Gengur hringinn til styrktar vannærðum börnum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 19. júní 2025 22:13 Einar segir málefnið honum mjög kært. Vísir/Samsett Einar Sindri Ásgeirsson er nýfluttur heim eftir margra ára dvöl í Hollandi og það fyrsta sem hann ætlar að gera er að ganga hringinn í kringum landið. Á meðan ferðinni stendur safnar hann pening fyrir vannærð börn í Afríku en hann leggur af stað í fyrramálið. Ferðalagið muni taka hann um sex vikur með hvíldardögum . Hann segist hafa flutt heim án þess að hafa stillt upp starfi sem tæki við við heimkomuna og ætlar að njóta íslenska sumarsins. Tilhugsunin um iðjuleysi í allt sumar heillaði hann þó heldur betur ekki. Hann segist hafa lengi fylgst með fólki sem tekur að sér slík stórvirki á netinu og ákvað að kýla á það sjálfur. „Einn fór á puttanum frá Bretlandi til Suður-Afríku og annar hjólaði frá Argentínu til Alaska. Mér datt í hug: „Hvað hafa margir gengið hringinn um Ísland?““ Hann segir hringgönguna hafa legið beinast við. Verkefnið sé viðráðanlegra en að hjóla Ameríku þvera en samt sem áður afrek sem fæstir geti stært sig af. Í huganum birtast myndir af Reyni Pétri glaðlyndum með rauða derhúfu á kollinum, að Sverri Þór Sverrissyni ógleymdum. Hann ætlar þó að ganga skrefi lengur en Sveppi, ber allar sínar vistir sjálfur og gistir í tjaldi hvar sem hann verði niðurkominn þegar dimmir. „Mér fannst til aðeins of mikils ætlast af einhverjum vini eða frænda að hann taki tvo mánuði í að elta mig í eitthvað svona,“ segir hann. Hver króna fer langt Gangan veitir honum ekki aðeins lausn frá iðjuleysinu heldur einnig tækifæri til að styðja málefni sem er honum mjög kært. „Síðasta vetur í nóvember fór ég á vegum góðgerðasamtaka innan fyrirtækisins sem ég var að vinna hjá í Hollandi sem fara í alls konar ferðir hingað og þangað um heiminn og er að leggja sjálfboðaverkefnum lið. Vinnufélagi minn var með tengingu við Úganda þar sem systir hans er að vinna sem læknir á kampi sem er með einhver 250 börn og hún vinnur í heilsugæslunni þar sem læknir,“ segir hann. The Rob Foundation hefur tekist að bjarga fleiri en 500 börnum frá dauða af völdum vannæringar.Aðsend „Hún er síðan með eigið verkefni þar sem hún berst gegn vannæringu. Hún er að hjálpa mæðrum og börnum sem eru vannærð. Hún fylgist með þeim og gefur þeim þurrmjólk og hnetumauk til að koma þeim á skrið. Það hefur gengið mjög vel og þeim hefur tekist að bjarga einhverjum fimm hundruð börnum,“ segir Einar. Hann segist hafa heimsótt starfsemina í nóvember á síðasta ári. Þar kynntist hann starfinu og lagði hönd á plóg. Það sé áberandi hvað hver króna skili miklu fyrir börnin. Ætlar að ná yfir heiðina á fyrsta degi Einar leggur af stað í langferðina klukkan átta í fyrramálið og hefst gangan austur yfir heiðina við Hallgrímskirkju. Hann segir allt til ferðarinnar búið og vonast til að ná til Hveragerðis fyrsta daginn, þó gengst hann við því að það kunni að vera hægara sagt en gert. „Það eru fjörutíu og eitthvað kílómetrar. Það er svolítið metnaðarfullt án mikillar gönguþjálfunar en ég ætla að gera mitt besta. Ég reikna með að ná því. Svo tek ég daginn eftir rólegt rölt yfir á Selfoss því þar er ég með rúm sem ég get gist,“ segir hann. Einar reiknar með að ferðalagið taki hann um sex vikur með hvíldardögum.Aðsend Umbeðinn telur Einar upp það sem með þarf að hafa í göngu sem þessa. Þar á meðal er tjald, svefnpoki, dýna, regnheld föt, jakki, buxur, skór. Tvö sett af föðurlandi, sokkar hanskar, vettlingar. Matur og eldunargræjur. Allt þetta ber hann á bakinu hringinn í kringum landið. Inn á milli fær hann þó frí frá tjaldlegunni og kemst í sturtu og á mjúka dýnu. Hann segist vera búinn að mæla sér mót við félaga á Vík, frænda á Akureyri og vin á Selfossi. Þá muni hann þiggja alla heimagistingu sem honum býðst á leiðinni enda sé áætlunin ekki að fara í lengstu útilegu síðan útlegðardómar voru lagðir niður. Öræfin erfið viðfangs Ferðin verður misjafnlega erfið og Einar segist ætla að reyna sitt besta við að forðast það að gista þær. Holtavörðuheiðin verði mikil áskorun en hann reiknar með því að vera kominn í það gott gönguform þegar þangað er komið. Hann hefur meiri áhyggjur af Jökuldalsheiðinni og Mývatnsöræfum. „Milli Egilsstaða og næsta bæjar eru hundrað og eitthvað kílómetrar. Það er Reykjahlíð við Mývatn. Milli Egilsstaða og Mývatns verður eitthvað prógramm. Það er ekkert auðvelt að redda sér vatni. Það verður mesta áskorunin,“ segir hann. Hægt verður að fylgjast með ferðalagi Einars á Instagram en hann segist stefna að því að setja inn efni þangað daglega. Þá er hægt að styrkja sjóðinn með því að smella hér. Öll framlög renna beint til sjóðsins og verða notuð til að kaupa þurrmjólk og hnetumauk fyrir vannærð börn. „Ég ætla rétt að vona að það verði ekki mikill snjór. Ég er búinn að panta gott veður restina af sumri.“ Góðverk Úganda Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Hann segist hafa flutt heim án þess að hafa stillt upp starfi sem tæki við við heimkomuna og ætlar að njóta íslenska sumarsins. Tilhugsunin um iðjuleysi í allt sumar heillaði hann þó heldur betur ekki. Hann segist hafa lengi fylgst með fólki sem tekur að sér slík stórvirki á netinu og ákvað að kýla á það sjálfur. „Einn fór á puttanum frá Bretlandi til Suður-Afríku og annar hjólaði frá Argentínu til Alaska. Mér datt í hug: „Hvað hafa margir gengið hringinn um Ísland?““ Hann segir hringgönguna hafa legið beinast við. Verkefnið sé viðráðanlegra en að hjóla Ameríku þvera en samt sem áður afrek sem fæstir geti stært sig af. Í huganum birtast myndir af Reyni Pétri glaðlyndum með rauða derhúfu á kollinum, að Sverri Þór Sverrissyni ógleymdum. Hann ætlar þó að ganga skrefi lengur en Sveppi, ber allar sínar vistir sjálfur og gistir í tjaldi hvar sem hann verði niðurkominn þegar dimmir. „Mér fannst til aðeins of mikils ætlast af einhverjum vini eða frænda að hann taki tvo mánuði í að elta mig í eitthvað svona,“ segir hann. Hver króna fer langt Gangan veitir honum ekki aðeins lausn frá iðjuleysinu heldur einnig tækifæri til að styðja málefni sem er honum mjög kært. „Síðasta vetur í nóvember fór ég á vegum góðgerðasamtaka innan fyrirtækisins sem ég var að vinna hjá í Hollandi sem fara í alls konar ferðir hingað og þangað um heiminn og er að leggja sjálfboðaverkefnum lið. Vinnufélagi minn var með tengingu við Úganda þar sem systir hans er að vinna sem læknir á kampi sem er með einhver 250 börn og hún vinnur í heilsugæslunni þar sem læknir,“ segir hann. The Rob Foundation hefur tekist að bjarga fleiri en 500 börnum frá dauða af völdum vannæringar.Aðsend „Hún er síðan með eigið verkefni þar sem hún berst gegn vannæringu. Hún er að hjálpa mæðrum og börnum sem eru vannærð. Hún fylgist með þeim og gefur þeim þurrmjólk og hnetumauk til að koma þeim á skrið. Það hefur gengið mjög vel og þeim hefur tekist að bjarga einhverjum fimm hundruð börnum,“ segir Einar. Hann segist hafa heimsótt starfsemina í nóvember á síðasta ári. Þar kynntist hann starfinu og lagði hönd á plóg. Það sé áberandi hvað hver króna skili miklu fyrir börnin. Ætlar að ná yfir heiðina á fyrsta degi Einar leggur af stað í langferðina klukkan átta í fyrramálið og hefst gangan austur yfir heiðina við Hallgrímskirkju. Hann segir allt til ferðarinnar búið og vonast til að ná til Hveragerðis fyrsta daginn, þó gengst hann við því að það kunni að vera hægara sagt en gert. „Það eru fjörutíu og eitthvað kílómetrar. Það er svolítið metnaðarfullt án mikillar gönguþjálfunar en ég ætla að gera mitt besta. Ég reikna með að ná því. Svo tek ég daginn eftir rólegt rölt yfir á Selfoss því þar er ég með rúm sem ég get gist,“ segir hann. Einar reiknar með að ferðalagið taki hann um sex vikur með hvíldardögum.Aðsend Umbeðinn telur Einar upp það sem með þarf að hafa í göngu sem þessa. Þar á meðal er tjald, svefnpoki, dýna, regnheld föt, jakki, buxur, skór. Tvö sett af föðurlandi, sokkar hanskar, vettlingar. Matur og eldunargræjur. Allt þetta ber hann á bakinu hringinn í kringum landið. Inn á milli fær hann þó frí frá tjaldlegunni og kemst í sturtu og á mjúka dýnu. Hann segist vera búinn að mæla sér mót við félaga á Vík, frænda á Akureyri og vin á Selfossi. Þá muni hann þiggja alla heimagistingu sem honum býðst á leiðinni enda sé áætlunin ekki að fara í lengstu útilegu síðan útlegðardómar voru lagðir niður. Öræfin erfið viðfangs Ferðin verður misjafnlega erfið og Einar segist ætla að reyna sitt besta við að forðast það að gista þær. Holtavörðuheiðin verði mikil áskorun en hann reiknar með því að vera kominn í það gott gönguform þegar þangað er komið. Hann hefur meiri áhyggjur af Jökuldalsheiðinni og Mývatnsöræfum. „Milli Egilsstaða og næsta bæjar eru hundrað og eitthvað kílómetrar. Það er Reykjahlíð við Mývatn. Milli Egilsstaða og Mývatns verður eitthvað prógramm. Það er ekkert auðvelt að redda sér vatni. Það verður mesta áskorunin,“ segir hann. Hægt verður að fylgjast með ferðalagi Einars á Instagram en hann segist stefna að því að setja inn efni þangað daglega. Þá er hægt að styrkja sjóðinn með því að smella hér. Öll framlög renna beint til sjóðsins og verða notuð til að kaupa þurrmjólk og hnetumauk fyrir vannærð börn. „Ég ætla rétt að vona að það verði ekki mikill snjór. Ég er búinn að panta gott veður restina af sumri.“
Góðverk Úganda Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira