Staða þorpshálfvita er laus til umsóknar Jón Daníelsson skrifar 25. júní 2025 08:32 Árlega hvarflar það að mér þegar kemur fram í júnímánuð að þessi fyrirsögn væri hentug yfirskrift, þegar verið er að auglýsa kosningar til Alþingis. Og ég held reyndar ekki að sú hugdetta þarfnist nánari skýringa. Á Alþingi hefur skapast sú hefð að stjórnarandstaðan misnoti það frelsi, sem felst í því að takmarka ekki umræðutíma með lögum. Þingmenn minnihlutans halda áfram að láta móðan mása þangað til þingmeirihlutinn neyðist til að semja um það, hvaða mál hann fái náðarsamlegast að afgreiða. Þetta segir þó ekki nema hálfa söguna, því þegar samningar hafa náðst eru ekki einungis afgreidd þau mál sem rædd hafa verið vikum saman eftir að öll vitræn með- og mótrök voru komin fram, heldur líka fjöldi annarra mála sem þingmenn hafa látið vera að ræða til enda, eins og þeim ber þó að gera. Þorsteinn Víglundsson fyrrum þingmaður og ráðherra Viðreisnar lýsti þessu ágætlega í Silfrinu sl. mánudag. Hann sagði: „… þegar sátt næst um þinglok, þá skyndilega þarf ekki að tala um neitt og þingmenn hafa ekki undan að greiða atkvæði. … Ég man bara eftir því sjálfur að maður átti í vandræðum með að fylgjast með hvaða mál væri verið að greiða atkvæði um þá stundina og hvað þá að maður hefði einhverja hugmynd um hvaða breytingum það hefði tekið í nefnd því það náðist ekkert að ræða það í þingsal.“ Þetta er auðvitað skrípaleikur. Og skýrir kannski hvers vegna furðu stór hluti þeirra mála, sem þingið afgreiðir, eru nauðsynlegar endurbætur mála sem áður höfðu verið afgreidd í þeim flumbrugangi sem Þorsteinn lýsir. Hanaslagurinn virðist óvenju harðskeyttur í ár. Ég minnist þess ekki að hafa heyrt jafn grimmilegt málþófsloforð og í síðustu viku, þegar Jens Garðar Helgason steig pontu Alþingis og sagði þetta: „Það er heilög skylda okkar að standa gegn svona dellumálum og öllum þessum vinstrimálum, sem eru árásir á ellilífeyrisþega, atvinnulífið í landinu og alla þá sem er verið að reyna að koma hér með í gegn. Það er heilög skylda okkar að standa gegn þessum málum og við munum gera það í allt sumar ef til þarf.“ Hann er sem sagt tilbúinn að standa í ræðustólnum í allt sumar til að koma í veg fyrir að meirihlutinn ráði. Til að koma í veg fyrir að lýðræðið virki! – Og í umboði Guðs almáttugs auðvitað. Er maður sem svona talar virkilega með fullu viti? En þingmenn stjórnarliðsins bera líka sína ábyrgð. Í þingskapalögum er afar skýrt ákvæði um viðbrögð forseta þingsins - og reyndar duga tilmæli níu þingmanna. Forseti getur ekki bara stöðvað umræður um þingmál og látið greiða atkvæði, heldur líka takmarkað ræðutíma hvers þingmanns eða heildarumræðutíma um tiltekið þingmál. Til þess þarf forsetinn þó auðvitað meirihlutastuðning. Þetta þýðir í praxís að meirihluti þingmanna hefur vald til að færa starfshætti þingsins af hegðunarstigi simpansa í það horf sem almennt tíðkast í nágrannaríkjunum. Sú nýja ríkisstjórn sem tók við um áramótin vill kalla sig verkstjórn og til að standa undir nafni þarf hún auðvitað að koma málum sínum gegnum þingið. Stjórnin hefur rúman þingmeirihluta og mér þykir eðlilegt að gera þá kröfu að hún standi við stóru orðin. Forseti þingsins og þingmenn meirihlutans eru ekki, og eiga ekki að líta á á sig, sem starfsfólk á vitlausraspítala. Það er kominn tími til að beita 71. grein laganna um þingsköp Alþingis. Það á hins vegar hvorki að gera af hörku né óbilgirni. Þvert á móti á meirihlutinn að sýna þá hógværð að ákvarða hverju þingmáli skynsamlegan umræðutíma, en setja engu að síður ákveðin mörk, bara svona rétt eins og almennt tíðkast í mannlegum í samskiptum. Í því felst hvorki fautaskapur né ofdramb, heldur einungis ábyrg hegðun og sanngirni. Höfundur er áhugamaður um heilbrigða skynsemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Árlega hvarflar það að mér þegar kemur fram í júnímánuð að þessi fyrirsögn væri hentug yfirskrift, þegar verið er að auglýsa kosningar til Alþingis. Og ég held reyndar ekki að sú hugdetta þarfnist nánari skýringa. Á Alþingi hefur skapast sú hefð að stjórnarandstaðan misnoti það frelsi, sem felst í því að takmarka ekki umræðutíma með lögum. Þingmenn minnihlutans halda áfram að láta móðan mása þangað til þingmeirihlutinn neyðist til að semja um það, hvaða mál hann fái náðarsamlegast að afgreiða. Þetta segir þó ekki nema hálfa söguna, því þegar samningar hafa náðst eru ekki einungis afgreidd þau mál sem rædd hafa verið vikum saman eftir að öll vitræn með- og mótrök voru komin fram, heldur líka fjöldi annarra mála sem þingmenn hafa látið vera að ræða til enda, eins og þeim ber þó að gera. Þorsteinn Víglundsson fyrrum þingmaður og ráðherra Viðreisnar lýsti þessu ágætlega í Silfrinu sl. mánudag. Hann sagði: „… þegar sátt næst um þinglok, þá skyndilega þarf ekki að tala um neitt og þingmenn hafa ekki undan að greiða atkvæði. … Ég man bara eftir því sjálfur að maður átti í vandræðum með að fylgjast með hvaða mál væri verið að greiða atkvæði um þá stundina og hvað þá að maður hefði einhverja hugmynd um hvaða breytingum það hefði tekið í nefnd því það náðist ekkert að ræða það í þingsal.“ Þetta er auðvitað skrípaleikur. Og skýrir kannski hvers vegna furðu stór hluti þeirra mála, sem þingið afgreiðir, eru nauðsynlegar endurbætur mála sem áður höfðu verið afgreidd í þeim flumbrugangi sem Þorsteinn lýsir. Hanaslagurinn virðist óvenju harðskeyttur í ár. Ég minnist þess ekki að hafa heyrt jafn grimmilegt málþófsloforð og í síðustu viku, þegar Jens Garðar Helgason steig pontu Alþingis og sagði þetta: „Það er heilög skylda okkar að standa gegn svona dellumálum og öllum þessum vinstrimálum, sem eru árásir á ellilífeyrisþega, atvinnulífið í landinu og alla þá sem er verið að reyna að koma hér með í gegn. Það er heilög skylda okkar að standa gegn þessum málum og við munum gera það í allt sumar ef til þarf.“ Hann er sem sagt tilbúinn að standa í ræðustólnum í allt sumar til að koma í veg fyrir að meirihlutinn ráði. Til að koma í veg fyrir að lýðræðið virki! – Og í umboði Guðs almáttugs auðvitað. Er maður sem svona talar virkilega með fullu viti? En þingmenn stjórnarliðsins bera líka sína ábyrgð. Í þingskapalögum er afar skýrt ákvæði um viðbrögð forseta þingsins - og reyndar duga tilmæli níu þingmanna. Forseti getur ekki bara stöðvað umræður um þingmál og látið greiða atkvæði, heldur líka takmarkað ræðutíma hvers þingmanns eða heildarumræðutíma um tiltekið þingmál. Til þess þarf forsetinn þó auðvitað meirihlutastuðning. Þetta þýðir í praxís að meirihluti þingmanna hefur vald til að færa starfshætti þingsins af hegðunarstigi simpansa í það horf sem almennt tíðkast í nágrannaríkjunum. Sú nýja ríkisstjórn sem tók við um áramótin vill kalla sig verkstjórn og til að standa undir nafni þarf hún auðvitað að koma málum sínum gegnum þingið. Stjórnin hefur rúman þingmeirihluta og mér þykir eðlilegt að gera þá kröfu að hún standi við stóru orðin. Forseti þingsins og þingmenn meirihlutans eru ekki, og eiga ekki að líta á á sig, sem starfsfólk á vitlausraspítala. Það er kominn tími til að beita 71. grein laganna um þingsköp Alþingis. Það á hins vegar hvorki að gera af hörku né óbilgirni. Þvert á móti á meirihlutinn að sýna þá hógværð að ákvarða hverju þingmáli skynsamlegan umræðutíma, en setja engu að síður ákveðin mörk, bara svona rétt eins og almennt tíðkast í mannlegum í samskiptum. Í því felst hvorki fautaskapur né ofdramb, heldur einungis ábyrg hegðun og sanngirni. Höfundur er áhugamaður um heilbrigða skynsemi.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun