Vísir að lægri orkureikningi Einar Vilmarsson skrifar 20. júní 2025 09:00 Við hér á Íslandi búum við þau lífsgæði að raforkan er sjálfsagður hluti af lífi okkar - frá kaffinu á morgnana til aksturs á rafbíl um landið. Þótt fæst okkar hugsi um það daglega, byggir raforkukerfið á stöðugu jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar allan ársins hring. Með síauknum vexti samfélagsins og hraðari orkuskiptum verður erfiðara að tryggja þetta jafnvægi. Raforkukerfið á Íslandi er knúið af endurnýjanlegum orkugjöfum. Þetta er styrkleiki okkar en einnig áskorun. Þó auðlindir landsins séu miklar eru þær ekki ótakmarkaðar og því þarf samfélagið að nýta þær á sem bestan hátt. Framleiðslan er stöðug en notkunin sveiflast Tæplega fimmtungur alls rafmagns sem framleitt er á Íslandi (og meira en helmingur alls heita vatnsins sem nýtt er á höfuðborgarsvæðinu) kemur frá jarðvarmavirkjunum í Henglinum; Hellisheiðar- og Nesjavallavirkjun. Þær framleiða stöðugt magn raforku en geta aðeins í takmörkuðum mæli brugðist við sveiflum í notkun raforku. Raforkunotkun almennings sveiflast hins vegar mikið: hún er meiri að vetri en sumri, meiri að degi en nóttu og meiri á virkum dögum en um helgar. Til að mæta þessum sveiflum þarf að nýta dýrari, stýranlegri orkuframleiðslu. Hefur margt jákvætt í för með sér Dreifiveitur landsins vinna að því að skipta út eldri raforkumælum fyrir mæla sem mælt geta raforkunotkun með klukkutíma upplausn. Slíkir snjallmælar gera það tæknilega mögulegt að bjóða heimilum sveigjanlega taxta sem endurspegla raunverulegan kostnað raforku. Hingað til hefur almenningur greitt fast verð fyrir raforkuna, sama hvort rafbíllinn er hlaðinn á háannatíma eða á nóttu þegar álag er minna. Slíkt er ekki skynsamlegt en með snjallmælum höfum við loksins tól til að verðlauna bætta hegðun neytenda. Nú getur fólk í fyrsta sinn stjórnað orkunotkun sinni betur og nýtt sér lægra verð utan álagstíma t.d. með því að hlaða rafbílinn á nóttunni og þannig lækkað reikninginn. Þetta köllum við hjá Orku náttúrunnar Orkuvísi. Með því að hvetja fólk til að færa raforkunotkun frá álagstoppum yfir á tímabil minni eftirspurnar fletjum við út feril raforkunotkunar, nýtum betur framleiðslugetu jarðvarmavirkjana og minnkum álagið á raforkukerfið. Samstillt átak nauðsynlegt Raforkusalan er þó aðeins hluti af heildarreikningi heimilanna, eða um þriðjungur hans. Aðrir hlutar hans skiptast milli raforkudreifingar, raforkuflutnings og skatta. Enn sem komið er bjóða dreifiveitur og flutningsfyrirtæki ekki upp á tímaháða gjaldskrá. Til að ná sem mestum ávinningi fyrir neytendur og samfélagið þarf að innleiða tímaháða taxta einnig hjá dreifiveitum og flutningsfyrirtækjum. Með því getur almenningur dregið enn frekar úr kostnaði með því að færa notkun sína utan háannatíma, jafnað álag á kerfið, styrkt raforkuöryggi og minnkað þörfina fyrir dýrar toppaflsstöðvar. Þetta stuðlar jafnframt að umhverfisvænni og hagkvæmari nýtingu raforku. Engin ein lausn getur leyst allar áskoranir raforkukerfisins, en sveigjanleg verðlagning þar sem neytendur hafa bein áhrif á kostnað sinn er mikilvægur þáttur til að tryggja raforkuöryggi og bæta nýtingu kerfisins til framtíðar. Höfundur er sérfræðingur í orkumiðlun hjá Orku náttúrunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Við hér á Íslandi búum við þau lífsgæði að raforkan er sjálfsagður hluti af lífi okkar - frá kaffinu á morgnana til aksturs á rafbíl um landið. Þótt fæst okkar hugsi um það daglega, byggir raforkukerfið á stöðugu jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar allan ársins hring. Með síauknum vexti samfélagsins og hraðari orkuskiptum verður erfiðara að tryggja þetta jafnvægi. Raforkukerfið á Íslandi er knúið af endurnýjanlegum orkugjöfum. Þetta er styrkleiki okkar en einnig áskorun. Þó auðlindir landsins séu miklar eru þær ekki ótakmarkaðar og því þarf samfélagið að nýta þær á sem bestan hátt. Framleiðslan er stöðug en notkunin sveiflast Tæplega fimmtungur alls rafmagns sem framleitt er á Íslandi (og meira en helmingur alls heita vatnsins sem nýtt er á höfuðborgarsvæðinu) kemur frá jarðvarmavirkjunum í Henglinum; Hellisheiðar- og Nesjavallavirkjun. Þær framleiða stöðugt magn raforku en geta aðeins í takmörkuðum mæli brugðist við sveiflum í notkun raforku. Raforkunotkun almennings sveiflast hins vegar mikið: hún er meiri að vetri en sumri, meiri að degi en nóttu og meiri á virkum dögum en um helgar. Til að mæta þessum sveiflum þarf að nýta dýrari, stýranlegri orkuframleiðslu. Hefur margt jákvætt í för með sér Dreifiveitur landsins vinna að því að skipta út eldri raforkumælum fyrir mæla sem mælt geta raforkunotkun með klukkutíma upplausn. Slíkir snjallmælar gera það tæknilega mögulegt að bjóða heimilum sveigjanlega taxta sem endurspegla raunverulegan kostnað raforku. Hingað til hefur almenningur greitt fast verð fyrir raforkuna, sama hvort rafbíllinn er hlaðinn á háannatíma eða á nóttu þegar álag er minna. Slíkt er ekki skynsamlegt en með snjallmælum höfum við loksins tól til að verðlauna bætta hegðun neytenda. Nú getur fólk í fyrsta sinn stjórnað orkunotkun sinni betur og nýtt sér lægra verð utan álagstíma t.d. með því að hlaða rafbílinn á nóttunni og þannig lækkað reikninginn. Þetta köllum við hjá Orku náttúrunnar Orkuvísi. Með því að hvetja fólk til að færa raforkunotkun frá álagstoppum yfir á tímabil minni eftirspurnar fletjum við út feril raforkunotkunar, nýtum betur framleiðslugetu jarðvarmavirkjana og minnkum álagið á raforkukerfið. Samstillt átak nauðsynlegt Raforkusalan er þó aðeins hluti af heildarreikningi heimilanna, eða um þriðjungur hans. Aðrir hlutar hans skiptast milli raforkudreifingar, raforkuflutnings og skatta. Enn sem komið er bjóða dreifiveitur og flutningsfyrirtæki ekki upp á tímaháða gjaldskrá. Til að ná sem mestum ávinningi fyrir neytendur og samfélagið þarf að innleiða tímaháða taxta einnig hjá dreifiveitum og flutningsfyrirtækjum. Með því getur almenningur dregið enn frekar úr kostnaði með því að færa notkun sína utan háannatíma, jafnað álag á kerfið, styrkt raforkuöryggi og minnkað þörfina fyrir dýrar toppaflsstöðvar. Þetta stuðlar jafnframt að umhverfisvænni og hagkvæmari nýtingu raforku. Engin ein lausn getur leyst allar áskoranir raforkukerfisins, en sveigjanleg verðlagning þar sem neytendur hafa bein áhrif á kostnað sinn er mikilvægur þáttur til að tryggja raforkuöryggi og bæta nýtingu kerfisins til framtíðar. Höfundur er sérfræðingur í orkumiðlun hjá Orku náttúrunnar.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun