síðar. Árið 2018 bauð Hammond sig fram fyrir Nunatta Qitornai, klofningsflokk úr Siamut, í grænlensku kosningunum en án árangurs. Eftir það tók Siamut aftur við henni. Grænland Kosningar á Grænlandi Efnahagsbrot Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Sjá meira
Boðað var til formannskjörs í Siamut, sem á sæti í grænlensku landsstjórninni, eftir að Erik Jensen sem leiddi flokkinn í kosningum í mars ákvað að stíga til hliðar. Flokkurinn fékk sína verstu útreið í sögunni í kosningunum. Hammond bar sigurorð af Vivian Motzfeldt, utanríkisráðherra Grænlands og starfandi formanni Siamut, í formannskjörinu, að því er kemur fram í frétt danska ríkisútvarpsins. Eftir sigurinn sagðist Hammond ekki hafa nein áform um að hrófla við samsteypustjórninni eða að Siamut hætti þátttöku í henni. Flokkurinn þyrfti hins vegar sífellt að meta það hvort að samstarfið þjónaði hagsmunum hans og stefnumálum hans. Hammond er sögð einarðari stuðningskona sjálfstæðis Grænlands en forverar hennar. Rekin úr flokknum eftir annað fjárdráttarmál Hammond var fyrst kjörin formaður Siamut eftir að flokkurinn missti sæti sitt í landsstjórninni eftir kosningar árið 2009. Undir stjórn hennar komst flokkurinn aftur á sigurbraut fjórum árum síðar og varð hún fyrsta konan til að gegna embætti formanns landsstjórnarinnar á Grænlandi. Það sama ár, 2013, var hins vegar upplýst að Hammond hefði notað opinbert fé til þess að greiða fyrir eigin ferðalög, drykki og veitingahúsaferðir. Hún sagði af sér sem formaður landsstjórnarinnar árið 2014 og leiðtogi flokksins sömuleiðis. Hneykslismálum Hammond var ekki þar með lokið. Hún náði kjöri til danska þingsins árið 2015 en eftir að í ljós kom að hún hefði misnotað greiðslukort frá þinginu var hún rekin úr Siamut ári síðar. Árið 2018 bauð Hammond sig fram fyrir Nunatta Qitornai, klofningsflokk úr Siamut, í grænlensku kosningunum en án árangurs. Eftir það tók Siamut aftur við henni.
Grænland Kosningar á Grænlandi Efnahagsbrot Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Sjá meira