Gæti gerst hratt hjá ÍA en varaplanið er klárt Sindri Sverrisson skrifar 21. júní 2025 09:32 Jón Þór Hauksson er hættur með ÍA og spurning hver tekur við. Jóhannes Karl Guðjónsson hefur helst verið nefndur til sögunnar og Gunnar Heiðar Þorvaldsson einnig orðaður við félagið. Samsett/Vísir „Þetta er bara í vinnslu,“ segir Eggert Herbertsson, formaður Knattspyrnufélags ÍA, um leitina að nýjum þjálfara meistaraflokks karla hjá félaginu eftir viðskilnaðinn við Jón Þór Hauksson. Tilkynnt var um brotthvarf Jóns Þórs á mánudaginn. Athygli vakti að það skyldi gerast strax eftir fyrsta leik að loknu hálfs mánaðar hléi í Bestu deildinni vegna landsleikja. ÍA tapaði 4-1 fyrir Aftureldingu á sunnudaginn og er aðeins með níu stig eftir ellefu umferðir, á botni Bestu deildarinnar sem þó er afar jöfn í ár. Næsti leikur ÍA er á heimavelli gegn Stjörnunni annað kvöld en verður þá kominn nýr þjálfari í brúna? „Mögulega en það er ekki víst. Við erum að vinna í málinu og hlutirnir geta gerst hratt ef að menn ná lendingu,“ sagði Eggert við Vísi í gær. Ef hlutirnir gerast hins vegar ekki nógu hratt þá er varaplanið klárt og munu þeir Dean Martin og Aron Ýmir Pétursson, sem voru aðstoðarmenn Jóns Þórs, stýra Skagaliðinu ásamt reynsluboltanum Stefáni Þórðarsyni sem þjálfar 2. flokk félagsins. Þannig verður staðan þar til að nýr þjálfari verður ráðinn, að sögn Eggerts. Þarf að semja til að losa Jóa Kalla eða Gunnar Heiðar Skagamaðurinn Jóhannes Karl Guðjónsson, sem stýrði ÍA á árunum 2018-21 en var svo ráðinn aðstoðarlandsliðsþjálfari, hefur einna helst verið orðaður við starfið. Jói Kalli er hins vegar þjálfari AB í Gladsaxe, úthverfi Kaupmannahafnar, sem hafnaði í 4. sæti dönsku C-deildarinnar á nýafstaðinni leiktíð. Ljóst er að ÍA þyrfti því að ná samkomulagi við AB til að fá hann til starfa sem samkvæmt upplýsingum Vísis er ekki svo auðsótt mál. Eggert vildi ekki svara því hvort ÍA væri að reyna að fá Jóa Kalla aftur til starfa: „Ég get ekki tjáð mig um einstaka þjálfara að svo stöddu. Þetta er allt bara trúnaðarmál eins og stendur. Við höfum verið að skoða nokkra kosti,“ sagði Eggert. Gunnar Heiðar Þorvaldsson hefur einnig verið nefndur til sögunnar en hann hefur verið að gera afar góða hluti með Njarðvík sem er í næstefsta sæti Lengjudeildarinnar. Ljóst er að ÍA þyrfti að sama skapi að ná samkomulagi við Njarðvíkinga til að geta fengið Gunnar Heiðar sem býr ásamt fjölskyldu sinni á Akranesi. Þrír synir hans æfa með ÍA, þar á meðal einn í meistaraflokki, hinn 16 ára Gabríel Snær. Gunnar Heiðar sagði í viðtali við Fótbolta.net í gærkvöld, eftir 1-1 jafntefli Njarðvíkur við Leikni, að hann hefði ekkert heyrt í forráðamönnum ÍA og væri að einbeita sér að starfi sínu hjá Njarðvík. ÍA Besta deild karla Mest lesið Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Enski boltinn Myndir frá endalokum Íslands á EM Körfubolti Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Íslenski boltinn Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Fótbolti EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Körfubolti Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Handbolti Fleiri fréttir Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjörið: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Sjá meira
Tilkynnt var um brotthvarf Jóns Þórs á mánudaginn. Athygli vakti að það skyldi gerast strax eftir fyrsta leik að loknu hálfs mánaðar hléi í Bestu deildinni vegna landsleikja. ÍA tapaði 4-1 fyrir Aftureldingu á sunnudaginn og er aðeins með níu stig eftir ellefu umferðir, á botni Bestu deildarinnar sem þó er afar jöfn í ár. Næsti leikur ÍA er á heimavelli gegn Stjörnunni annað kvöld en verður þá kominn nýr þjálfari í brúna? „Mögulega en það er ekki víst. Við erum að vinna í málinu og hlutirnir geta gerst hratt ef að menn ná lendingu,“ sagði Eggert við Vísi í gær. Ef hlutirnir gerast hins vegar ekki nógu hratt þá er varaplanið klárt og munu þeir Dean Martin og Aron Ýmir Pétursson, sem voru aðstoðarmenn Jóns Þórs, stýra Skagaliðinu ásamt reynsluboltanum Stefáni Þórðarsyni sem þjálfar 2. flokk félagsins. Þannig verður staðan þar til að nýr þjálfari verður ráðinn, að sögn Eggerts. Þarf að semja til að losa Jóa Kalla eða Gunnar Heiðar Skagamaðurinn Jóhannes Karl Guðjónsson, sem stýrði ÍA á árunum 2018-21 en var svo ráðinn aðstoðarlandsliðsþjálfari, hefur einna helst verið orðaður við starfið. Jói Kalli er hins vegar þjálfari AB í Gladsaxe, úthverfi Kaupmannahafnar, sem hafnaði í 4. sæti dönsku C-deildarinnar á nýafstaðinni leiktíð. Ljóst er að ÍA þyrfti því að ná samkomulagi við AB til að fá hann til starfa sem samkvæmt upplýsingum Vísis er ekki svo auðsótt mál. Eggert vildi ekki svara því hvort ÍA væri að reyna að fá Jóa Kalla aftur til starfa: „Ég get ekki tjáð mig um einstaka þjálfara að svo stöddu. Þetta er allt bara trúnaðarmál eins og stendur. Við höfum verið að skoða nokkra kosti,“ sagði Eggert. Gunnar Heiðar Þorvaldsson hefur einnig verið nefndur til sögunnar en hann hefur verið að gera afar góða hluti með Njarðvík sem er í næstefsta sæti Lengjudeildarinnar. Ljóst er að ÍA þyrfti að sama skapi að ná samkomulagi við Njarðvíkinga til að geta fengið Gunnar Heiðar sem býr ásamt fjölskyldu sinni á Akranesi. Þrír synir hans æfa með ÍA, þar á meðal einn í meistaraflokki, hinn 16 ára Gabríel Snær. Gunnar Heiðar sagði í viðtali við Fótbolta.net í gærkvöld, eftir 1-1 jafntefli Njarðvíkur við Leikni, að hann hefði ekkert heyrt í forráðamönnum ÍA og væri að einbeita sér að starfi sínu hjá Njarðvík.
ÍA Besta deild karla Mest lesið Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Enski boltinn Myndir frá endalokum Íslands á EM Körfubolti Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Íslenski boltinn Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Fótbolti EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Körfubolti Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Handbolti Fleiri fréttir Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjörið: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki