Pólitískar kreddur á kostnað skattgreiðenda Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 12. júní 2025 11:01 Eitt það mikilvægasta sem við gerum sem samfélag er að tryggja fólki aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu. En þegar pólitísk hugmyndafræði fær að ráða för í stað skynsemi, þá verður niðurstaðan sú að skattfé almennings er sóað – og fólk látið þjást á biðlistum að óþörfu. Í dag býr Ísland yfir öflugum og vel tækjum búnum einkareknum heilbrigðisstofum. Þar starfar fagfólk sem getur sinnt fjölmörgum aðgerðum sem opinbera kerfið ræður einfaldlega ekki við að framkvæma innan eðlilegs tíma. Dæmi: liðskiptiaðgerðir. Einkastofur geta framkvæmt þær á helmingi lægra verði en opinbera kerfið. Þetta kom skýrt fram þegar slíkar aðgerðir voru boðnar út fyrir nokkrum árum. En hvað gerist? Þrátt fyrir að skýrt hafi komið fram að einkaaðilar geti sinnt þessum verkefnum hraðar og ódýrar, þá er fólk samt látið bíða níu mánuði áður en því er heimilt að leita til þeirra – á meðan það getur farið erlendis eftir aðeins þriggja mánaða bið og fengið aðgerð sína greidda af ríkinu. Við erum því ekki bara að greiða fyrir meðferð erlendis – heldur einnig flug, gistingu og í mörgum tilvikum fylgdarmann. Þetta er ekki bara óskynsamleg nýting fjármuna. Þetta er beinlínis ábyrgðarleysi. En verra er þó að nú liggur fyrir Alþingi frumvarp frá heilbrigðisráðherra um breytingu á lögum um sjúkratryggingar (nr. 112/2008), þar sem beinlínis er kveðið á um að sjúkratryggðum skuli fyrst og fremst veittur kostur á meðferð erlendis – í stað þess að leita samninga við innlendar, einkareknar stofur sem geta sinnt aðgerðunum hér heima. Þannig er pólitísk afstaða gegn einkarekstri í raun fest í lög – með tilheyrandi sóun opinbers fjár. Það er óskiljanlegt að ríkisstjórn sem segist vilja efla verðmætasköpun, nýta innlenda þekkingu og styðja við sjálfbært heilbrigðiskerfi, skuli samt sem áður velja dýrari og ósjálfbærari leiðina – erlendar lausnir með aukakostnaði – í stað þess að nýta þau úrræði sem við höfum hér heima. Það er ekki bara óráðsíða, heldur beinlínis vanvirðing við skattgreiðendur og þá sem bíða í óvissu eftir nauðsynlegri meðferð. Það er kominn tími til að við hættum að horfa á einkarekstur sem ógn og förum að líta á hann sem það sem hann er: hluti af lausninni. Þegar einkaaðilar geta boðið betri þjónustu, hraðari aðgengi og lægri kostnað – þá eigum við að nýta þá. Fyrst og fremst í þágu fólksins. En líka í þágu heilbrigðs og sjálfbærs kerfis. Við verðum að hætta að láta pólitíska rétttrúnað trufla okkur í því að taka skynsamar ákvarðanir. Skattfé almennings á ekki að fara í að fjármagna hugmyndafræðilegar tilraunir. Það á að fara í þjónustu við fólkið í landinu – og það á að gera það á hagkvæman og sanngjarnan hátt. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Sjá meira
Eitt það mikilvægasta sem við gerum sem samfélag er að tryggja fólki aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu. En þegar pólitísk hugmyndafræði fær að ráða för í stað skynsemi, þá verður niðurstaðan sú að skattfé almennings er sóað – og fólk látið þjást á biðlistum að óþörfu. Í dag býr Ísland yfir öflugum og vel tækjum búnum einkareknum heilbrigðisstofum. Þar starfar fagfólk sem getur sinnt fjölmörgum aðgerðum sem opinbera kerfið ræður einfaldlega ekki við að framkvæma innan eðlilegs tíma. Dæmi: liðskiptiaðgerðir. Einkastofur geta framkvæmt þær á helmingi lægra verði en opinbera kerfið. Þetta kom skýrt fram þegar slíkar aðgerðir voru boðnar út fyrir nokkrum árum. En hvað gerist? Þrátt fyrir að skýrt hafi komið fram að einkaaðilar geti sinnt þessum verkefnum hraðar og ódýrar, þá er fólk samt látið bíða níu mánuði áður en því er heimilt að leita til þeirra – á meðan það getur farið erlendis eftir aðeins þriggja mánaða bið og fengið aðgerð sína greidda af ríkinu. Við erum því ekki bara að greiða fyrir meðferð erlendis – heldur einnig flug, gistingu og í mörgum tilvikum fylgdarmann. Þetta er ekki bara óskynsamleg nýting fjármuna. Þetta er beinlínis ábyrgðarleysi. En verra er þó að nú liggur fyrir Alþingi frumvarp frá heilbrigðisráðherra um breytingu á lögum um sjúkratryggingar (nr. 112/2008), þar sem beinlínis er kveðið á um að sjúkratryggðum skuli fyrst og fremst veittur kostur á meðferð erlendis – í stað þess að leita samninga við innlendar, einkareknar stofur sem geta sinnt aðgerðunum hér heima. Þannig er pólitísk afstaða gegn einkarekstri í raun fest í lög – með tilheyrandi sóun opinbers fjár. Það er óskiljanlegt að ríkisstjórn sem segist vilja efla verðmætasköpun, nýta innlenda þekkingu og styðja við sjálfbært heilbrigðiskerfi, skuli samt sem áður velja dýrari og ósjálfbærari leiðina – erlendar lausnir með aukakostnaði – í stað þess að nýta þau úrræði sem við höfum hér heima. Það er ekki bara óráðsíða, heldur beinlínis vanvirðing við skattgreiðendur og þá sem bíða í óvissu eftir nauðsynlegri meðferð. Það er kominn tími til að við hættum að horfa á einkarekstur sem ógn og förum að líta á hann sem það sem hann er: hluti af lausninni. Þegar einkaaðilar geta boðið betri þjónustu, hraðari aðgengi og lægri kostnað – þá eigum við að nýta þá. Fyrst og fremst í þágu fólksins. En líka í þágu heilbrigðs og sjálfbærs kerfis. Við verðum að hætta að láta pólitíska rétttrúnað trufla okkur í því að taka skynsamar ákvarðanir. Skattfé almennings á ekki að fara í að fjármagna hugmyndafræðilegar tilraunir. Það á að fara í þjónustu við fólkið í landinu – og það á að gera það á hagkvæman og sanngjarnan hátt. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun