Friðum Eyjafjörð Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir skrifar 19. júní 2025 09:02 Atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, hefur lýst því yfir að framkvæma skuli burðarþolsmat fyrir Eyjafjörð vegna mögulegrar sjókvíaeldisstarfsemi. Verði burðarþolsmatið samþykkt gæti sjókvíaeldi hafist í Eyjafirði. Einhver hluti íbúa við fjörðinn sáttur, annar hluti ósáttur. Við höfum mörg hver fylgst með baráttu Seyðfirðinga í gegnum árin, hún hefur verið strembin og þar á að koma upp sjókvíaeldi í óþökk þorra íbúa. Óháð skoðanamun ber okkur skylda til að standa vörð um náttúruauðlindir okkar, því þær eru undirstaða samfélagsins hér við fjörðinn. Fyrir fimm árum samþykkti meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar að beina því til þáverandi sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður yrði friðaður fyrir sjókvíaeldi. Tillagan kom frá oddvita Sjálfstæðisflokksins og naut víðtæks stuðnings innan bæjarstjórnar. Árið 2023 lagði matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, fram frumvarpsdrög um lagareldi þar sem gert var ráð fyrir að bæði Eyjafjörður og Öxarfjörður yrðu formlega friðaðir og eldi laxfiska bannað. Umræðan um sjókvíaeldi í Eyjafirði er ekki ný – í mörg ár hefur verið unnið að undirbúningi slíkrar starfsemi þrátt fyrir viðvarandi andstöðu íbúa. Undanfarin ár hefur töluverður vöxtur verið í ferðaþjónustu í Eyjafirði. Inn Eyjafjörð siglir töluverður fjöldi skemmtiferðaskipa hvert sumar, eins hefur verið vöxtur í hvalaskoðun við fjörðinn. Millilandaflug er að festa sig í sessi og töluverð uppbygging er á gistirýmum á svæðinu. Hingað kemur fólk til að upplifa ósnortna náttúru og þar liggja vaxtarmöguleikar svæðisins, ekki í stóriðju á borð við sjókvíaeldi sem hefur óafturkræf áhrif á náttúru og umhverfi. Reynslan sýnir að laxeldi í sjókvíum hefur valdið alvarlegum skaða á vistkerfum og haft mjög skaðleg áhrif á villta stofna lax og göngusilungs. Tæplega 70% landsmanna eru á móti sjókvíaeldi samkvæmt könnun frá 2024. Eingöngu 21% íbúa í Norðausturkjördæmi eru jákvæð í garð sjókvíaeldis. Sköpum frið um Eyjafjörð. Friðum fjörðinn fyrir sjókvíaeldi– og leyfum náttúrunni að njóta vafans. Höfundur er bæjarfulltrúi Akureyrarbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Umhverfismál Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, hefur lýst því yfir að framkvæma skuli burðarþolsmat fyrir Eyjafjörð vegna mögulegrar sjókvíaeldisstarfsemi. Verði burðarþolsmatið samþykkt gæti sjókvíaeldi hafist í Eyjafirði. Einhver hluti íbúa við fjörðinn sáttur, annar hluti ósáttur. Við höfum mörg hver fylgst með baráttu Seyðfirðinga í gegnum árin, hún hefur verið strembin og þar á að koma upp sjókvíaeldi í óþökk þorra íbúa. Óháð skoðanamun ber okkur skylda til að standa vörð um náttúruauðlindir okkar, því þær eru undirstaða samfélagsins hér við fjörðinn. Fyrir fimm árum samþykkti meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar að beina því til þáverandi sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður yrði friðaður fyrir sjókvíaeldi. Tillagan kom frá oddvita Sjálfstæðisflokksins og naut víðtæks stuðnings innan bæjarstjórnar. Árið 2023 lagði matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, fram frumvarpsdrög um lagareldi þar sem gert var ráð fyrir að bæði Eyjafjörður og Öxarfjörður yrðu formlega friðaðir og eldi laxfiska bannað. Umræðan um sjókvíaeldi í Eyjafirði er ekki ný – í mörg ár hefur verið unnið að undirbúningi slíkrar starfsemi þrátt fyrir viðvarandi andstöðu íbúa. Undanfarin ár hefur töluverður vöxtur verið í ferðaþjónustu í Eyjafirði. Inn Eyjafjörð siglir töluverður fjöldi skemmtiferðaskipa hvert sumar, eins hefur verið vöxtur í hvalaskoðun við fjörðinn. Millilandaflug er að festa sig í sessi og töluverð uppbygging er á gistirýmum á svæðinu. Hingað kemur fólk til að upplifa ósnortna náttúru og þar liggja vaxtarmöguleikar svæðisins, ekki í stóriðju á borð við sjókvíaeldi sem hefur óafturkræf áhrif á náttúru og umhverfi. Reynslan sýnir að laxeldi í sjókvíum hefur valdið alvarlegum skaða á vistkerfum og haft mjög skaðleg áhrif á villta stofna lax og göngusilungs. Tæplega 70% landsmanna eru á móti sjókvíaeldi samkvæmt könnun frá 2024. Eingöngu 21% íbúa í Norðausturkjördæmi eru jákvæð í garð sjókvíaeldis. Sköpum frið um Eyjafjörð. Friðum fjörðinn fyrir sjókvíaeldi– og leyfum náttúrunni að njóta vafans. Höfundur er bæjarfulltrúi Akureyrarbæjar.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar