Emma mjög ánægð með hvernig tekið var á eltihrelli hennar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2025 22:30 Emma Raducanu mun keppa á Wimbledon mótinu í tennis í sumar. Getty/Luke Walker Enska tenniskonan Emma Raducanu hrósar forráðamönnum Wimbledon mótsins í tennis fyrir hvernig þeim tókst að koma í veg fyrir að eltihrellir hennar keypti miða á mótið. Eltihrellirinn óprútni var að reyna að komast yfir miða á mótið en öryggiskerfið lét vita að þar væri maður á svörtum lista og lokuðu á aðgengi hans að miðakerfinu. Maðurinn hefur ekki látið Raducanu vera upp á síðkastið og elti hana á fjögur mismunandi mót í febrúar. Hinn 22 ára gamla Raducanu brotnaði meðal annars niður þegar hún sá hann í áhorfendastæðunum á tennismóti í Dubaí. Lögreglan í Dubaí setti hann í framhaldinu í bráðabirgðalögbann og um leið var nafn hans sent út á meðal þeirra sem skipuleggja tennismót. „Wimbledon og allir sem komu að þessu stóðu sig stórkostlega. Ég fékk að vita af þessu, lögreglan hafði samband við mig og sagði mér frá því að allt væri í lagi,“ sagði Emma Raducanu við breska ríkisútvarpið. „Ég veit að ég er ekki fyrsti íþróttamaðurinn til að lenda í svona og verð líklega ekki sá síðasti heldur. Þetta kemur heldur ekki aðeins fyrir íþróttkonur heldur fyrir konur almennt,“ sagði Raducanu. Raducanu sló í gegn þegar hún vann Opna bandaríska meistaramótið aðeins átján ára gömul árið 2021. Þessi maður er ekki fyrsti eltihrellirinn sem lætur hana ekki í friði því annar maður fékk fimm ára nálgunarbann árið 2022 eftir að hann gekk í 37 kílómetra að heimili hennar. „Það hefur verið passað vel upp á öryggi mitt á síðustu mótum. Mér finnst ég öruggari og ekki síst hér í Bretlandi þar sem það eru fleiri áhorfendur á ferðinni. Ég finn fyrir muninum, það róar mig og fær mig til að líða betur,“ sagði Raducanu. Tennis Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sjá meira
Eltihrellirinn óprútni var að reyna að komast yfir miða á mótið en öryggiskerfið lét vita að þar væri maður á svörtum lista og lokuðu á aðgengi hans að miðakerfinu. Maðurinn hefur ekki látið Raducanu vera upp á síðkastið og elti hana á fjögur mismunandi mót í febrúar. Hinn 22 ára gamla Raducanu brotnaði meðal annars niður þegar hún sá hann í áhorfendastæðunum á tennismóti í Dubaí. Lögreglan í Dubaí setti hann í framhaldinu í bráðabirgðalögbann og um leið var nafn hans sent út á meðal þeirra sem skipuleggja tennismót. „Wimbledon og allir sem komu að þessu stóðu sig stórkostlega. Ég fékk að vita af þessu, lögreglan hafði samband við mig og sagði mér frá því að allt væri í lagi,“ sagði Emma Raducanu við breska ríkisútvarpið. „Ég veit að ég er ekki fyrsti íþróttamaðurinn til að lenda í svona og verð líklega ekki sá síðasti heldur. Þetta kemur heldur ekki aðeins fyrir íþróttkonur heldur fyrir konur almennt,“ sagði Raducanu. Raducanu sló í gegn þegar hún vann Opna bandaríska meistaramótið aðeins átján ára gömul árið 2021. Þessi maður er ekki fyrsti eltihrellirinn sem lætur hana ekki í friði því annar maður fékk fimm ára nálgunarbann árið 2022 eftir að hann gekk í 37 kílómetra að heimili hennar. „Það hefur verið passað vel upp á öryggi mitt á síðustu mótum. Mér finnst ég öruggari og ekki síst hér í Bretlandi þar sem það eru fleiri áhorfendur á ferðinni. Ég finn fyrir muninum, það róar mig og fær mig til að líða betur,“ sagði Raducanu.
Tennis Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sjá meira