„Mikilvægt skref“ að veita Bandaríkjunum aðgang að dönskum herstöðvum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. júní 2025 12:08 Þorgerður Katrín segir Dani stíga jákvætt skref. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir Dani hafa stigið mikilvægt og jákvætt skref fyrir Atlantshafsbandalagið með því að lögleiða samning við Bandaríkin sem veitir þeim nær óhindraðan aðgang að dönskum herstöðvum. Lögleiðing samningsins var samþykkt með stórum meirihluta á danska þinginu í gær. Samkvæmt honum fær bandaríski herinn aðgang að flugherstöðvunum í Karup, Skydstrup og Álaborg en Karup er miðstöð danska flughersins. Samkvæmt dönskum miðlum munu Bandaríkjamenn sjálfir fara með lögsögu yfir þeim hermönnum sem hafa viðveru í dönskum herstöðvum. Ólíkar meiningar Varnarsamningurinn var samþykktur í desember 2023 en þingið greiddi um hann atkvæði í gær. Fulltrúar Enhedslisten, Alternativet og Borgaraflokksins greiddu atkvæði gegn gildistöku samningsins og voru óvægin í gagnrýni sinni á hann. Pelle Dragsted, formaður Enhedslisten, sagði samninginn svik við dönsku þjóðina og aðrir fulltrúar flokksins hafa sagt fullveldisafsalið sem felst í samningnum brjóta í bága við stjórnarskrá Danmerkur. „Mér finnst þetta jákvætt merki fyrir Atlantshafsbandalagið og samstarf bæði vina- og bandalagsþjóða. Varðandi Ísland er aðeins önnur staða núna,“ segir Þorgerður Katrín. Fleiri norrænir þjóðir hafa verið að gera álíka varnarsamstarfssamninga við Bandaríkin nýverið. Svíþjóð, Noregur og Finnland eru öll mislangt komin í lögleiðingaferli líks samnings. Samræming varna yfir Norðurlöndin Þorgerður Katrín segir það skýrt að í slíkum samningi felist samstarf sem er ekki einhliða. „Eftir að Bandaríkin fóru með herlið sitt 2006 þá byggir þetta á gagnkvæmni og við tökum að okkur að vera gestaríki. Bandaríkin geta komið hingað en þau geta ekki komið hingað fyrirvaralaust heldur bara eftir samtal. Þessar heimildir eru til staðar hér og það undirstrikar það að við erum í góðu samtali og samstarfi við Bandaríkin eiginlega á hverjum degi,“ segir hún. Ráðherrann segir að með samningunum sé verið að samræma varnarsamstarf Bandaríkjanna þvert yfir Norðurlöndin. Þá ítrekar hún að bandaríski herinn geti ekki komið sér fyrirvaralaust í samstarfslöndum heldur eigi að vera virkt samtal þjóðanna á milli. „Mér finnst þetta jákvætt fyrir Atlantshafsbandalagið að það er verið að klára ákveðna samfellu og Danir eru að taka mjög mikilvægt skref með því að lögleiða þetta en þetta er eitthvað sem við Íslendingar höfum þegar lögleitt,“ segir Þorgerður. Sterkari saman en í sundur Mette Frederiksen forsætisráðherra sagði í gær að það væri afgerandi að þétta raðirnar og auka samstarf Danmerkur við Bandaríkin, ekki síst á tímum sem þessum. „Vandamálið er ekki að Bandaríkin hafi of mikla viðveru í Evrópu. Þvert á móti er hættan sú að Bandaríkin dragi sig í hlé og flytji hermenn sína burt eða stöðvi hernaðaraðstoð til Úkraínu,“ hefur Politiken eftir henni. Tekur þú undir með forsætisráðherranum? „Ég er sammála Mette í þessu. Ég hef lagt mikla áherslu á það að samtalið við Bandaríkin sé sterkt og gott eins og það hefur verið í gegnum tíðina. Það sjá allir að Bandaríkin og Evrópa eru sterkari saman en í sundur,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Danmörk Öryggis- og varnarmál Bandaríkin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Lögleiðing samningsins var samþykkt með stórum meirihluta á danska þinginu í gær. Samkvæmt honum fær bandaríski herinn aðgang að flugherstöðvunum í Karup, Skydstrup og Álaborg en Karup er miðstöð danska flughersins. Samkvæmt dönskum miðlum munu Bandaríkjamenn sjálfir fara með lögsögu yfir þeim hermönnum sem hafa viðveru í dönskum herstöðvum. Ólíkar meiningar Varnarsamningurinn var samþykktur í desember 2023 en þingið greiddi um hann atkvæði í gær. Fulltrúar Enhedslisten, Alternativet og Borgaraflokksins greiddu atkvæði gegn gildistöku samningsins og voru óvægin í gagnrýni sinni á hann. Pelle Dragsted, formaður Enhedslisten, sagði samninginn svik við dönsku þjóðina og aðrir fulltrúar flokksins hafa sagt fullveldisafsalið sem felst í samningnum brjóta í bága við stjórnarskrá Danmerkur. „Mér finnst þetta jákvætt merki fyrir Atlantshafsbandalagið og samstarf bæði vina- og bandalagsþjóða. Varðandi Ísland er aðeins önnur staða núna,“ segir Þorgerður Katrín. Fleiri norrænir þjóðir hafa verið að gera álíka varnarsamstarfssamninga við Bandaríkin nýverið. Svíþjóð, Noregur og Finnland eru öll mislangt komin í lögleiðingaferli líks samnings. Samræming varna yfir Norðurlöndin Þorgerður Katrín segir það skýrt að í slíkum samningi felist samstarf sem er ekki einhliða. „Eftir að Bandaríkin fóru með herlið sitt 2006 þá byggir þetta á gagnkvæmni og við tökum að okkur að vera gestaríki. Bandaríkin geta komið hingað en þau geta ekki komið hingað fyrirvaralaust heldur bara eftir samtal. Þessar heimildir eru til staðar hér og það undirstrikar það að við erum í góðu samtali og samstarfi við Bandaríkin eiginlega á hverjum degi,“ segir hún. Ráðherrann segir að með samningunum sé verið að samræma varnarsamstarf Bandaríkjanna þvert yfir Norðurlöndin. Þá ítrekar hún að bandaríski herinn geti ekki komið sér fyrirvaralaust í samstarfslöndum heldur eigi að vera virkt samtal þjóðanna á milli. „Mér finnst þetta jákvætt fyrir Atlantshafsbandalagið að það er verið að klára ákveðna samfellu og Danir eru að taka mjög mikilvægt skref með því að lögleiða þetta en þetta er eitthvað sem við Íslendingar höfum þegar lögleitt,“ segir Þorgerður. Sterkari saman en í sundur Mette Frederiksen forsætisráðherra sagði í gær að það væri afgerandi að þétta raðirnar og auka samstarf Danmerkur við Bandaríkin, ekki síst á tímum sem þessum. „Vandamálið er ekki að Bandaríkin hafi of mikla viðveru í Evrópu. Þvert á móti er hættan sú að Bandaríkin dragi sig í hlé og flytji hermenn sína burt eða stöðvi hernaðaraðstoð til Úkraínu,“ hefur Politiken eftir henni. Tekur þú undir með forsætisráðherranum? „Ég er sammála Mette í þessu. Ég hef lagt mikla áherslu á það að samtalið við Bandaríkin sé sterkt og gott eins og það hefur verið í gegnum tíðina. Það sjá allir að Bandaríkin og Evrópa eru sterkari saman en í sundur,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra.
Danmörk Öryggis- og varnarmál Bandaríkin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira