Sigríður tekur við formennsku af Silju Báru Atli Ísleifsson skrifar 19. júní 2025 11:23 Sigríður Stefánsdóttir og Silja Bára Ómarsdóttir. Aðsend Sigríður Stefánsdóttir hefur tekið við formennsku í stjórn Rauða krossins á Íslandi (RKÍ) af Silju Báru Ómarsdóttur. Sigríður hefur verið varaformaður undanfarin þrjú ár, átti sæti í stjórn Eyjafjarðardeildar félagsins frá 2021 og hefur verið sjálfboðaliði allt frá 2017. Frá þessu segir í tilkynningu frá Rauða krossinum. Þar kemur fram að Silja Bára hafi setið í stjórn félagsins frá árinu 2018 og verið formaður síðustu þrjú árin. „Hún var nýverið kjörin rektor Háskóla Íslands og tekur við því embætti í júlí. Formannsskiptin áttu sér stað á fundi stjórnar Rauða krossins í gær, 18. júní. Sigríður er með BA-próf í almennum þjóðfélagsfræðum frá Háskóla Íslands og framhaldsnám í Þýskalandi í stjórnmálafræði. Hún hefur einnig lokið kennsluréttindanámi. Sigríður kenndi félagsfræði og stjórnmálafræði við Menntaskólann á Akureyri auk þess að sinna stjórnunarstörfum hjá Akureyrarbæ á árunum 1998 til 2017. Þá var hún bæjarfulltrúi og bæjarráðsmaður á Akureyri á árunum 1984-1998 og forseti bæjarstjórnar í tvö ár. Hún átti sæti í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga og fjölda nefnda og ráða á sveitarstjórnarstigi og hjá ríkinu. Sigríður er búsett á Akureyri,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Sigríði að hún taki við starfi formanns með mikilli auðmýkt, tilhlökkun og virðingu fyrir öllum þeim sem starfi fyrir Rauða krossinn, bæði sjálfboðaliðum og starfsfólki. „Í samvinnu við öfluga stjórn vil ég gjarnan leggja sérstaka áherslu á að fjölga sjálfboðaliðum og styðja við þau sem þeim mikilvægu og fjölbreyttu störfum sinna.“ Þá vill hún einnig reyna að tryggja að starf Rauða krossins sé öflugt um allt land. Á sama tíma segir hún mikilvægt að sinna hjálparstarfi og alþjóðastarfi á viðsjárverðum tímum. „Rauði krossinn þarf að halda áfram að vera ávallt til staðar, þar sem þörfin er mest,“ segir Sigríður. Lýkur stjórnarsetu með þakklæti Silja Bára segir það hafi verið mikill heiður að vera í stjórn Rauða krossins og gegna formennsku síðustu árin. „Á þeim tíma sem ég hef verið í stjórn hefur geisað heimsfaraldur, eldgosahrina gengið yfir og flóttafólki á landinu fjölgað gríðarlega,“ segir hún. „Rauði krossinn hefur sinnt mikilvægum verkefnum á öllum þessum sviðum, ásamt því að reka önnur mikilvæg verkefni sem reiða sig á sjálfboðna þjónustu fólks í sínum nærsamfélögum. Við fögnuðum hundrað ára afmæli í fyrra og við það tækifæri gafst gott tækifæri til að skoða hvernig starf félagsins hefur þróast en sami kjarninn haldist – að styðja við fólk í erfiðum aðstæðum. Það er ástæða til að vera uggandi um framtíðina, stríð geisa víða um heim og hungursneyðir af mannavöldum og náttúrunnar kalla á aukið framlag til þróunarstarfs og friðaruppbyggingar, en áhersla ráðafólks er frekar á að svara kalli eftir aukinni hervæðingu. Verkefni Rauða krossins, hér heima og á alþjóðavettvangi, verður áfram að vera til staðar fyrir samfélagið sitt og það þurfum við að skilgreina á breiðan hátt. Ég lýk stjórnarsetu í Rauða krossinum með þakklæti en held áfram að vera félagi og Mannvinur,“ segir Silja Bára. Vistaskipti Félagasamtök Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá Rauða krossinum. Þar kemur fram að Silja Bára hafi setið í stjórn félagsins frá árinu 2018 og verið formaður síðustu þrjú árin. „Hún var nýverið kjörin rektor Háskóla Íslands og tekur við því embætti í júlí. Formannsskiptin áttu sér stað á fundi stjórnar Rauða krossins í gær, 18. júní. Sigríður er með BA-próf í almennum þjóðfélagsfræðum frá Háskóla Íslands og framhaldsnám í Þýskalandi í stjórnmálafræði. Hún hefur einnig lokið kennsluréttindanámi. Sigríður kenndi félagsfræði og stjórnmálafræði við Menntaskólann á Akureyri auk þess að sinna stjórnunarstörfum hjá Akureyrarbæ á árunum 1998 til 2017. Þá var hún bæjarfulltrúi og bæjarráðsmaður á Akureyri á árunum 1984-1998 og forseti bæjarstjórnar í tvö ár. Hún átti sæti í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga og fjölda nefnda og ráða á sveitarstjórnarstigi og hjá ríkinu. Sigríður er búsett á Akureyri,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Sigríði að hún taki við starfi formanns með mikilli auðmýkt, tilhlökkun og virðingu fyrir öllum þeim sem starfi fyrir Rauða krossinn, bæði sjálfboðaliðum og starfsfólki. „Í samvinnu við öfluga stjórn vil ég gjarnan leggja sérstaka áherslu á að fjölga sjálfboðaliðum og styðja við þau sem þeim mikilvægu og fjölbreyttu störfum sinna.“ Þá vill hún einnig reyna að tryggja að starf Rauða krossins sé öflugt um allt land. Á sama tíma segir hún mikilvægt að sinna hjálparstarfi og alþjóðastarfi á viðsjárverðum tímum. „Rauði krossinn þarf að halda áfram að vera ávallt til staðar, þar sem þörfin er mest,“ segir Sigríður. Lýkur stjórnarsetu með þakklæti Silja Bára segir það hafi verið mikill heiður að vera í stjórn Rauða krossins og gegna formennsku síðustu árin. „Á þeim tíma sem ég hef verið í stjórn hefur geisað heimsfaraldur, eldgosahrina gengið yfir og flóttafólki á landinu fjölgað gríðarlega,“ segir hún. „Rauði krossinn hefur sinnt mikilvægum verkefnum á öllum þessum sviðum, ásamt því að reka önnur mikilvæg verkefni sem reiða sig á sjálfboðna þjónustu fólks í sínum nærsamfélögum. Við fögnuðum hundrað ára afmæli í fyrra og við það tækifæri gafst gott tækifæri til að skoða hvernig starf félagsins hefur þróast en sami kjarninn haldist – að styðja við fólk í erfiðum aðstæðum. Það er ástæða til að vera uggandi um framtíðina, stríð geisa víða um heim og hungursneyðir af mannavöldum og náttúrunnar kalla á aukið framlag til þróunarstarfs og friðaruppbyggingar, en áhersla ráðafólks er frekar á að svara kalli eftir aukinni hervæðingu. Verkefni Rauða krossins, hér heima og á alþjóðavettvangi, verður áfram að vera til staðar fyrir samfélagið sitt og það þurfum við að skilgreina á breiðan hátt. Ég lýk stjórnarsetu í Rauða krossinum með þakklæti en held áfram að vera félagi og Mannvinur,“ segir Silja Bára.
Vistaskipti Félagasamtök Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira