Þessar fara á EM fyrir hönd Íslands: Diljá og Amanda en engin Fanndís Sindri Sverrisson skrifar 13. júní 2025 12:27 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir eru lykilmenn í íslenska hópnum sem fer á EM. vísir/Anton Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson hefur nú gefið út hvaða 23 leikmenn verða í EM-hópi Íslands sem brátt hefur keppni á Evrópumótinu í fótbolta í Sviss. Kynningu á hópnum má sjá í myndbandinu hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) Fátt kemur á óvart við hópinn sem er nánast sá sami og Þorsteinn valdi fyrir síðustu leiki í Þjóðadeildinni. Þó eru þær Amanda Andradóttir og Diljá Ýr Zomers í hópnum núna eftir að hafa verið að glíma við meiðsli. Emilía Kiær Ásgeirsdóttir, sem líkt og Amanda varð að draga sig úr síðasta hópi vegna meiðsla, er ekki í EM-hópnum. Fanndís Friðriksdóttir, sem kom inn í síðasta hóp í stað Emilíu og lék sinn fyrsta landsleik í fimm ár í 2-0 tapinu gegn Frökkum, er heldur ekki í EM-hópnum. Arna Eiríksdóttir, sem farið hefur á kostum með FH í sumar og var kölluð inn í stað Amöndu fyrir síðustu landsleiki, er ekki heldur í hópnum. Á meðal leikmanna sem áttu þátt í að koma Íslandi á EM en fara ekki á mótið eru Selma Sól Magnúsdóttir og Bryndís Arna Níelsdóttir sem verið hafa frá keppni vegna meiðsla. Íslenska liðið kemur saman í Serbíu í aðdraganda EM og mætir þar heimakonum föstudaginn 27. júní. Liðið mætir svo Finnlandi í fyrsta leik á EM, 2. júlí, því næst Sviss 6. júlí og svo Noregi 10. júlí. Tvö efstu lið riðilsins komast í 8-liða úrslit. Þorsteinn mun kynna valið sitt og svara spurningum blaðamanna á fjölmiðlafundi í beinni útsendingu á Vísi klukkan 13. EM-hópur Íslands 2025.KSÍ EM-hópur Íslands Markmenn: Cecilía Rán Rúnarsdóttir - Inter Milan - 19 leikir Fanney Inga Birkisdóttir - BK Häcken - 8 leikir Telma Ívarsdóttir - Breiðablik - 12 leikir Varnarmenn: Guðný Árnadóttir - Kristianstads DFF - 40 leikir Ingibjörg Sigurðardóttir - Brondby IF - 74 leikir, 2 mörk Glódís Perla Viggósdóttir - FC Bayern Munich - 136 leikir, 11 mark Guðrún Arnardóttir - FC Rosengård - 51 leikur, 1 mark Natasha Moraa Anasi - Valur - 9 leikir, 1 mark Sædís Rún Heiðarsdóttir - Vålerenga - 18 leikir Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir - Breiðablik - 20 leikir Miðjumenn: Alexandra Jóhannsdóttir - Kristianstads DFF - 54 leikir, 6 mörk Berglind Rós Ágústsdóttir - Valur - 19 leikir, 1 mark Katla Tryggvadóttir - Kristianstads DFF - 6 leikir Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - Bayer Leverkusen - 53 leikir, 14 mörk Dagný Brynjarsdóttir - West Ham F.C. - 118 leikir, 38 mörk Hildur Antonsdóttir - Madrid CFF - 26 leikir, 2 mörk Kant- og sóknarmenn: Sandra María Jessen - Þór/KA - 53 leikir, 6 mörk Hafrún Rakel Halldórsdóttir - Brondby IF - 16 leikir, 1 mark Diljá Ýr Zomers - OH Leuven - 19 leikir, 2 mörk Sveindís Jane Jónsdóttir - Angel City FC - 50 leikir, 13 mörk Hlín Eiríksdóttir - Leicester City - 49 leikir, 6 mörk Amanda Jacobsen Andradóttir - FC Twente - 23 leikir, 2 mörk Agla María Albertsdóttir - Breiðablik - 60 leikir, 4 mörk EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Kynningu á hópnum má sjá í myndbandinu hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) Fátt kemur á óvart við hópinn sem er nánast sá sami og Þorsteinn valdi fyrir síðustu leiki í Þjóðadeildinni. Þó eru þær Amanda Andradóttir og Diljá Ýr Zomers í hópnum núna eftir að hafa verið að glíma við meiðsli. Emilía Kiær Ásgeirsdóttir, sem líkt og Amanda varð að draga sig úr síðasta hópi vegna meiðsla, er ekki í EM-hópnum. Fanndís Friðriksdóttir, sem kom inn í síðasta hóp í stað Emilíu og lék sinn fyrsta landsleik í fimm ár í 2-0 tapinu gegn Frökkum, er heldur ekki í EM-hópnum. Arna Eiríksdóttir, sem farið hefur á kostum með FH í sumar og var kölluð inn í stað Amöndu fyrir síðustu landsleiki, er ekki heldur í hópnum. Á meðal leikmanna sem áttu þátt í að koma Íslandi á EM en fara ekki á mótið eru Selma Sól Magnúsdóttir og Bryndís Arna Níelsdóttir sem verið hafa frá keppni vegna meiðsla. Íslenska liðið kemur saman í Serbíu í aðdraganda EM og mætir þar heimakonum föstudaginn 27. júní. Liðið mætir svo Finnlandi í fyrsta leik á EM, 2. júlí, því næst Sviss 6. júlí og svo Noregi 10. júlí. Tvö efstu lið riðilsins komast í 8-liða úrslit. Þorsteinn mun kynna valið sitt og svara spurningum blaðamanna á fjölmiðlafundi í beinni útsendingu á Vísi klukkan 13. EM-hópur Íslands 2025.KSÍ EM-hópur Íslands Markmenn: Cecilía Rán Rúnarsdóttir - Inter Milan - 19 leikir Fanney Inga Birkisdóttir - BK Häcken - 8 leikir Telma Ívarsdóttir - Breiðablik - 12 leikir Varnarmenn: Guðný Árnadóttir - Kristianstads DFF - 40 leikir Ingibjörg Sigurðardóttir - Brondby IF - 74 leikir, 2 mörk Glódís Perla Viggósdóttir - FC Bayern Munich - 136 leikir, 11 mark Guðrún Arnardóttir - FC Rosengård - 51 leikur, 1 mark Natasha Moraa Anasi - Valur - 9 leikir, 1 mark Sædís Rún Heiðarsdóttir - Vålerenga - 18 leikir Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir - Breiðablik - 20 leikir Miðjumenn: Alexandra Jóhannsdóttir - Kristianstads DFF - 54 leikir, 6 mörk Berglind Rós Ágústsdóttir - Valur - 19 leikir, 1 mark Katla Tryggvadóttir - Kristianstads DFF - 6 leikir Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - Bayer Leverkusen - 53 leikir, 14 mörk Dagný Brynjarsdóttir - West Ham F.C. - 118 leikir, 38 mörk Hildur Antonsdóttir - Madrid CFF - 26 leikir, 2 mörk Kant- og sóknarmenn: Sandra María Jessen - Þór/KA - 53 leikir, 6 mörk Hafrún Rakel Halldórsdóttir - Brondby IF - 16 leikir, 1 mark Diljá Ýr Zomers - OH Leuven - 19 leikir, 2 mörk Sveindís Jane Jónsdóttir - Angel City FC - 50 leikir, 13 mörk Hlín Eiríksdóttir - Leicester City - 49 leikir, 6 mörk Amanda Jacobsen Andradóttir - FC Twente - 23 leikir, 2 mörk Agla María Albertsdóttir - Breiðablik - 60 leikir, 4 mörk
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira