Var á yfir 200 kílómetra hraða þegar slysið varð Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. júní 2025 08:48 Slysið átti sér stað skammt frá Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit. Vísir/Samsett Ökumaður missti stjórn á bíl sínum á ofsahraða, lenti á afleggjara, kastaðist yfir hann og stöðvaðist utan vegar eftir rúma fimmtíu metra. Ökumaður og farþegi létust af völdum fjöláverka en samkvæmt gögnum úr árekstrareftirlitskerfi var bíllinn á 201 kílómetra hraða þegar slysið varð. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa um banaslys sem varð á Eyjafjarðarbraut eystra þann 24. apríl 2024. Um borð í bílnum var 29 ára karl og 23 ára kona. Hlýtt var í veðri, bjart og sólskin, og akstursaðstæður góðar. Bundið slitlag var á veginum, þurrt og hálkulaust og hámarkshraði var 90 kílómetrar á klukkustund. Bíllinn var af gerðinni BMW 530E iPerformance. Kastaðist rúma fimmtíu metra Aðdraganda slyssins er þannig lýst í skýrslu nefndarinnar að bílnum hafi verið ekið norður Eyjafjarðarbraut eystri um eittleytið um hádegi. Skammt norðaustan við bæinn Syðri-Tjarnir missti ökumaður stjórn í aflíðandi beygju og fór út af austan megin vegarins. Meðfram veginum var skurður en afleggjari var yfir skurðinn og ræsi undir afleggjaranum. Bíllinn snerist og lenti með vinstra framhorn á stórgrýti sem var í afleggjaranum ofan við ræsið. Slysið varð um 1.150 metrum frá gatnamótum Eyjafjarðarbrautar eystri og Miðbrautar. Gatnamót við afleggjara eru merkt með gulum hringjum.RNSA Við höggið sundraðist bíllinn, tókst á loft og lenti um 36 metra norð-norðaustan afleggjarans og rann síðan um fimmtán metra þar sem hún stöðvaðist. Brak úr bílnum dreifðist um stórt svæði en vél bílsins rifnaði úr honum við áreksturinn og stöðvaðist um 54 metrum norðvestur af árekstrarstaðnum. Heildarlengd vettvangsins var rúmir 215 metrar. Slysið var tilkynnt til lögreglu þegar klukkan var níu mínútur gengin í tvö að hádegi og viðbragðsaðilar fóru á vettvang. Rannsóknarnefnd samgönguslysa var tilkynnt um slysið þegar hún var gengin 34 mínútur í tvö. Meginorsökin ofsahraði Fram kemur í skýrslunni að báðir um borð hafi látist á slysstað af völdum fjöláverka en bæði ökumaður og farþegi voru með öryggisbeltin spennt. Bíllinn var tekin til bíltæknirannsóknar en ekkert í niðurstöðum hennar benti til þess að rekja mætti orsakir slyssins til ástands bílsins. Yfirlitsmynd af slysstað. Sjá má árekstrarstaðinn og vél bifreiðarinnar sem stöðvaðist 54 metrum frá árekstrarstaðnum.RNSA Samkvæmt gögnum úr árekstrareftirlitskerfi bílsins var henni ekið á 198 til 201 kílómetrum á klukkustund um fimm sekúndum fyrir slysið og loftpúðar sprungu út við áreksturinn á 167 kílómetrum á klukkustund. Niðurstöður úr áfengis- og lyfjarannsókn á ökumanni bílsins var neikvæðar. Í skýrslu rannsóknarnefndar kemur fram að meginorsök slyssins hafi verið sú að bílnum hafi verið ekið á ofsahraða. Honum var ekið hraðast á 201 kílómetra á klukkustund þar sem hámarkshraði var níutíu kílómetrar á klukkustund. Fram kemur einnig að ofsahraði sé ein af algengustu ástæðum banaslysa í umferðinni og ítrekar nefndin mikilvægi þess að ökumenn aki ekki hraðar en hámarkshraði og aðstæður leyfa hverju sinni. Samgönguslys Bílar Umferð Umferðaröryggi Eyjafjarðarsveit Tengdar fréttir Tveir létust í banaslysi í Eyjafirði Tveir létust þegar bíll fór út af vegi á Eyjafjarðarbraut eystri skammt norðan við Laugaland skömmu eftir klukkan eitt í dag. Lögreglan á Norðurlandi eystra greinir frá. 24. apríl 2024 19:29 Nöfn þeirra sem létust í Eyjafirði Þau sem létust í umferðarslysi á Eyjafjarðarbraut eystri skammt norðan við Laugaland í lok apríl hétu Einar Viggó Viggósson og Eva Björg Halldórsdóttir. 10. maí 2024 09:58 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa um banaslys sem varð á Eyjafjarðarbraut eystra þann 24. apríl 2024. Um borð í bílnum var 29 ára karl og 23 ára kona. Hlýtt var í veðri, bjart og sólskin, og akstursaðstæður góðar. Bundið slitlag var á veginum, þurrt og hálkulaust og hámarkshraði var 90 kílómetrar á klukkustund. Bíllinn var af gerðinni BMW 530E iPerformance. Kastaðist rúma fimmtíu metra Aðdraganda slyssins er þannig lýst í skýrslu nefndarinnar að bílnum hafi verið ekið norður Eyjafjarðarbraut eystri um eittleytið um hádegi. Skammt norðaustan við bæinn Syðri-Tjarnir missti ökumaður stjórn í aflíðandi beygju og fór út af austan megin vegarins. Meðfram veginum var skurður en afleggjari var yfir skurðinn og ræsi undir afleggjaranum. Bíllinn snerist og lenti með vinstra framhorn á stórgrýti sem var í afleggjaranum ofan við ræsið. Slysið varð um 1.150 metrum frá gatnamótum Eyjafjarðarbrautar eystri og Miðbrautar. Gatnamót við afleggjara eru merkt með gulum hringjum.RNSA Við höggið sundraðist bíllinn, tókst á loft og lenti um 36 metra norð-norðaustan afleggjarans og rann síðan um fimmtán metra þar sem hún stöðvaðist. Brak úr bílnum dreifðist um stórt svæði en vél bílsins rifnaði úr honum við áreksturinn og stöðvaðist um 54 metrum norðvestur af árekstrarstaðnum. Heildarlengd vettvangsins var rúmir 215 metrar. Slysið var tilkynnt til lögreglu þegar klukkan var níu mínútur gengin í tvö að hádegi og viðbragðsaðilar fóru á vettvang. Rannsóknarnefnd samgönguslysa var tilkynnt um slysið þegar hún var gengin 34 mínútur í tvö. Meginorsökin ofsahraði Fram kemur í skýrslunni að báðir um borð hafi látist á slysstað af völdum fjöláverka en bæði ökumaður og farþegi voru með öryggisbeltin spennt. Bíllinn var tekin til bíltæknirannsóknar en ekkert í niðurstöðum hennar benti til þess að rekja mætti orsakir slyssins til ástands bílsins. Yfirlitsmynd af slysstað. Sjá má árekstrarstaðinn og vél bifreiðarinnar sem stöðvaðist 54 metrum frá árekstrarstaðnum.RNSA Samkvæmt gögnum úr árekstrareftirlitskerfi bílsins var henni ekið á 198 til 201 kílómetrum á klukkustund um fimm sekúndum fyrir slysið og loftpúðar sprungu út við áreksturinn á 167 kílómetrum á klukkustund. Niðurstöður úr áfengis- og lyfjarannsókn á ökumanni bílsins var neikvæðar. Í skýrslu rannsóknarnefndar kemur fram að meginorsök slyssins hafi verið sú að bílnum hafi verið ekið á ofsahraða. Honum var ekið hraðast á 201 kílómetra á klukkustund þar sem hámarkshraði var níutíu kílómetrar á klukkustund. Fram kemur einnig að ofsahraði sé ein af algengustu ástæðum banaslysa í umferðinni og ítrekar nefndin mikilvægi þess að ökumenn aki ekki hraðar en hámarkshraði og aðstæður leyfa hverju sinni.
Samgönguslys Bílar Umferð Umferðaröryggi Eyjafjarðarsveit Tengdar fréttir Tveir létust í banaslysi í Eyjafirði Tveir létust þegar bíll fór út af vegi á Eyjafjarðarbraut eystri skammt norðan við Laugaland skömmu eftir klukkan eitt í dag. Lögreglan á Norðurlandi eystra greinir frá. 24. apríl 2024 19:29 Nöfn þeirra sem létust í Eyjafirði Þau sem létust í umferðarslysi á Eyjafjarðarbraut eystri skammt norðan við Laugaland í lok apríl hétu Einar Viggó Viggósson og Eva Björg Halldórsdóttir. 10. maí 2024 09:58 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Tveir létust í banaslysi í Eyjafirði Tveir létust þegar bíll fór út af vegi á Eyjafjarðarbraut eystri skammt norðan við Laugaland skömmu eftir klukkan eitt í dag. Lögreglan á Norðurlandi eystra greinir frá. 24. apríl 2024 19:29
Nöfn þeirra sem létust í Eyjafirði Þau sem létust í umferðarslysi á Eyjafjarðarbraut eystri skammt norðan við Laugaland í lok apríl hétu Einar Viggó Viggósson og Eva Björg Halldórsdóttir. 10. maí 2024 09:58