Hélt fætinum, stöðvaði gjaldþrot félagsins og kom því fertugur í La Liga Sindri Sverrisson skrifar 22. júní 2025 12:26 Ef gærdagurinn var ekki tilefni fyrir koss þá er aldrei tilefni. Santi Cazorla og frú fögnuðu því vel að Real Oviedo fengi sæti í efstu deild Spánar eftir langa bið. Getty/Juan Manuel Serrano Hinn fertugi Santi Cazorla, fyrrverandi miðjumaður Arsenal, átti sinn þátt í því að koma uppeldisfélagi sínu Real Oviedo upp í efstu deild Spánar í gær, eftir 24 ára bið. Óttast var að ferli Cazorla, sem varð tvisvar Evrópumeistari með Spáni, væri lokið og að hann væri hreinlega heppinn að geta gengið eftir afar langvinn meiðsli fyrir átta árum. Hann meiddist í hásin og endaði á að fara í ellefu aðgerðir vegna meiðslanna, og einni aðgerðinni fylgdi sýking sem gerði að verkum að hætta var á að Cazorla myndi missa annan fótinn. Hann náði hins vegar með mikilli þrautseigju að halda ferlinum áfram, lék tvær leiktíðir með Villarreal á Spáni og svo þrjár með Al Sadd í Sádi-Arabíu áður en hann ákvað að ljúka ferlinum með Real Oviedo, félaginu sem hann kvaddi árið 2003 eftir að hafa alist þar upp. Santi Cazorla could have retired comfortably but instead chose to return to his boyhood club Real Oviedo at 38 on a minimum wage contract. Now 40, he's just helped guide them back to La Liga for the first time in 24 years, scoring in both the playoff semi-final and final 💙 pic.twitter.com/g0VVMMsgSG— Football on TNT Sports (@footballontnt) June 22, 2025 Oviedo endaði í 4. sæti næstefstu deildar Spánar í vetur en komst þar með í fjögurra liða umspil. Eftir að hafa slegið út Racing Santander mætti liðið Mirandés í úrslitaeinvígi og vann Mirandés fyrri leikinn 1-0. Í seinni leiknum í gær skoraði Cazorla úr vítaspyrnu og jafnaði metin í 1-1 í þeim leik. Oviedo komst svo í 2-1 snemma í seinni hálfleik og einvígið þar með jafnt. Framlengingu þurfti til að knýja fram úrslit og þar skoraði Oviedo undir lok fyrri hálfleiks það sem reyndist sigurmark einvígisins. Cazorla hefur ekki aðeins hjálpað Oviedo innan vallar því hann var í hópi stuðningsmanna sem keyptu hlut í félaginu fyrir rúmum áratug, til að bjarga því úr fjárhagsvandræðum. Spænski boltinn Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Óttast var að ferli Cazorla, sem varð tvisvar Evrópumeistari með Spáni, væri lokið og að hann væri hreinlega heppinn að geta gengið eftir afar langvinn meiðsli fyrir átta árum. Hann meiddist í hásin og endaði á að fara í ellefu aðgerðir vegna meiðslanna, og einni aðgerðinni fylgdi sýking sem gerði að verkum að hætta var á að Cazorla myndi missa annan fótinn. Hann náði hins vegar með mikilli þrautseigju að halda ferlinum áfram, lék tvær leiktíðir með Villarreal á Spáni og svo þrjár með Al Sadd í Sádi-Arabíu áður en hann ákvað að ljúka ferlinum með Real Oviedo, félaginu sem hann kvaddi árið 2003 eftir að hafa alist þar upp. Santi Cazorla could have retired comfortably but instead chose to return to his boyhood club Real Oviedo at 38 on a minimum wage contract. Now 40, he's just helped guide them back to La Liga for the first time in 24 years, scoring in both the playoff semi-final and final 💙 pic.twitter.com/g0VVMMsgSG— Football on TNT Sports (@footballontnt) June 22, 2025 Oviedo endaði í 4. sæti næstefstu deildar Spánar í vetur en komst þar með í fjögurra liða umspil. Eftir að hafa slegið út Racing Santander mætti liðið Mirandés í úrslitaeinvígi og vann Mirandés fyrri leikinn 1-0. Í seinni leiknum í gær skoraði Cazorla úr vítaspyrnu og jafnaði metin í 1-1 í þeim leik. Oviedo komst svo í 2-1 snemma í seinni hálfleik og einvígið þar með jafnt. Framlengingu þurfti til að knýja fram úrslit og þar skoraði Oviedo undir lok fyrri hálfleiks það sem reyndist sigurmark einvígisins. Cazorla hefur ekki aðeins hjálpað Oviedo innan vallar því hann var í hópi stuðningsmanna sem keyptu hlut í félaginu fyrir rúmum áratug, til að bjarga því úr fjárhagsvandræðum.
Spænski boltinn Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira