Vægar viðreynslur en engir pervertar Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 27. júní 2025 14:39 Björk starfaði í fjölmiðlum í um tuttugu ár. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Björk Eiðsdóttir, fyrrverandi ritstjóri og upplýsingafulltrúi, ákvað að segja skilið við fjölmiðlana eftir tuttugu ár og snúa sér aftur til fyrri starfa sem flugfreyja hjá Icelandair. Hún segir gott að geta slökkt á símanum og þurfa ekki að vera alltaf tengd umheiminum. „Ég er með ákveðið comeback. Ég var í þessu í gamla daga. Nú er ég búin að vera í fjölmiðlum í tuttugu ár og langaði að taka mér smá pásu frá því. Í staðinn fyrir að vera með símann on allan sólarhringinn og að fara í vinnu þar sem ég þarf að slökkva á símanum. Það er bara gott frelsi. Maður klæðir sig bara í og úr júniforminu og þá er bara vinnan hengd upp,“ segir Björk í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Björk mundaði pennann á Fréttablaðinu, Glamour, Vikunni, Séð & heyrt og MAN-Magasíni svo eitthvað sé nefnt. Eftir gjaldþrot Fréttablaðsins hóf hún störf fyrir Björgólf Thor Björgólfsson fjárfesti. Hún var honum meðal annars innan handar á dögunum þegar hann sendi frá sér yfirlýsingu eftir umfjöllun Kveiks um njósnir fyrir rúmum áratug. Í Bítinu var farið um víðan völl, en með Björk var Jakob Birgisson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra og skemmtikraftur. Hann viðurkennir að hann öfundi fólk sem má mæta í vinnuna í einkennisbúningi. „Það er eitthvað við þetta sem er bara geggjað. Það er líka þessir búningar hjá Icelandair. Það er einhver klassík í þessu. Mér líður alltaf vel í þessum Icelandair vélum og þú veist að hverju þú gengur,“ segir hann. Ekki lent í flugdólg Talið berst að framkomu Íslendinga um borð og segir Björk flesta vera til fyrirmyndar. Enn sem komið er hefur hún ekki lent í neinum flugdólgum. „Þeir eru bara dásamlegir,“ segir Björk. Jakob spyr þá, hálfkíminn, hvort hún hafi lent í einhverjum pervertum. „Nei, ekki alvöru pervertum. Bara vægum viðreynslum, það er alltaf smá gaman að því,“ segir hún með bros á vör. „Það er eitthvað við það að eldast. Maður verður bara þakklátari með hverju árinu. Þegar ég var 25 ára fannst mér þetta ekki jafn skemmtilegt – en núna nýt ég þess miklu meira og ræð betur við allt. Maður segir fólki bara að setjast niður.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Bítið Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Borið gæfu til að gera drastískar breytingar á högum sínum Björk Eiðsdóttir, ævintýrakona og upplýsingafulltrúi Björgólfs Thor Björgólfssonar og fyrrverandi ritstjóri helgarblaðs Fréttablaðsins, segist hafa borið gæfa til að gera drastískar breytingar á högum sínum. Hún fagnar stórafmæli á árinu og ætlar á fimmtíu fjöll í tilefni af öllum árunum. 1. apríl 2024 07:00 Björk Eiðsdóttir vinnur fyrir Björgólf Thor Björk Eiðsdóttir, blaðamaður og fyrrverandi ritstjóri helgarblaðs Fréttablaðsins, hefur ráðið sig til starfa hjá Björgólfi Thor Björgólfssyni, viðskiptamanni. 23. júní 2023 22:59 Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Skilar ánægðara starfsfólki Menning Hundar í sokkabuxum Harmageddon Omam gerir góðverk Lífið Tónlistarmyndband ársins Bíó og sjónvarp Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Spáir Jóhanni Óskarsverðlaunum Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
„Ég er með ákveðið comeback. Ég var í þessu í gamla daga. Nú er ég búin að vera í fjölmiðlum í tuttugu ár og langaði að taka mér smá pásu frá því. Í staðinn fyrir að vera með símann on allan sólarhringinn og að fara í vinnu þar sem ég þarf að slökkva á símanum. Það er bara gott frelsi. Maður klæðir sig bara í og úr júniforminu og þá er bara vinnan hengd upp,“ segir Björk í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Björk mundaði pennann á Fréttablaðinu, Glamour, Vikunni, Séð & heyrt og MAN-Magasíni svo eitthvað sé nefnt. Eftir gjaldþrot Fréttablaðsins hóf hún störf fyrir Björgólf Thor Björgólfsson fjárfesti. Hún var honum meðal annars innan handar á dögunum þegar hann sendi frá sér yfirlýsingu eftir umfjöllun Kveiks um njósnir fyrir rúmum áratug. Í Bítinu var farið um víðan völl, en með Björk var Jakob Birgisson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra og skemmtikraftur. Hann viðurkennir að hann öfundi fólk sem má mæta í vinnuna í einkennisbúningi. „Það er eitthvað við þetta sem er bara geggjað. Það er líka þessir búningar hjá Icelandair. Það er einhver klassík í þessu. Mér líður alltaf vel í þessum Icelandair vélum og þú veist að hverju þú gengur,“ segir hann. Ekki lent í flugdólg Talið berst að framkomu Íslendinga um borð og segir Björk flesta vera til fyrirmyndar. Enn sem komið er hefur hún ekki lent í neinum flugdólgum. „Þeir eru bara dásamlegir,“ segir Björk. Jakob spyr þá, hálfkíminn, hvort hún hafi lent í einhverjum pervertum. „Nei, ekki alvöru pervertum. Bara vægum viðreynslum, það er alltaf smá gaman að því,“ segir hún með bros á vör. „Það er eitthvað við það að eldast. Maður verður bara þakklátari með hverju árinu. Þegar ég var 25 ára fannst mér þetta ekki jafn skemmtilegt – en núna nýt ég þess miklu meira og ræð betur við allt. Maður segir fólki bara að setjast niður.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan:
Bítið Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Borið gæfu til að gera drastískar breytingar á högum sínum Björk Eiðsdóttir, ævintýrakona og upplýsingafulltrúi Björgólfs Thor Björgólfssonar og fyrrverandi ritstjóri helgarblaðs Fréttablaðsins, segist hafa borið gæfa til að gera drastískar breytingar á högum sínum. Hún fagnar stórafmæli á árinu og ætlar á fimmtíu fjöll í tilefni af öllum árunum. 1. apríl 2024 07:00 Björk Eiðsdóttir vinnur fyrir Björgólf Thor Björk Eiðsdóttir, blaðamaður og fyrrverandi ritstjóri helgarblaðs Fréttablaðsins, hefur ráðið sig til starfa hjá Björgólfi Thor Björgólfssyni, viðskiptamanni. 23. júní 2023 22:59 Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Skilar ánægðara starfsfólki Menning Hundar í sokkabuxum Harmageddon Omam gerir góðverk Lífið Tónlistarmyndband ársins Bíó og sjónvarp Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Spáir Jóhanni Óskarsverðlaunum Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Borið gæfu til að gera drastískar breytingar á högum sínum Björk Eiðsdóttir, ævintýrakona og upplýsingafulltrúi Björgólfs Thor Björgólfssonar og fyrrverandi ritstjóri helgarblaðs Fréttablaðsins, segist hafa borið gæfa til að gera drastískar breytingar á högum sínum. Hún fagnar stórafmæli á árinu og ætlar á fimmtíu fjöll í tilefni af öllum árunum. 1. apríl 2024 07:00
Björk Eiðsdóttir vinnur fyrir Björgólf Thor Björk Eiðsdóttir, blaðamaður og fyrrverandi ritstjóri helgarblaðs Fréttablaðsins, hefur ráðið sig til starfa hjá Björgólfi Thor Björgólfssyni, viðskiptamanni. 23. júní 2023 22:59
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“