Fjalla um stórt tap mótherja Íslands í leynileik við U15-strákalið Sindri Sverrisson skrifar 25. júní 2025 10:36 Alayah Pilgrim skoraði eina mark Sviss gegn Luzern-strákunum. Getty/Daniela Porcelli Svissneska kvennalandsliðið í fótbolta, sem mætir Íslandi á heimavelli á EM 6. júlí, hefur meðal annars undirbúið sig með leikjum við U15-lið karla hjá svissneskum félagsliðum. Myndband frá 7-1 tapi gegn U15-liði Luzern vakti talsverða athygli. Þó að aldrei hafi staðið til að gera úrslit leiksins opinber þá hefur talsvert verið rætt og ritað í svissneskum miðlum um 7-1 tapið gegn Luzern. Stórir miðlar á borð við Blick benda á að leikir við strákalið segi lítið til um stöðu kvennalandsliðsins nú þegar styttist í mót. Fótbolti karla og kvenna sé eins og sitt hvor íþróttin einfaldlega vegna munar á líkamlegu atgervi kynjanna, og tapið eigi því ekki að auka á svartsýni fyrir EM. Eða eins og hin 19 ára Leila Wandeler orðaði það: „Þessi úrslit skipta ekki máli. Við vitum að konur og karlar eru ekki jafnokar.“ Þó að leikið hafi verið fyrir luktum dyrum fór myndband frá leiknum í dreifingu á TikTok og höfðu yfir 70.000 manns séð það áður en því var eytt, samkvæmt frétt Blick. Þriðji markvörður í marki strákanna Alayah Pilgrim, leikmaður Roma, skoraði eina mark Sviss í leiknum en til marks um það að þjálfarinn reynslumikli Pia Sundhage nýtti leikinn til að prófa ýmsa hluti þá tóku 26 leikmenn þátt. Þá var Nadine Böhi, þriðji markvörður Sviss, þriðjung leiksins í marki Luzern strákanna. Svissneskir miðlar segja að áður hafi svissneska liðið verið búið að spila tvo aðra æfingaleiki, við U15-lið FC Solothurn og FC Biel, og tapað þeim fyrri 2-1 en unnið þann seinni 2-1. Algengt í undirbúningi stórmóta „Svona æfingaleikir hafa verið skipulagðir í aðdraganda stórmóta í gegnum tíðina. Þar sem þetta eru ekki opinberir leikir þá hafa ekki verið veittar neinar upplýsingar um þá,“ sagði Sven Micossé, fjölmiðlafulltrúi svissneska liðsins. „Það er ekki óalgengt í fótbolta kvenna að spilað sé við yngri lið. Markmiðið var að fá meira keppnisyfirbragð yfir æfingarnar. Á þessu stigi undirbúningsins er fókusinn á líkamlega þáttinn. Burtséð frá úrslitunum þá eru þessir æfingaleikir mjög líkir landsleikjum hvað varðar ákefð og hlaup,“ sagði Micossé. Sviss og Ísland mættust tvívegis í Þjóðadeildinni, í febrúar og apríl, og gerðu jafntefli í báðum leikjunum, 0-0 í Sviss en 3-3 í Laugardal. Ljóst er að leikur liðanna 6. júlí gæti orðið algjör lykilleikur upp á að komast í 8-liða úrslit EM. Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Sjá meira
Þó að aldrei hafi staðið til að gera úrslit leiksins opinber þá hefur talsvert verið rætt og ritað í svissneskum miðlum um 7-1 tapið gegn Luzern. Stórir miðlar á borð við Blick benda á að leikir við strákalið segi lítið til um stöðu kvennalandsliðsins nú þegar styttist í mót. Fótbolti karla og kvenna sé eins og sitt hvor íþróttin einfaldlega vegna munar á líkamlegu atgervi kynjanna, og tapið eigi því ekki að auka á svartsýni fyrir EM. Eða eins og hin 19 ára Leila Wandeler orðaði það: „Þessi úrslit skipta ekki máli. Við vitum að konur og karlar eru ekki jafnokar.“ Þó að leikið hafi verið fyrir luktum dyrum fór myndband frá leiknum í dreifingu á TikTok og höfðu yfir 70.000 manns séð það áður en því var eytt, samkvæmt frétt Blick. Þriðji markvörður í marki strákanna Alayah Pilgrim, leikmaður Roma, skoraði eina mark Sviss í leiknum en til marks um það að þjálfarinn reynslumikli Pia Sundhage nýtti leikinn til að prófa ýmsa hluti þá tóku 26 leikmenn þátt. Þá var Nadine Böhi, þriðji markvörður Sviss, þriðjung leiksins í marki Luzern strákanna. Svissneskir miðlar segja að áður hafi svissneska liðið verið búið að spila tvo aðra æfingaleiki, við U15-lið FC Solothurn og FC Biel, og tapað þeim fyrri 2-1 en unnið þann seinni 2-1. Algengt í undirbúningi stórmóta „Svona æfingaleikir hafa verið skipulagðir í aðdraganda stórmóta í gegnum tíðina. Þar sem þetta eru ekki opinberir leikir þá hafa ekki verið veittar neinar upplýsingar um þá,“ sagði Sven Micossé, fjölmiðlafulltrúi svissneska liðsins. „Það er ekki óalgengt í fótbolta kvenna að spilað sé við yngri lið. Markmiðið var að fá meira keppnisyfirbragð yfir æfingarnar. Á þessu stigi undirbúningsins er fókusinn á líkamlega þáttinn. Burtséð frá úrslitunum þá eru þessir æfingaleikir mjög líkir landsleikjum hvað varðar ákefð og hlaup,“ sagði Micossé. Sviss og Ísland mættust tvívegis í Þjóðadeildinni, í febrúar og apríl, og gerðu jafntefli í báðum leikjunum, 0-0 í Sviss en 3-3 í Laugardal. Ljóst er að leikur liðanna 6. júlí gæti orðið algjör lykilleikur upp á að komast í 8-liða úrslit EM.
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti