Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 27. júní 2025 13:43 Af verksmiðju Flügger í Póllandi. Flügger Forstjóri og fjármálastjóri dönsku málningarsamsteypunnar Flügger hafa verið ákærðir fyrir aðild að brotum á viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi. Gerð var húsleit á heimilum þeirra sem og á skrifstofum samsteypunnar. Forstjóri og fjármálastjóri dönsku málningarsamsteypunnar Flügger hafa verið ákærðir fyrir aðild að brotum á viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi. Gerð var húsleit á heimilum þeirra sem og á skrifstofum samsteypunnar. Greint var frá því í gær að tveir hefðu verið handteknir í tengslum við málið sem hefur vakið nokkra eftirtekt í Danmörku síðan danska ríkisútvarpið greindi frá því í gær. Þar að auki hefur samsteypan sjálf verið ákærð. Látnir lausir eftir yfirheyrslur Danska rannsóknarstofnunin NSK (National enhed for særlig kriminalitet) sinnir auðgunarglæpum og skipulagðri glæðastarfsemi framkvæmdi húsleitirnar. Samsteypan staðfesti húsleitirnar og handtökurnar en hefur ekki viljað tjá sig frekar og viðskiptastjóri félagsins á Íslandi hefur ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu. Umfjöllun DR hverfðist um það að ljóst væri af samfélagsmiðlum að enn væri hægt að kaupa málningu frá Flugger víða í Rússlandi, þrátt fyrir að fyrirtækip hafi verið háð viðskiptaþvingunum Evrópusambandsins á hendur Rússlandi í næstum þrjú ár. Síðdegis í gær staðfesti fyrirtækið í yfirlýsingu til dönsku kauphallarinnar að fyrirtækið væri til rannsóknar. „Við höfum yfirgefið Rússland og stefna okkar er mjög skýr að við viljum ekkert hafa með þann markað að gera. Þetta hefur einnig verið skýrt tilkynnt samstarfsaðilum okkar,“ sagði í yfirlýsingunni. Heimsótti Rússann árið 2023 Rússneski kaupsýslumaðurinn Aleksej Popov hefur lengi verið dreifingaraðili og forsvarsmaður Fluggermálningar í Rússlandi. Samkvæmt fyrirtækinu var samningi við Popov rift árið 2022 sem skýtur skökku við í ljósi þess að Sune Schnack forstjóri Flugger fór í heimsókn til Popovs í Kasakstan árið 2023 eins og sést á myndbirtingum á samfélagsmiðlareikningi Flugger í Kasakstan. Popov heldur áfram að gefa sig út fyrir að vera talsmaður Flugger í Rússlandi og myndir sem danska ríkisútvarpið hefur undir höndum sýna fram á að umtalsvert magn af vörum fyrirtækisins eru enn til sölu þvert yfir Rússland. Popov er einnig talsmaður málningarinnar í Eistlandi, Aserbaídsjan, Kirgistan og Kasakstan. Hann er grunaður um að útvega Rússum málningu ólöglega í gegnum tengiliða sína í áðurnefndum löndum. Danska ríkisútvarpið greinir jafnframt frá því að eftirtektarverð aukning í innflutning Fluggermálningu til Kasakstan varð árið 2023. Raunar var ekki ein einasta málningarfata seld í Kasakstan á árunum 2015 til 2023. „Það lítur út fyrir að það sé kannski ekki svo mikil starfsemi í Kasakstan. Þetta lítur þó gríðarlega grunsamlega út,“ hefur ríkisútvarpið danska eftir Jakob Tolstrup lektor sem er sérfræðingur í málefnum Rússlands og fyrrum Sovétríkjanna. Danmörk Rússland Evrópusambandið Viðskiptaþvinganir Mest lesið Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Forstjóri og fjármálastjóri dönsku málningarsamsteypunnar Flügger hafa verið ákærðir fyrir aðild að brotum á viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi. Gerð var húsleit á heimilum þeirra sem og á skrifstofum samsteypunnar. Greint var frá því í gær að tveir hefðu verið handteknir í tengslum við málið sem hefur vakið nokkra eftirtekt í Danmörku síðan danska ríkisútvarpið greindi frá því í gær. Þar að auki hefur samsteypan sjálf verið ákærð. Látnir lausir eftir yfirheyrslur Danska rannsóknarstofnunin NSK (National enhed for særlig kriminalitet) sinnir auðgunarglæpum og skipulagðri glæðastarfsemi framkvæmdi húsleitirnar. Samsteypan staðfesti húsleitirnar og handtökurnar en hefur ekki viljað tjá sig frekar og viðskiptastjóri félagsins á Íslandi hefur ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu. Umfjöllun DR hverfðist um það að ljóst væri af samfélagsmiðlum að enn væri hægt að kaupa málningu frá Flugger víða í Rússlandi, þrátt fyrir að fyrirtækip hafi verið háð viðskiptaþvingunum Evrópusambandsins á hendur Rússlandi í næstum þrjú ár. Síðdegis í gær staðfesti fyrirtækið í yfirlýsingu til dönsku kauphallarinnar að fyrirtækið væri til rannsóknar. „Við höfum yfirgefið Rússland og stefna okkar er mjög skýr að við viljum ekkert hafa með þann markað að gera. Þetta hefur einnig verið skýrt tilkynnt samstarfsaðilum okkar,“ sagði í yfirlýsingunni. Heimsótti Rússann árið 2023 Rússneski kaupsýslumaðurinn Aleksej Popov hefur lengi verið dreifingaraðili og forsvarsmaður Fluggermálningar í Rússlandi. Samkvæmt fyrirtækinu var samningi við Popov rift árið 2022 sem skýtur skökku við í ljósi þess að Sune Schnack forstjóri Flugger fór í heimsókn til Popovs í Kasakstan árið 2023 eins og sést á myndbirtingum á samfélagsmiðlareikningi Flugger í Kasakstan. Popov heldur áfram að gefa sig út fyrir að vera talsmaður Flugger í Rússlandi og myndir sem danska ríkisútvarpið hefur undir höndum sýna fram á að umtalsvert magn af vörum fyrirtækisins eru enn til sölu þvert yfir Rússland. Popov er einnig talsmaður málningarinnar í Eistlandi, Aserbaídsjan, Kirgistan og Kasakstan. Hann er grunaður um að útvega Rússum málningu ólöglega í gegnum tengiliða sína í áðurnefndum löndum. Danska ríkisútvarpið greinir jafnframt frá því að eftirtektarverð aukning í innflutning Fluggermálningu til Kasakstan varð árið 2023. Raunar var ekki ein einasta málningarfata seld í Kasakstan á árunum 2015 til 2023. „Það lítur út fyrir að það sé kannski ekki svo mikil starfsemi í Kasakstan. Þetta lítur þó gríðarlega grunsamlega út,“ hefur ríkisútvarpið danska eftir Jakob Tolstrup lektor sem er sérfræðingur í málefnum Rússlands og fyrrum Sovétríkjanna.
Danmörk Rússland Evrópusambandið Viðskiptaþvinganir Mest lesið Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent