Arnar missti af ræsingu en vann: „Ha? Eru þau farin?“ Sindri Sverrisson skrifar 20. júní 2025 12:31 Arnar Pétursson kemur fyrstur í mark í hálfmaraþoni í Miðnæturhlaupi Suzuki 2025. ÍBR „Það sem að maður lendir ekki í, í þessum hlaupum…“ segir Arnar Pétursson, hlauparinn magnaði sem náði að vinna hálfmaraþon Miðnæturhlaups Suzuki í gærkvöld þrátt fyrir að missa af ræsingunni. Arnar hljóp hálfmaraþonið á 1:11:54 klukkustund en flögutími hans, sem sagt tíminn frá því að hann fór yfir rásmarkið og þar til hann kom í endamarkið, var tæpum tveimur mínútum betri. Það er vegna þess að allir voru farnir af stað þegar Arnar mætti í rásmarkið. Hann lýsti því í myndbandi á Instagram, sem sjá má hér að neðan, hvernig hann hefði „lent í algjöru kaosi“ þegar hann mætti í röðina til að sækja númerið sitt fyrir hlaupið. Klippa: Arnar í algjöru kaosi fyrir Miðnæturhlaupið „Ég hélt að röðin hlyti að styttast rétt fyrir hlaup og maður gæti gripið númerið sitt. Ég kom svo þarna fimm mínútur í start en það var enn röð. Ég talaði þarna við starfsmann sem græjaði númerið fyrir mig. Það gekk eitthvað brösuglega en svo loksins fékk ég númerið, skellti því á bringuna og hélt ég væri að ná startinu. Kem niður að starthliði en þá eru allir farnir og ég heyri bara að það sé verið að starta 10 kílómetra hlaupinu. Ég var bara: „Ha? Eru þau farin?““ Ógeðslega skemmtilegt að þurfa að ná öllum Arnar segist hafa hugsað um það í sekúndubrot hvort hann nennti virkilega að fara af stað, án þess að vita hve langt væri í aðra keppendur og án þess að vita hversu sterk samkeppnin væri enda fjöldi erlendra keppenda að taka þátt sem hann þekkti ekki til. „En ég hugsaði þá bara með mér að ég gæti tekið þetta sem góða æfingu. Negldi bara af stað og byrjaði að taka fram úr öllum. Ég var bara í hálfgerðu móki en það er ógeðslega skemmtilegt mindset að þurfa að ná fólki. Það endaði með að ég náði fremsta manni eftir rúma fimm kílómetra og átti þokkalega gott hlaup,“ sagði Arnar í myndbandinu sem sjá má hér að ofan. Hann tekur með sér reynslu úr hlaupinu í gær en mælir ekkert sérstaklega með því að hlauparar fari of seint af stað. „Góð æfing en ég mæli ekki með að missa af startinu. Þú ferð í ákveðið „panic mode“ en það kveikir líka á geggjaðri keppnispeppun.“ Hlaup Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Sjá meira
Arnar hljóp hálfmaraþonið á 1:11:54 klukkustund en flögutími hans, sem sagt tíminn frá því að hann fór yfir rásmarkið og þar til hann kom í endamarkið, var tæpum tveimur mínútum betri. Það er vegna þess að allir voru farnir af stað þegar Arnar mætti í rásmarkið. Hann lýsti því í myndbandi á Instagram, sem sjá má hér að neðan, hvernig hann hefði „lent í algjöru kaosi“ þegar hann mætti í röðina til að sækja númerið sitt fyrir hlaupið. Klippa: Arnar í algjöru kaosi fyrir Miðnæturhlaupið „Ég hélt að röðin hlyti að styttast rétt fyrir hlaup og maður gæti gripið númerið sitt. Ég kom svo þarna fimm mínútur í start en það var enn röð. Ég talaði þarna við starfsmann sem græjaði númerið fyrir mig. Það gekk eitthvað brösuglega en svo loksins fékk ég númerið, skellti því á bringuna og hélt ég væri að ná startinu. Kem niður að starthliði en þá eru allir farnir og ég heyri bara að það sé verið að starta 10 kílómetra hlaupinu. Ég var bara: „Ha? Eru þau farin?““ Ógeðslega skemmtilegt að þurfa að ná öllum Arnar segist hafa hugsað um það í sekúndubrot hvort hann nennti virkilega að fara af stað, án þess að vita hve langt væri í aðra keppendur og án þess að vita hversu sterk samkeppnin væri enda fjöldi erlendra keppenda að taka þátt sem hann þekkti ekki til. „En ég hugsaði þá bara með mér að ég gæti tekið þetta sem góða æfingu. Negldi bara af stað og byrjaði að taka fram úr öllum. Ég var bara í hálfgerðu móki en það er ógeðslega skemmtilegt mindset að þurfa að ná fólki. Það endaði með að ég náði fremsta manni eftir rúma fimm kílómetra og átti þokkalega gott hlaup,“ sagði Arnar í myndbandinu sem sjá má hér að ofan. Hann tekur með sér reynslu úr hlaupinu í gær en mælir ekkert sérstaklega með því að hlauparar fari of seint af stað. „Góð æfing en ég mæli ekki með að missa af startinu. Þú ferð í ákveðið „panic mode“ en það kveikir líka á geggjaðri keppnispeppun.“
Hlaup Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Sjá meira