Afruglari Þórður Björn Sigurðsson skrifar 22. júní 2025 23:33 Þegar Stöð 2, sem brátt mun heyra sögunni til, kom á markað var dagskráin að mestu leiti rugluð. Hljóð og mynd ógreinileg þó sumir létu sig hafa það á köflum að horfa á læsta dagskrá. Í gríni var sagt að ef menn hristu hausinn á meðan áhorfi stæði eða ef sigti væri sveiflað fyrir vitum, yrði myndin greinileg. Öllu gríni slepptu var hægt að gerast áskrifandi að dýrðinni gegn mánaðargjaldi. NBA, Afi, Grannar. Áskriftinni fylgdi box á stærð við stofuborðsbók sem kallaðist afruglari. Afruglarinn var tengdur við loftnet og sjónvarp og skilaði svo efninu óbrengluðu og skiljanlegu á skjáinn. Afruglari er gott orð. Og ef hægt væri að stinga veröldinni í geopólitískum skilningi í samband við einn slíkan yrði það til mikilla bóta. Í þessu samhengi er ég ekki að hugsa um þá augljósu grimmd og græðgi sem skín í gegn þessi misserin - til að sjá illskuna þarf engan sérstakan búnað. Hins vegar væri sterkur leikur ef hægt væri að afrugla þá valdamenn sem ríða röftum nú sem aldrei fyrr. Að afrugla vora tíma í þágu friðar. Friðar milli manna og gagnvart lífríkinu sem maðurinn hefur nú þegar stórskaðað. Jarðvegur þornar, höf stíga, jöklar hörfa, tegundir hverfa án þess að við kveðjum þær og öfgaveður ryðst fram af æ meiri krafti. Hlýnun jarðar er ekki dulkóðuð mynd — hún er þegar orðin óbrengluð og skýr. Spurningin er hvort við treystum okkur til að horfast í augu við hana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Þegar Stöð 2, sem brátt mun heyra sögunni til, kom á markað var dagskráin að mestu leiti rugluð. Hljóð og mynd ógreinileg þó sumir létu sig hafa það á köflum að horfa á læsta dagskrá. Í gríni var sagt að ef menn hristu hausinn á meðan áhorfi stæði eða ef sigti væri sveiflað fyrir vitum, yrði myndin greinileg. Öllu gríni slepptu var hægt að gerast áskrifandi að dýrðinni gegn mánaðargjaldi. NBA, Afi, Grannar. Áskriftinni fylgdi box á stærð við stofuborðsbók sem kallaðist afruglari. Afruglarinn var tengdur við loftnet og sjónvarp og skilaði svo efninu óbrengluðu og skiljanlegu á skjáinn. Afruglari er gott orð. Og ef hægt væri að stinga veröldinni í geopólitískum skilningi í samband við einn slíkan yrði það til mikilla bóta. Í þessu samhengi er ég ekki að hugsa um þá augljósu grimmd og græðgi sem skín í gegn þessi misserin - til að sjá illskuna þarf engan sérstakan búnað. Hins vegar væri sterkur leikur ef hægt væri að afrugla þá valdamenn sem ríða röftum nú sem aldrei fyrr. Að afrugla vora tíma í þágu friðar. Friðar milli manna og gagnvart lífríkinu sem maðurinn hefur nú þegar stórskaðað. Jarðvegur þornar, höf stíga, jöklar hörfa, tegundir hverfa án þess að við kveðjum þær og öfgaveður ryðst fram af æ meiri krafti. Hlýnun jarðar er ekki dulkóðuð mynd — hún er þegar orðin óbrengluð og skýr. Spurningin er hvort við treystum okkur til að horfast í augu við hana.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar