Þingmenn hneykslast á mótmælum við hátíðarathöfnina Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 19. júní 2025 20:47 Rósa Guðbjartsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir mótmælin við Alþingishúsið 17. júní vanvirðingu. Vilhelm/Viktor Freyr Á meðan árleg hátíðarstund fór fram á Austurvelli á þjóðhátíðardaginn stóð hópur fólks með stóra Palestínufána og skilti sem á stóð „samsek þvert á flokka“ meðal hóps fólks sem veifaði íslenska fánanum í tilefni dagsins. Þingmaður og varaþingmaður hneykslast á mótmælunum. Fjallað var um mótmælin í Kvöldfréttum á þriðjudag. Mótmælendur þögðu meðan á athöfninni stóð en létu vel í sér heyra meðan gestir yfirgáfu svæðið. Einstaklingar úr hópnum hrópuðu „þjóðarmorð“ og „frjáls Palestína“. Einn mótmælandinn flutti ræðu þegar ráðamenn voru komnir inn í Alþingishús. Í samtali við fréttamann sagði Margrét Kristín Blöndal baráttukona fyrir frjálsri Palestínu að auðvitað nýti hún hvert tækifæri til að láta í sér heyra. Aðspurð sagði hún hópnum hafa verið vel tekið. Rósa Guðbjartsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerir mótmælin að umfjöllunarefni í pontu á Alþingi í gær í dagskrárliðnum störf þingsins. „Hingað til höfum við sammælst um að leggja stjórnmál og deilur til hliðar á þessum degi, hampa þess í stað því sem sameinar okkur, minna á gildin okkar, menninguna, upprunann, hefðirnar og sérstöðuna. Og það undir merkjum íslenska þjóðfánans sem við erum svo stolt af og umgöngumst af mikilli virðingu,“ sagði Rósa í ræðu sinni og hélt áfram: „Að hópar fólks skuli koma saman á þessum degi og það við hátíðarhöld við Alþingishúsið veifandi fána annars lands og hrópa ókvæðisorð að ráðamönnum og öðrum viðstöddum, er óboðlegt. Í gær urðum við vitni að því að þjóðhátíðardeginum okkar var sýnd mikil vanvirðing hér við Austurvöll og um leið þjóðfána okkar Íslendinga. Eigum við bara að láta slíkt viðgangast?“ Það séu næg tækifæri á Íslandi fyrir einstaklinga og hópa að koma pólitískum sjónarmiðum á framfæri alla aðra daga. Hvorki sé staður né stund fyrir það á þjóðhátíðardaginn. „Þetta var dapurleg tilraun til að niðurlægja íslensku þjóðina og hrein vanvirðing við þjóðfánann. Komum í veg fyrir svona atburði á þjóðhátíðardaginn okkar í framtíðinni og berum öll virðingu fyrir þessum mikilvæga hátíðisdegi,“ segir Rósa. Á upptöku af ræðunni má heyra þingmenn úr sal kalla fram í: „Heyr heyr“. Auk íslenska fánans var fáni Palestínu áberandi á Austurvelli á hátíðahöldunum 17. júní.Vísir/Viktor Freyr Rúnar Sigurjónsson varaþingmaður Flokks fólksins tekur í svipaðan streng í færslu á Facebook. Hann segir mótmælendurna hafa vanhelgað þjóðhátíðardaginn og truflað hátíðleika hans, „með hrópum og köllum, öskrum og skrílslátum þar sem þjóðfána annars ríkis er flaggað á hátíðlegu torgi þar sem þjóðhátíðardegi okkar er fagnað.“ Hann fordæmi mótmælin, sem að hans sögn settu svartan blett á daginn. „Ég skora því á félagið Ísland-Palestína að sýna þjóðhátíðardegi okkar Íslendinga þá örlitlu virðingu að láta af þessu háttalagi á 17. júní. [...]. Þann dag er þetta í mínum huga ekki ásættanlegt og er hvað mig varðar ykkur og ykkar málstað eiginlega bara til háborinnar skammar.“ 17. júní Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira
Fjallað var um mótmælin í Kvöldfréttum á þriðjudag. Mótmælendur þögðu meðan á athöfninni stóð en létu vel í sér heyra meðan gestir yfirgáfu svæðið. Einstaklingar úr hópnum hrópuðu „þjóðarmorð“ og „frjáls Palestína“. Einn mótmælandinn flutti ræðu þegar ráðamenn voru komnir inn í Alþingishús. Í samtali við fréttamann sagði Margrét Kristín Blöndal baráttukona fyrir frjálsri Palestínu að auðvitað nýti hún hvert tækifæri til að láta í sér heyra. Aðspurð sagði hún hópnum hafa verið vel tekið. Rósa Guðbjartsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerir mótmælin að umfjöllunarefni í pontu á Alþingi í gær í dagskrárliðnum störf þingsins. „Hingað til höfum við sammælst um að leggja stjórnmál og deilur til hliðar á þessum degi, hampa þess í stað því sem sameinar okkur, minna á gildin okkar, menninguna, upprunann, hefðirnar og sérstöðuna. Og það undir merkjum íslenska þjóðfánans sem við erum svo stolt af og umgöngumst af mikilli virðingu,“ sagði Rósa í ræðu sinni og hélt áfram: „Að hópar fólks skuli koma saman á þessum degi og það við hátíðarhöld við Alþingishúsið veifandi fána annars lands og hrópa ókvæðisorð að ráðamönnum og öðrum viðstöddum, er óboðlegt. Í gær urðum við vitni að því að þjóðhátíðardeginum okkar var sýnd mikil vanvirðing hér við Austurvöll og um leið þjóðfána okkar Íslendinga. Eigum við bara að láta slíkt viðgangast?“ Það séu næg tækifæri á Íslandi fyrir einstaklinga og hópa að koma pólitískum sjónarmiðum á framfæri alla aðra daga. Hvorki sé staður né stund fyrir það á þjóðhátíðardaginn. „Þetta var dapurleg tilraun til að niðurlægja íslensku þjóðina og hrein vanvirðing við þjóðfánann. Komum í veg fyrir svona atburði á þjóðhátíðardaginn okkar í framtíðinni og berum öll virðingu fyrir þessum mikilvæga hátíðisdegi,“ segir Rósa. Á upptöku af ræðunni má heyra þingmenn úr sal kalla fram í: „Heyr heyr“. Auk íslenska fánans var fáni Palestínu áberandi á Austurvelli á hátíðahöldunum 17. júní.Vísir/Viktor Freyr Rúnar Sigurjónsson varaþingmaður Flokks fólksins tekur í svipaðan streng í færslu á Facebook. Hann segir mótmælendurna hafa vanhelgað þjóðhátíðardaginn og truflað hátíðleika hans, „með hrópum og köllum, öskrum og skrílslátum þar sem þjóðfána annars ríkis er flaggað á hátíðlegu torgi þar sem þjóðhátíðardegi okkar er fagnað.“ Hann fordæmi mótmælin, sem að hans sögn settu svartan blett á daginn. „Ég skora því á félagið Ísland-Palestína að sýna þjóðhátíðardegi okkar Íslendinga þá örlitlu virðingu að láta af þessu háttalagi á 17. júní. [...]. Þann dag er þetta í mínum huga ekki ásættanlegt og er hvað mig varðar ykkur og ykkar málstað eiginlega bara til háborinnar skammar.“
17. júní Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira