Rýma sextán þorp vegna gróðurelda í Grikklandi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 23. júní 2025 20:34 EPA Umfangsmiklir gróðureldar hafa logað í dag á vinsælu grísku ferðamannaeyjunni Chios, þar sem yfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi og íbúar hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Rýma hefur þurft sextán þorp og úthverfi í aðalbænum Chios town. Um tvö hundruð slökkviliðsmenn hafa verið að slást við eldana og hundrað og sjötíu til viðbótar eru á leið á eyjuna frá Grikklandi. Sterkir vindar gera eldana mjög erfiða viðureignar. Tólf þyrlur og fjórar flugvélar hafa verið á flugi um svæðið að sturta vatni niður á eldana. Heima- og ferðamenn á hættusvæðum fengu boð í farsíma sína í dag þar sem þeim var skipað að yfirgefa svæðið. Ioannis Kefalogiannnis, innanríkisráðherra Grikklands, segir að ákvörðunin um að lýsa yfir neyðarástandi hafi verið tekin svo yfirvöld gætu strax gert nauðsynlegar ráðstafanir til að slökkva eldinn. Hann sagði að öflugir vindar, sem mældust um sex stig á Beaufort skalanum, væru að gera ástandið mjög erfitt viðureignar. „Ef vindinn lægir eitthvað gætum við farið að ná stjórn á þessu. En það hefur ekkei gerst.“ Þá sagði talsmaður grískra yfirvalda að ástandið væri enn erfitt, þar sem slökkviliðsmenn væru enn að fást við eldinn á mörgum vígstöðvum. Grísk yfirvöld segja að grunur sé um að íkveikja hafi komið eldunum af stað, og rannsókn sé hafin á tildrögum eldanna. Þótti þeim meðal annars grunsamlegt að kviknað hefði í á þremur stöðum á svipuðum tíma. Ioannis Kefalogiannnis sagði að ef í ljós kæmi að um íkveikju hafi verið að ræða myndi sá sem að henni stóð sæta harðri refsingu. Telegraph Grikkland Gróðureldar Gróðureldar í Grikklandi Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Sjá meira
Um tvö hundruð slökkviliðsmenn hafa verið að slást við eldana og hundrað og sjötíu til viðbótar eru á leið á eyjuna frá Grikklandi. Sterkir vindar gera eldana mjög erfiða viðureignar. Tólf þyrlur og fjórar flugvélar hafa verið á flugi um svæðið að sturta vatni niður á eldana. Heima- og ferðamenn á hættusvæðum fengu boð í farsíma sína í dag þar sem þeim var skipað að yfirgefa svæðið. Ioannis Kefalogiannnis, innanríkisráðherra Grikklands, segir að ákvörðunin um að lýsa yfir neyðarástandi hafi verið tekin svo yfirvöld gætu strax gert nauðsynlegar ráðstafanir til að slökkva eldinn. Hann sagði að öflugir vindar, sem mældust um sex stig á Beaufort skalanum, væru að gera ástandið mjög erfitt viðureignar. „Ef vindinn lægir eitthvað gætum við farið að ná stjórn á þessu. En það hefur ekkei gerst.“ Þá sagði talsmaður grískra yfirvalda að ástandið væri enn erfitt, þar sem slökkviliðsmenn væru enn að fást við eldinn á mörgum vígstöðvum. Grísk yfirvöld segja að grunur sé um að íkveikja hafi komið eldunum af stað, og rannsókn sé hafin á tildrögum eldanna. Þótti þeim meðal annars grunsamlegt að kviknað hefði í á þremur stöðum á svipuðum tíma. Ioannis Kefalogiannnis sagði að ef í ljós kæmi að um íkveikju hafi verið að ræða myndi sá sem að henni stóð sæta harðri refsingu. Telegraph
Grikkland Gróðureldar Gróðureldar í Grikklandi Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Sjá meira