Pólitískar kreddur á kostnað skattgreiðenda Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 12. júní 2025 11:01 Eitt það mikilvægasta sem við gerum sem samfélag er að tryggja fólki aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu. En þegar pólitísk hugmyndafræði fær að ráða för í stað skynsemi, þá verður niðurstaðan sú að skattfé almennings er sóað – og fólk látið þjást á biðlistum að óþörfu. Í dag býr Ísland yfir öflugum og vel tækjum búnum einkareknum heilbrigðisstofum. Þar starfar fagfólk sem getur sinnt fjölmörgum aðgerðum sem opinbera kerfið ræður einfaldlega ekki við að framkvæma innan eðlilegs tíma. Dæmi: liðskiptiaðgerðir. Einkastofur geta framkvæmt þær á helmingi lægra verði en opinbera kerfið. Þetta kom skýrt fram þegar slíkar aðgerðir voru boðnar út fyrir nokkrum árum. En hvað gerist? Þrátt fyrir að skýrt hafi komið fram að einkaaðilar geti sinnt þessum verkefnum hraðar og ódýrar, þá er fólk samt látið bíða níu mánuði áður en því er heimilt að leita til þeirra – á meðan það getur farið erlendis eftir aðeins þriggja mánaða bið og fengið aðgerð sína greidda af ríkinu. Við erum því ekki bara að greiða fyrir meðferð erlendis – heldur einnig flug, gistingu og í mörgum tilvikum fylgdarmann. Þetta er ekki bara óskynsamleg nýting fjármuna. Þetta er beinlínis ábyrgðarleysi. En verra er þó að nú liggur fyrir Alþingi frumvarp frá heilbrigðisráðherra um breytingu á lögum um sjúkratryggingar (nr. 112/2008), þar sem beinlínis er kveðið á um að sjúkratryggðum skuli fyrst og fremst veittur kostur á meðferð erlendis – í stað þess að leita samninga við innlendar, einkareknar stofur sem geta sinnt aðgerðunum hér heima. Þannig er pólitísk afstaða gegn einkarekstri í raun fest í lög – með tilheyrandi sóun opinbers fjár. Það er óskiljanlegt að ríkisstjórn sem segist vilja efla verðmætasköpun, nýta innlenda þekkingu og styðja við sjálfbært heilbrigðiskerfi, skuli samt sem áður velja dýrari og ósjálfbærari leiðina – erlendar lausnir með aukakostnaði – í stað þess að nýta þau úrræði sem við höfum hér heima. Það er ekki bara óráðsíða, heldur beinlínis vanvirðing við skattgreiðendur og þá sem bíða í óvissu eftir nauðsynlegri meðferð. Það er kominn tími til að við hættum að horfa á einkarekstur sem ógn og förum að líta á hann sem það sem hann er: hluti af lausninni. Þegar einkaaðilar geta boðið betri þjónustu, hraðari aðgengi og lægri kostnað – þá eigum við að nýta þá. Fyrst og fremst í þágu fólksins. En líka í þágu heilbrigðs og sjálfbærs kerfis. Við verðum að hætta að láta pólitíska rétttrúnað trufla okkur í því að taka skynsamar ákvarðanir. Skattfé almennings á ekki að fara í að fjármagna hugmyndafræðilegar tilraunir. Það á að fara í þjónustu við fólkið í landinu – og það á að gera það á hagkvæman og sanngjarnan hátt. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Eitt það mikilvægasta sem við gerum sem samfélag er að tryggja fólki aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu. En þegar pólitísk hugmyndafræði fær að ráða för í stað skynsemi, þá verður niðurstaðan sú að skattfé almennings er sóað – og fólk látið þjást á biðlistum að óþörfu. Í dag býr Ísland yfir öflugum og vel tækjum búnum einkareknum heilbrigðisstofum. Þar starfar fagfólk sem getur sinnt fjölmörgum aðgerðum sem opinbera kerfið ræður einfaldlega ekki við að framkvæma innan eðlilegs tíma. Dæmi: liðskiptiaðgerðir. Einkastofur geta framkvæmt þær á helmingi lægra verði en opinbera kerfið. Þetta kom skýrt fram þegar slíkar aðgerðir voru boðnar út fyrir nokkrum árum. En hvað gerist? Þrátt fyrir að skýrt hafi komið fram að einkaaðilar geti sinnt þessum verkefnum hraðar og ódýrar, þá er fólk samt látið bíða níu mánuði áður en því er heimilt að leita til þeirra – á meðan það getur farið erlendis eftir aðeins þriggja mánaða bið og fengið aðgerð sína greidda af ríkinu. Við erum því ekki bara að greiða fyrir meðferð erlendis – heldur einnig flug, gistingu og í mörgum tilvikum fylgdarmann. Þetta er ekki bara óskynsamleg nýting fjármuna. Þetta er beinlínis ábyrgðarleysi. En verra er þó að nú liggur fyrir Alþingi frumvarp frá heilbrigðisráðherra um breytingu á lögum um sjúkratryggingar (nr. 112/2008), þar sem beinlínis er kveðið á um að sjúkratryggðum skuli fyrst og fremst veittur kostur á meðferð erlendis – í stað þess að leita samninga við innlendar, einkareknar stofur sem geta sinnt aðgerðunum hér heima. Þannig er pólitísk afstaða gegn einkarekstri í raun fest í lög – með tilheyrandi sóun opinbers fjár. Það er óskiljanlegt að ríkisstjórn sem segist vilja efla verðmætasköpun, nýta innlenda þekkingu og styðja við sjálfbært heilbrigðiskerfi, skuli samt sem áður velja dýrari og ósjálfbærari leiðina – erlendar lausnir með aukakostnaði – í stað þess að nýta þau úrræði sem við höfum hér heima. Það er ekki bara óráðsíða, heldur beinlínis vanvirðing við skattgreiðendur og þá sem bíða í óvissu eftir nauðsynlegri meðferð. Það er kominn tími til að við hættum að horfa á einkarekstur sem ógn og förum að líta á hann sem það sem hann er: hluti af lausninni. Þegar einkaaðilar geta boðið betri þjónustu, hraðari aðgengi og lægri kostnað – þá eigum við að nýta þá. Fyrst og fremst í þágu fólksins. En líka í þágu heilbrigðs og sjálfbærs kerfis. Við verðum að hætta að láta pólitíska rétttrúnað trufla okkur í því að taka skynsamar ákvarðanir. Skattfé almennings á ekki að fara í að fjármagna hugmyndafræðilegar tilraunir. Það á að fara í þjónustu við fólkið í landinu – og það á að gera það á hagkvæman og sanngjarnan hátt. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun