Skuldin við jörðina: Kolefnisstjórnun skiptir sköpum Nótt Thorberg skrifar 12. júní 2025 11:15 Markmið Parísarsamkomulagsins er að halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráður á Celcíus. Vísindasamfélagið hefur sýnt fram á að fari hlýnunin yfir þennan þröskuld muni áhrif hennar á umhverfi og samfélag manna aukast bæði hratt og verulega. Til að ná þessu mikilvæga markmiði er hins vegar ekki nóg eitt og sér að draga úr losun. Við þurfum einnig að eiga við það kolefni sem nú þegar hefur safnast saman í andrúmsloftinu og jafnframt það sem mun áfram bætast við – allt fram að því að markmiðum verður náð. Til einföldunar getum við litið á málið eins og skuld. Þótt eyðslunni sé hætt þarf samt að borga skuldina. Kolefnið sem þegar er til staðar í lofthjúpnum hefur áhrif á loftslag jarðar og því er brýnt að minnka það með markvissum hætti, til dæmis með því að jafna það út, binda það varanlega eða endurnýta það í iðnaði. Þessar leiðir eru dæmi um svokallaða kolefnisstjórnun (e. Carbon Management) en hún er lykilþáttur í því að ná alþjóðlegum loftslagsmarkmiðum. Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna (IPCC) hefur ítrekað bent á að lausnir sem fanga og binda kolefni séu ekki valkostir heldur bein nauðsyn til þess að stemma stigu við vandanum. Slíkar lausnir kallast alþjóðlega CCS (e. Carbon Capture and Storage) og CDR (e. Carbon Dioxide Removal). Þær fela í sér sér að kolefni sé ýmist fangað úr andrúmslofti eða frá iðnaðis og að það sé bundið varanlega í jarðlög þar sem það verður að steini. Þá er einnig horft til þess hvernig endurnýta megi kolefni (e. Carbon Capture, Storage and Utilization), meðal annars til framleiðslu rafeldsneytis og annarra vistvænna efna. Nýútkomin skýrsla DNV Energy Transition Outlook: CCS to 2050, sem birt var í vikunni, spáir því að þessar lausnir muni vaxa og ná að fanga 6% af losun kolefnis á heimsvísu árið 2050. Það er þó verulega minna en þarf til að ná kolefnishlutleysi. Þá er bent á nauðsyn þessara lausna fyrir atvinnugreinar sem eiga hvað erfiðast við að draga úr sinni losun. Íslenskt frumkvöðlastarf í fararbroddi Hér gegna því bæði náttúrulegar aðferðir, eins og binding kolefnis í skógi og jarðvegi, og hátæknilausir lykilhlutverki. Ísland hefur alla burði til þess að verða leiðandi í þróun hátæknilausna á þessu sviði. Hér fer fram frumkvöðlastarf á sviði föngunar, förgunar og nýtingar kolefnis sem vakið hefur athygli á heimsvísu. Verkefni á borð við Carbfix nýta sér jarðfræðilega þekkingu til þess að breyta kolefni í stein á öruggan og varanlegan hátt. Á Hellisheiði vinnur jafnframt fyrirtækið Climeworks að því að fanga kolefni úr andrúmsloftinu á sérstökum föngunarstöðvum sínum, Orca og Mammoth, sem eru þær fyrstu sinnar tegundar í heiminum. Þá er íslenska fyrirtækið Carbon Recycling International (CRI) leiðandi í þróun og framleiðslu vistvænu metanóli með því að endurnýta fangað kolefni. Leiðin að kolefnishlutleysi verður löng og krefjandi. Til þess að ná settu markmiði þurfum við að gera róttækar breytingar á bæði því hvaða orkugjafa við styðjumst við og hvernig við nýtum þá. Á sama tíma er brýnt að stuðla að því að auðlindir séu nýttar á sjálfbæran hátt. En við þurfum einnig að vera nógu hugrökk til þess að horfast í augu við þá staðreynd að markmiðinu verður ekki náð án nýrrar tækni. Ísland hefur tækifæri til þess að vera í fararbroddi. Með því að fjárfesta og styðja við lausnir sem fanga, binda og nýta kolefni á ábyrgan hátt getum við lagt mikið af mörkum í baráttunni við að ná takmarki Parísarsáttmálans og snúa við þróun loftslagsbreytinga. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs. Grænvangur er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda í loftslagsmálum og grænum lausnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nótt Thorberg Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Markmið Parísarsamkomulagsins er að halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráður á Celcíus. Vísindasamfélagið hefur sýnt fram á að fari hlýnunin yfir þennan þröskuld muni áhrif hennar á umhverfi og samfélag manna aukast bæði hratt og verulega. Til að ná þessu mikilvæga markmiði er hins vegar ekki nóg eitt og sér að draga úr losun. Við þurfum einnig að eiga við það kolefni sem nú þegar hefur safnast saman í andrúmsloftinu og jafnframt það sem mun áfram bætast við – allt fram að því að markmiðum verður náð. Til einföldunar getum við litið á málið eins og skuld. Þótt eyðslunni sé hætt þarf samt að borga skuldina. Kolefnið sem þegar er til staðar í lofthjúpnum hefur áhrif á loftslag jarðar og því er brýnt að minnka það með markvissum hætti, til dæmis með því að jafna það út, binda það varanlega eða endurnýta það í iðnaði. Þessar leiðir eru dæmi um svokallaða kolefnisstjórnun (e. Carbon Management) en hún er lykilþáttur í því að ná alþjóðlegum loftslagsmarkmiðum. Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna (IPCC) hefur ítrekað bent á að lausnir sem fanga og binda kolefni séu ekki valkostir heldur bein nauðsyn til þess að stemma stigu við vandanum. Slíkar lausnir kallast alþjóðlega CCS (e. Carbon Capture and Storage) og CDR (e. Carbon Dioxide Removal). Þær fela í sér sér að kolefni sé ýmist fangað úr andrúmslofti eða frá iðnaðis og að það sé bundið varanlega í jarðlög þar sem það verður að steini. Þá er einnig horft til þess hvernig endurnýta megi kolefni (e. Carbon Capture, Storage and Utilization), meðal annars til framleiðslu rafeldsneytis og annarra vistvænna efna. Nýútkomin skýrsla DNV Energy Transition Outlook: CCS to 2050, sem birt var í vikunni, spáir því að þessar lausnir muni vaxa og ná að fanga 6% af losun kolefnis á heimsvísu árið 2050. Það er þó verulega minna en þarf til að ná kolefnishlutleysi. Þá er bent á nauðsyn þessara lausna fyrir atvinnugreinar sem eiga hvað erfiðast við að draga úr sinni losun. Íslenskt frumkvöðlastarf í fararbroddi Hér gegna því bæði náttúrulegar aðferðir, eins og binding kolefnis í skógi og jarðvegi, og hátæknilausir lykilhlutverki. Ísland hefur alla burði til þess að verða leiðandi í þróun hátæknilausna á þessu sviði. Hér fer fram frumkvöðlastarf á sviði föngunar, förgunar og nýtingar kolefnis sem vakið hefur athygli á heimsvísu. Verkefni á borð við Carbfix nýta sér jarðfræðilega þekkingu til þess að breyta kolefni í stein á öruggan og varanlegan hátt. Á Hellisheiði vinnur jafnframt fyrirtækið Climeworks að því að fanga kolefni úr andrúmsloftinu á sérstökum föngunarstöðvum sínum, Orca og Mammoth, sem eru þær fyrstu sinnar tegundar í heiminum. Þá er íslenska fyrirtækið Carbon Recycling International (CRI) leiðandi í þróun og framleiðslu vistvænu metanóli með því að endurnýta fangað kolefni. Leiðin að kolefnishlutleysi verður löng og krefjandi. Til þess að ná settu markmiði þurfum við að gera róttækar breytingar á bæði því hvaða orkugjafa við styðjumst við og hvernig við nýtum þá. Á sama tíma er brýnt að stuðla að því að auðlindir séu nýttar á sjálfbæran hátt. En við þurfum einnig að vera nógu hugrökk til þess að horfast í augu við þá staðreynd að markmiðinu verður ekki náð án nýrrar tækni. Ísland hefur tækifæri til þess að vera í fararbroddi. Með því að fjárfesta og styðja við lausnir sem fanga, binda og nýta kolefni á ábyrgan hátt getum við lagt mikið af mörkum í baráttunni við að ná takmarki Parísarsáttmálans og snúa við þróun loftslagsbreytinga. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs. Grænvangur er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda í loftslagsmálum og grænum lausnum.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun