Trump þakkar Írönum fyrir að láta vita af sér Agnar Már Másson skrifar 23. júní 2025 22:12 Donald Trump Bandaríkjaforseti. EPA Íranar létu yfirvöld í Bandaríkjunum og Katar vita af sér áður en þeir létu til skarar skríða og skutu eldflaugum í átt að bandarísksri herstöð í Katar í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti þakkar þeim fyrir og segir að engan hafi sakað í árásinni. „TIL HAMINGJU HEIMUR, TÍMI ER KOMINN Á FRIÐ,“ fagnar Donald Trump á samfélagsmiðli sínum Truth Social í framhaldi af eldflaugaárás Írana á bandarísku herstöðina í al-Udeid sunnan Dóha, höfuðborgar Katar. Í annarri færslu hæðist Trump að árásum Írana, kallar þær „veikar“ og þakkar jafnfram Írönum fyrir að láta sig vita af árásunum fyrir fram. Embættismenn í Katar og Bandaríkjunum hafa sagt Írani hafa varað sig við árásunum. Árásin virðist því að nokkru leyti hafa verið táknræn, mögulega til þess fallin að sýna sig heima fyrir, en íranski byltingarvörðurinn segist hafa notað sama fjölda eldflauga í árásinn og Bandaríkjamenn notuðu í sinni, fjórtán. Stöðin í al-Udeid er auk þess ein víggirtasta herstöð Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum. Að sögn forsetans sakaði engan Katara né Bandaríkjamann í árás Írana. Katarar lokuðu lofthelgi sinni í aðdraganda árásarinnar en hafa nú opnað hana á ný. Katarar sögðust áskilja sér rétt til að svara árásunum. „Mögulega getur Íran núna haldið áfram í átt að frið og stillingu á svæðinu og ég hvet Ísrael til að gera slíkt hið sama,“ skrifar Trump. Aftur á móti hafa Ísraelsmenn gefið út rýmingarskipun í Teheran, höfuðborg Íran. Íran Ísrael Katar Bandaríkin Donald Trump Hernaður Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Ríkið hætti fjölmiðlaafskiptum Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Halldór teiknar Landsdóm Innlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Fleiri fréttir Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Sjá meira
„TIL HAMINGJU HEIMUR, TÍMI ER KOMINN Á FRIÐ,“ fagnar Donald Trump á samfélagsmiðli sínum Truth Social í framhaldi af eldflaugaárás Írana á bandarísku herstöðina í al-Udeid sunnan Dóha, höfuðborgar Katar. Í annarri færslu hæðist Trump að árásum Írana, kallar þær „veikar“ og þakkar jafnfram Írönum fyrir að láta sig vita af árásunum fyrir fram. Embættismenn í Katar og Bandaríkjunum hafa sagt Írani hafa varað sig við árásunum. Árásin virðist því að nokkru leyti hafa verið táknræn, mögulega til þess fallin að sýna sig heima fyrir, en íranski byltingarvörðurinn segist hafa notað sama fjölda eldflauga í árásinn og Bandaríkjamenn notuðu í sinni, fjórtán. Stöðin í al-Udeid er auk þess ein víggirtasta herstöð Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum. Að sögn forsetans sakaði engan Katara né Bandaríkjamann í árás Írana. Katarar lokuðu lofthelgi sinni í aðdraganda árásarinnar en hafa nú opnað hana á ný. Katarar sögðust áskilja sér rétt til að svara árásunum. „Mögulega getur Íran núna haldið áfram í átt að frið og stillingu á svæðinu og ég hvet Ísrael til að gera slíkt hið sama,“ skrifar Trump. Aftur á móti hafa Ísraelsmenn gefið út rýmingarskipun í Teheran, höfuðborg Íran.
Íran Ísrael Katar Bandaríkin Donald Trump Hernaður Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Ríkið hætti fjölmiðlaafskiptum Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Halldór teiknar Landsdóm Innlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Fleiri fréttir Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Sjá meira