Mikilvægt að fólk þurfi ekki að flýja húsnæði vegna ofnæmis Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. júní 2025 20:50 Sólrún Melkorka Maggadóttir formaður FÍOÓL. Vísir/Ívar Fannar Ofnæmislæknar eru uggandi vegna fyrirhugaðra breytinga á lögum um gæludýrahald í fjölbýlishúsum. Formaður félags ofnæmislækna óttast að skjólstæðingum hennar verði svo gott sem úthýst úr fjölbýlishúsum verði breytingarnar að veruleika. Frumvarp félags- og húsnæðisráðherra sem felur í sér að hunda- og kattahald í fjölbýlishúsum verði ekki lengur háð samþykki annarra eigenda hefur nú verið afgreitt úr nefnd og er reiðubúið til annarrar umræðu í þinginu. Verði það að veruleika munu gæludýraeigendur ekki lengur þurfa að lúta reglum húsfélags um hunda- og kattahald og hafa stjórnarliðar sagst vongóðir um að málið verði samþykkt fyrir þinglok. Sólrún Melkorka Maggadóttir formaður Félags íslenskra ofnæmislækna sína stétt hafa miklar áhyggjur af breytingunum. „Það sem mér finnst mikilvægt er að það sé staðið vörð um það að fólk sem er með mjög mikið ofnæmi geti ekki lent í því að þurfa að flýja húsnæðið sitt af þessum ástæðum og núverandi frumvarp er náttúrulega ekki þannig,“ segir Sólrún. Fólkið sé þannig sett í erfiða aðstöðu. „Þú getur ímyndað þér ef foreldrar eiga til dæmis lítið astmaveikt barn sem fær alvarlegan astma, ég held að flestir myndu í þessu tilfelli reyna að koma sér úr húsnæðinu ef þeir eiga þess kost, sem náttúrulega ekkert allir eiga heldur, þannig ef maður hefur ekkert um það að segja hvort það er dýr í húsnæðinu manns eða hvort dýr flytur inn í húsnæðið sem maður býr í, eða þá sameign eins og við erum að tala um, þá held ég að það geti sett marga í erfiða stöðu.“ Ofnæmisvaldar í sameign skipti miklu máli og hafi mikil áhrif, jafnvel þó gæludýrin eigi enga leið þar um og séu einungis inni í sínum eigin íbúðum. „Síðan er náttúrulega hópur líka sem fær mikið ofnæmiskvef, nefstíflur, lekur mikið úr nefinu, kláði, nef og augu og slíkt af dýrunum bara eins og frjókornum og öðrum umhverfis- og ofnæmisvökum og það náttúrulega truflar líf og skerðir lífsgæði mjög mikið líka og það á ekkert bara við um ef dýrið er inni í húsnæðinu þínu heldur ef þú þarft að ganga reglulega um svæði þar sem dýrin eru eins og á teppalögðum gangi eða einhverju slíku, þá berst þetta inn með skónum, þessir ofnæmisvakar eru afskaplega smáir og límkenndir og klístrast með manni í förum allar leiðir.“ Gæludýr Málefni fjölbýlishúsa Dýr Hundar Kettir Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
Frumvarp félags- og húsnæðisráðherra sem felur í sér að hunda- og kattahald í fjölbýlishúsum verði ekki lengur háð samþykki annarra eigenda hefur nú verið afgreitt úr nefnd og er reiðubúið til annarrar umræðu í þinginu. Verði það að veruleika munu gæludýraeigendur ekki lengur þurfa að lúta reglum húsfélags um hunda- og kattahald og hafa stjórnarliðar sagst vongóðir um að málið verði samþykkt fyrir þinglok. Sólrún Melkorka Maggadóttir formaður Félags íslenskra ofnæmislækna sína stétt hafa miklar áhyggjur af breytingunum. „Það sem mér finnst mikilvægt er að það sé staðið vörð um það að fólk sem er með mjög mikið ofnæmi geti ekki lent í því að þurfa að flýja húsnæðið sitt af þessum ástæðum og núverandi frumvarp er náttúrulega ekki þannig,“ segir Sólrún. Fólkið sé þannig sett í erfiða aðstöðu. „Þú getur ímyndað þér ef foreldrar eiga til dæmis lítið astmaveikt barn sem fær alvarlegan astma, ég held að flestir myndu í þessu tilfelli reyna að koma sér úr húsnæðinu ef þeir eiga þess kost, sem náttúrulega ekkert allir eiga heldur, þannig ef maður hefur ekkert um það að segja hvort það er dýr í húsnæðinu manns eða hvort dýr flytur inn í húsnæðið sem maður býr í, eða þá sameign eins og við erum að tala um, þá held ég að það geti sett marga í erfiða stöðu.“ Ofnæmisvaldar í sameign skipti miklu máli og hafi mikil áhrif, jafnvel þó gæludýrin eigi enga leið þar um og séu einungis inni í sínum eigin íbúðum. „Síðan er náttúrulega hópur líka sem fær mikið ofnæmiskvef, nefstíflur, lekur mikið úr nefinu, kláði, nef og augu og slíkt af dýrunum bara eins og frjókornum og öðrum umhverfis- og ofnæmisvökum og það náttúrulega truflar líf og skerðir lífsgæði mjög mikið líka og það á ekkert bara við um ef dýrið er inni í húsnæðinu þínu heldur ef þú þarft að ganga reglulega um svæði þar sem dýrin eru eins og á teppalögðum gangi eða einhverju slíku, þá berst þetta inn með skónum, þessir ofnæmisvakar eru afskaplega smáir og límkenndir og klístrast með manni í förum allar leiðir.“
Gæludýr Málefni fjölbýlishúsa Dýr Hundar Kettir Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira