„Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júní 2025 08:02 Lando Norris gerði svakaleg mistök sem kostuðu hann og McLaren dýrmæt stig í Kanada. Norris baðst strax afsökunar og kallaði akstur sinn heimskulegan. Getty/Jared C. Tilton Lýsendurnir í formúlu 1 trúði varla því sem þeir heyrðu og sáu í dramtískum tíunda kappastkri tímabilsins. Kristján Einar Kristjánsson og Bragi Þórðarson lýstu Kanadakappakstrinum í gær þegar bílar liðsfélaganna hjá McLaren-Mercedes lentu saman. Oscar Piastri og Lando Norris eru í tveimur efstu sætunum í heimsmeistarakeppni ökumanna en Norris kláraði ekki Kanadakappaksturinn í gær. Hann var líka nánast búinn að eyðileggja kappaksturinn líka fyrir liðsfélaga sínum Piastri. Norris reyndi að troða sér fram úr Piastri þegar fjórir hringir voru eftir. Það fór ekki betur en að Norris keyrði aftan á bíl Piastri. Á Pittinum má sjá þá Kristján Einar og Braga og lýsa keppninni þegar þessi árekstur var. „Lando Norris keyrði aftan á hann. Þetta var alltaf að fara að gerast. Lando Norris er út úr keppninni,“ sagði Kristján Einar. „Norris hefði getað tekið þá báða út þarna,“ sagði Bragi. Þeir fengu síðan að sjá endursýninguna. „Norris var að reyna að troða sér í pláss sem var ekki til. Það hlaut að koma að þessu,“ sagði Kristján. Norris var úr leik en Piastri gat klárað keppnina og tryggt sér fjórða sætið. Það má sjá þá viðbrögð þeirra félaga við árekstrinum sem og við því sem Lando Norris sagði strax á eftir. Norris baðst strax afsökunar og sagði þetta hefði verið heimskulegt hjá sér. „Þetta, Bragi Þórðarson, hef ég aldrei á ævinni minni heyrt kappakstursökumann segja áður,“ sagði Kristján Einar eftir afsökunarbeiðni Norris. „Hvað þá kappakstursmann sem er að keppa um heimsmeistaratitilinn í formúlu 1,“ sagði Bragi. Það má sjá þetta allt saman hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Pitturinn (@pitturinn) Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Kristján Einar Kristjánsson og Bragi Þórðarson lýstu Kanadakappakstrinum í gær þegar bílar liðsfélaganna hjá McLaren-Mercedes lentu saman. Oscar Piastri og Lando Norris eru í tveimur efstu sætunum í heimsmeistarakeppni ökumanna en Norris kláraði ekki Kanadakappaksturinn í gær. Hann var líka nánast búinn að eyðileggja kappaksturinn líka fyrir liðsfélaga sínum Piastri. Norris reyndi að troða sér fram úr Piastri þegar fjórir hringir voru eftir. Það fór ekki betur en að Norris keyrði aftan á bíl Piastri. Á Pittinum má sjá þá Kristján Einar og Braga og lýsa keppninni þegar þessi árekstur var. „Lando Norris keyrði aftan á hann. Þetta var alltaf að fara að gerast. Lando Norris er út úr keppninni,“ sagði Kristján Einar. „Norris hefði getað tekið þá báða út þarna,“ sagði Bragi. Þeir fengu síðan að sjá endursýninguna. „Norris var að reyna að troða sér í pláss sem var ekki til. Það hlaut að koma að þessu,“ sagði Kristján. Norris var úr leik en Piastri gat klárað keppnina og tryggt sér fjórða sætið. Það má sjá þá viðbrögð þeirra félaga við árekstrinum sem og við því sem Lando Norris sagði strax á eftir. Norris baðst strax afsökunar og sagði þetta hefði verið heimskulegt hjá sér. „Þetta, Bragi Þórðarson, hef ég aldrei á ævinni minni heyrt kappakstursökumann segja áður,“ sagði Kristján Einar eftir afsökunarbeiðni Norris. „Hvað þá kappakstursmann sem er að keppa um heimsmeistaratitilinn í formúlu 1,“ sagði Bragi. Það má sjá þetta allt saman hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Pitturinn (@pitturinn)
Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira