Vandræðaleg heimsókn til Trump í Hvíta Húsið: „Kæmist kona í ykkar lið?“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júní 2025 06:32 Donald Trump Bandaríkjaforseti sat við borðið sitt og spurði leikmenn Juventus spurninga. Fremst má sjá bikarinn sem keppt er um í heimsmeistarakeppni félagsliða. Getty/Chip Somodevilla Leikmenn og starfsmenn ítalska fótboltafélagsins Juventus var boðið í heimsókn í Hvíta húsið í Washington DC en upp kom frekar kjánaleg stund í boði Bandaríkjaforseta. Juventus er að taka þátt í heimsmeistarakeppni félagsliða og áttu leik í nótt á móti Al Ain frá Sameinuðu furstadæmunum á Audi Field í Washington DC. Fyrir leikinn fóru leikmenn og starfsmenn félagsins í heimsóknina. Donaldo Trump spurði leikmenn Juventus um þeirra skoðun á transfólki í íþróttum. Guardian segir frá. Trump skrifaði undir lög í febrúar sem banna transkonum frá þátttöku í kvennaíþróttum. Hann vildi endilega ræða þessi mál við leikmenn ítalska stórliðsins. Meðal þeirra voru bandarísku leikmennirnir Timothy Weah og Weston McKennie, sem spila með ítalska liðinu. „Jæja strákar. Kæmist kona í ykkar lið,“ spurði Donald Trump. Leikmennirnir brostu vandræðalega en sögðu ekkert. Þegar Trump spurði sömu spurningar aftur þá reyndi framkvæmdastjórinn, Damien Comolli, að breyta um umræðuefni. „Við erum með mjög gott kvennalið,“ sagði Damien Comolli en Juventus konurnar eru einmitt ítalskir meistarar. „Þannig að þeir ættu að vera spila með konunum,“ sagði Trump léttur en Comolli svaraði ekki. „Hann er mjög pólitískur,“ svaraði þá Trump þegar hann gafst upp á því að bíða. Ummæli Trump koma á sama tíma og transfólk þarf að þola meira áreiti og fjandskap í Bandaríkjunum. Heimsóknin truflaði leikmennina þó ekki mikið í leiknum því Juventus vann hann 5-0 eftir að hafa komust í 4-0 í fyrri hálfleiknum. Kolo Muani og Chico Conceicao skoruðu báðir tvö mörk og Kenan Yildiz skoraði síðasta markið. Khéphren Thuram-Ulien og Alberto Costa voru báðir með tvær stoðsendingar í fyrri hálfleiknum. Ítalski boltinn Donald Trump HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Sjá meira
Juventus er að taka þátt í heimsmeistarakeppni félagsliða og áttu leik í nótt á móti Al Ain frá Sameinuðu furstadæmunum á Audi Field í Washington DC. Fyrir leikinn fóru leikmenn og starfsmenn félagsins í heimsóknina. Donaldo Trump spurði leikmenn Juventus um þeirra skoðun á transfólki í íþróttum. Guardian segir frá. Trump skrifaði undir lög í febrúar sem banna transkonum frá þátttöku í kvennaíþróttum. Hann vildi endilega ræða þessi mál við leikmenn ítalska stórliðsins. Meðal þeirra voru bandarísku leikmennirnir Timothy Weah og Weston McKennie, sem spila með ítalska liðinu. „Jæja strákar. Kæmist kona í ykkar lið,“ spurði Donald Trump. Leikmennirnir brostu vandræðalega en sögðu ekkert. Þegar Trump spurði sömu spurningar aftur þá reyndi framkvæmdastjórinn, Damien Comolli, að breyta um umræðuefni. „Við erum með mjög gott kvennalið,“ sagði Damien Comolli en Juventus konurnar eru einmitt ítalskir meistarar. „Þannig að þeir ættu að vera spila með konunum,“ sagði Trump léttur en Comolli svaraði ekki. „Hann er mjög pólitískur,“ svaraði þá Trump þegar hann gafst upp á því að bíða. Ummæli Trump koma á sama tíma og transfólk þarf að þola meira áreiti og fjandskap í Bandaríkjunum. Heimsóknin truflaði leikmennina þó ekki mikið í leiknum því Juventus vann hann 5-0 eftir að hafa komust í 4-0 í fyrri hálfleiknum. Kolo Muani og Chico Conceicao skoruðu báðir tvö mörk og Kenan Yildiz skoraði síðasta markið. Khéphren Thuram-Ulien og Alberto Costa voru báðir með tvær stoðsendingar í fyrri hálfleiknum.
Ítalski boltinn Donald Trump HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Sjá meira