Í vörn gegn sjálfum sér? Ólafur Stephensen skrifar 26. júní 2025 14:32 Innlendar kjötafurðastöðvar og tengd fyrirtæki hrepptu vel rúmlega meirihluta heimilda til að flytja inn tollfrjálst nauta-, svína- og alifuglakjöt frá ríkjum Evrópusambandsins, samkvæmt niðurstöðum tollkvótaútboðs sem atvinnuvegaráðuneytið birti fyrr í vikunni. Tollkvótinn fyrir þessar kjöttegundir, samkvæmt tvíhliða samningi Íslands og ESB, er samtals 1.226 tonn á seinni helmingi ársins. Fengu afurðastöðvar og tengd fyrirtæki úthlutað tæplega 745 tonna kvóta, eða 60,8%. Afurðastöðvarnar hafa bætt duglega við sig á fimm árum, en árið 2021 komu 28,73% tollkvóta fyrir þessar kjöttegundir frá ESB í hlut þeirra. Kaupfélagið drjúgt í kindakjötsinnflutningi Um fjögur fyrirtæki er að ræða. Háihólmi ehf. er að nafninu til í eigu innkaupastjóra Esju-Gæðafæðis, dótturfélags Kaupfélags Skagfirðinga. LL42 er systurfélag Stjörnugríss. Mata er systurfélag Matfugls og Síldar og fisks (Ali). Eingöngu Sláturfélag Suðurlands býður í tollkvóta í eigin nafni. Í töflunni hér að neðan sést hversu mikinn tollkvóta hvert fyrirtæki fékk í útboðinu og hvað þau fengu mikið samtals. Útboð á tollkvótanum virkar þannig að fyrirtækin, sem hæst bjóða í kvótann, fá mest af honum. Útboðsgjaldið, þ.e. það sem fyrirtækin bjóða í kvótann, leggst svo við kostnaðarverð vörunnar. Í þessu útboði fengu afurðastöðvarnar rétt tæpan helming tollkvótans fyrir nautakjöt, næstum því allan svínakjötskvótann og tæpan helming, eða 46%, af samanlögðum tollkvóta fyrir alifuglakjöt. Í öllum tilvikum er um talsverða aukningu að ræða frá síðasta tollkvótaútboði, sem gilti fyrir fyrri helming ársins. Atvinnuvegaráðuneytið hefur einnig birt niðurstöður útboðs á tollkvóta samkvæmt samningnum um Alþjóðaviðskiptastofnunina (WTO). Þar vekur athygli að Háihólmi, fyrirtækið sem tengist Kaupfélagi Skagfirðinga, fær yfir 40% af 95 tonna nautakjötskvóta, tæpan fjórðung af 64 tonna svínakjötskvóta og rúman fjórðung, eða tæplega 93 tonn, af 345 tonna kvóta til að flytja inn kinda- og geitakjöt. Hlutdeild afurðastöðvanna tvöfaldast á fimm árum Ef horft er á árið 2025 í heild, er hlutdeild afurðastöðvanna í ESB-tollkvótanum 55,4%, eða tæplega 1.360 tonn af 2.452 tonna kvóta. Myndin að neðan sýnir hvernig hlutdeild innlendra afurðastöðva í ESB-tollkvótanum hefur þróazt frá 2021. Hún hefur á þeim tíma nærri tvöfaldazt. Þarf samkeppnisundanþágu til að verjast eigin innflutningi? Þegar Alþingi breytti búvörulögum í fyrravor var ein aðalröksemdin fyrir lagabreytingunni sú að afurðastöðvarnar þyrftu að geta varizt samkeppni frá kjötinnflutningi. Meirihluti atvinnuveganefndar, sem lagði fram hið gjörbreytta frumvarp sem veitti afurðastöðvunum miklu víðtækari undanþágur frá samkeppnislögum en lagt hafði verið upp með, vísaði í nefndaráliti sérstaklega til tollasamningsins við ESB, sem hefði leitt til aukins innflutnings á kjötvörum og væri eitt af því sem skapað hefði erfiða stöðu greinarinnar. Þegar þáverandi formaður atvinnuveganefndar, Þórarinn Ingi Pétursson, mælti fyrir nefndarálitinu, sagði hann: „Það hefur verið bent á það í þeim umsögnum sem ég minntist hér á áðan að svona samþjöppun, samruni og samstarf geti haft neikvæð áhrif á samkeppni og það gæti ég alveg tekið undir ef staðan væri sú að við værum ekki hér í massífum innflutningi á landbúnaðarafurðum sem innlendar landbúnaðarafurðir eru að keppa við.“ Við sama tón kvað hjá Trausta Hjálmarssyni, formanni Bændasamtaka Íslands, þegar hann var spurður í viðtali hvort lagasetningin, sem heimilar afurðastöðvum að sameinast án atbeina Samkeppniseftirlitsins, gæti ekki leitt til einokunar. „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá,“ svaraði formaður Bændasamtakanna. Í ljósi talnanna hér að ofan eru þessar röksemdir auðvitað fáránlegar og hlægilegar. Afurðastöðvarnar eru sjálfar í hópi umsvifamestu kjötinnflytjenda landsins. Þurfa þær undanþágu frá samkeppnislögum til að geta varizt innflutningnum sem þær standa sjálfar í? Ógnar tollasamningurinn við ESB stöðu afurðastöðvanna þegar þær kaupa sjálfar meirihluta tollkvótans, sem samningurinn kveður á um, ár eftir ár? Svona vitleysu er ekki hægt að skálda. Afurðastöðvarnar hafa þvert á móti spilað á kerfi útboðs á tollkvóta, boðið hátt í kvótana til að sölsa þá undir sig, hækka verðið á innflutningi og hindra þannig samkeppni við sjálfar sig. Undanþágurnar verður að afnema Niðurstaða tollkvótaútboðsins er enn ein áminningin um hversu brýnt það er að Alþingi samþykki frumvarp atvinnuvegaráðherra um að afnema lagasetninguna frá í fyrra og þær alltof víðtæku undanþágur frá samkeppnislögum, sem hún veitti. Stjórnarandstaðan er í miklum ham gegn því máli og opinberar sig sem einarða gæzlumenn sérhagsmuna, á sama tíma og fyrirtæki í verzlun, Neytendasamtökin og launþegahreyfingin knýja á um afnám undanþáganna. Ábyrgð stjórnarmeirihlutans er mikil, að gefa samþykkt þess máls ekki eftir í samningum um þinglok. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Matvælaframleiðsla Verslun Atvinnurekendur Búvörusamningar Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Innlendar kjötafurðastöðvar og tengd fyrirtæki hrepptu vel rúmlega meirihluta heimilda til að flytja inn tollfrjálst nauta-, svína- og alifuglakjöt frá ríkjum Evrópusambandsins, samkvæmt niðurstöðum tollkvótaútboðs sem atvinnuvegaráðuneytið birti fyrr í vikunni. Tollkvótinn fyrir þessar kjöttegundir, samkvæmt tvíhliða samningi Íslands og ESB, er samtals 1.226 tonn á seinni helmingi ársins. Fengu afurðastöðvar og tengd fyrirtæki úthlutað tæplega 745 tonna kvóta, eða 60,8%. Afurðastöðvarnar hafa bætt duglega við sig á fimm árum, en árið 2021 komu 28,73% tollkvóta fyrir þessar kjöttegundir frá ESB í hlut þeirra. Kaupfélagið drjúgt í kindakjötsinnflutningi Um fjögur fyrirtæki er að ræða. Háihólmi ehf. er að nafninu til í eigu innkaupastjóra Esju-Gæðafæðis, dótturfélags Kaupfélags Skagfirðinga. LL42 er systurfélag Stjörnugríss. Mata er systurfélag Matfugls og Síldar og fisks (Ali). Eingöngu Sláturfélag Suðurlands býður í tollkvóta í eigin nafni. Í töflunni hér að neðan sést hversu mikinn tollkvóta hvert fyrirtæki fékk í útboðinu og hvað þau fengu mikið samtals. Útboð á tollkvótanum virkar þannig að fyrirtækin, sem hæst bjóða í kvótann, fá mest af honum. Útboðsgjaldið, þ.e. það sem fyrirtækin bjóða í kvótann, leggst svo við kostnaðarverð vörunnar. Í þessu útboði fengu afurðastöðvarnar rétt tæpan helming tollkvótans fyrir nautakjöt, næstum því allan svínakjötskvótann og tæpan helming, eða 46%, af samanlögðum tollkvóta fyrir alifuglakjöt. Í öllum tilvikum er um talsverða aukningu að ræða frá síðasta tollkvótaútboði, sem gilti fyrir fyrri helming ársins. Atvinnuvegaráðuneytið hefur einnig birt niðurstöður útboðs á tollkvóta samkvæmt samningnum um Alþjóðaviðskiptastofnunina (WTO). Þar vekur athygli að Háihólmi, fyrirtækið sem tengist Kaupfélagi Skagfirðinga, fær yfir 40% af 95 tonna nautakjötskvóta, tæpan fjórðung af 64 tonna svínakjötskvóta og rúman fjórðung, eða tæplega 93 tonn, af 345 tonna kvóta til að flytja inn kinda- og geitakjöt. Hlutdeild afurðastöðvanna tvöfaldast á fimm árum Ef horft er á árið 2025 í heild, er hlutdeild afurðastöðvanna í ESB-tollkvótanum 55,4%, eða tæplega 1.360 tonn af 2.452 tonna kvóta. Myndin að neðan sýnir hvernig hlutdeild innlendra afurðastöðva í ESB-tollkvótanum hefur þróazt frá 2021. Hún hefur á þeim tíma nærri tvöfaldazt. Þarf samkeppnisundanþágu til að verjast eigin innflutningi? Þegar Alþingi breytti búvörulögum í fyrravor var ein aðalröksemdin fyrir lagabreytingunni sú að afurðastöðvarnar þyrftu að geta varizt samkeppni frá kjötinnflutningi. Meirihluti atvinnuveganefndar, sem lagði fram hið gjörbreytta frumvarp sem veitti afurðastöðvunum miklu víðtækari undanþágur frá samkeppnislögum en lagt hafði verið upp með, vísaði í nefndaráliti sérstaklega til tollasamningsins við ESB, sem hefði leitt til aukins innflutnings á kjötvörum og væri eitt af því sem skapað hefði erfiða stöðu greinarinnar. Þegar þáverandi formaður atvinnuveganefndar, Þórarinn Ingi Pétursson, mælti fyrir nefndarálitinu, sagði hann: „Það hefur verið bent á það í þeim umsögnum sem ég minntist hér á áðan að svona samþjöppun, samruni og samstarf geti haft neikvæð áhrif á samkeppni og það gæti ég alveg tekið undir ef staðan væri sú að við værum ekki hér í massífum innflutningi á landbúnaðarafurðum sem innlendar landbúnaðarafurðir eru að keppa við.“ Við sama tón kvað hjá Trausta Hjálmarssyni, formanni Bændasamtaka Íslands, þegar hann var spurður í viðtali hvort lagasetningin, sem heimilar afurðastöðvum að sameinast án atbeina Samkeppniseftirlitsins, gæti ekki leitt til einokunar. „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá,“ svaraði formaður Bændasamtakanna. Í ljósi talnanna hér að ofan eru þessar röksemdir auðvitað fáránlegar og hlægilegar. Afurðastöðvarnar eru sjálfar í hópi umsvifamestu kjötinnflytjenda landsins. Þurfa þær undanþágu frá samkeppnislögum til að geta varizt innflutningnum sem þær standa sjálfar í? Ógnar tollasamningurinn við ESB stöðu afurðastöðvanna þegar þær kaupa sjálfar meirihluta tollkvótans, sem samningurinn kveður á um, ár eftir ár? Svona vitleysu er ekki hægt að skálda. Afurðastöðvarnar hafa þvert á móti spilað á kerfi útboðs á tollkvóta, boðið hátt í kvótana til að sölsa þá undir sig, hækka verðið á innflutningi og hindra þannig samkeppni við sjálfar sig. Undanþágurnar verður að afnema Niðurstaða tollkvótaútboðsins er enn ein áminningin um hversu brýnt það er að Alþingi samþykki frumvarp atvinnuvegaráðherra um að afnema lagasetninguna frá í fyrra og þær alltof víðtæku undanþágur frá samkeppnislögum, sem hún veitti. Stjórnarandstaðan er í miklum ham gegn því máli og opinberar sig sem einarða gæzlumenn sérhagsmuna, á sama tíma og fyrirtæki í verzlun, Neytendasamtökin og launþegahreyfingin knýja á um afnám undanþáganna. Ábyrgð stjórnarmeirihlutans er mikil, að gefa samþykkt þess máls ekki eftir í samningum um þinglok. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun