Fastir á Keflavíkurflugvelli í þrjá daga án útskýringa Bjarki Sigurðsson skrifar 11. júní 2025 19:41 Þórður Áskell Magnússon segir mennina aldrei hafa fengið útskýringu á því hvers vegna þeir fengu ekki inngöngu í landið. Fjórir verkamenn frá Belarús sátu fastir á Keflavíkurflugvelli í þrjá daga eftir að hafa fengið synjun um að koma til landsins. Þeir segjast aldrei hafa fengið að vita hvers vegna þeim var haldið þar. Sá sem réði mennina í vinnu segir þá ekki einu sinni hafa getað keypt sér að borða. Mennirnir voru á leið hingað til að reisa hús fyrir Vélsmiðju Grundarfjarðar. Þeir hafa áður starfað víða um heim, meðal annars hér á Íslandi. Þegar þeir voru nýlentir á Keflavíkurflugvelli á sunnudagskvöld voru þeir teknir til hliðar og tjáð að þeir færu ekki inn í landið. Sá sem réði þá til vinnu taldi sig hafa gert allt rétt í kringum alla pappírsvinnu og engar upplýsingar var að fá um hvað væri að. Þórður Áskell Magnússon, eigandi Vélsmiðju Grundarfjarðar, er sá sem réði mennina í vinnu. „Við vitum ekkert af hverju. Það má vel vera að það sé eitthvað, ég veit það ekki. En við getum ekki lagað eða neitt gert ef við vitum ekki hvað er að gerast þarna,“ segir Þórður. Þeir sofa á þessum trébekkjum. Mennirnir voru því fastir í flugstöðinni án alls. Þeir voru ekki í haldi lögreglu, heldur þurftu þeir að bjarga sér sjálfir á vellinum. „Þeir fengu ekki að nálgast töskurnar sínar, en eftir þrjátíu og eitthvað klukkutíma fékk ég lögreglumann til að fara og fara í töskurnar. Þeir fengu þær ekki afhentar, en þeir fengu úlpurnar sínar sem voru í töskunni þannig þeir gátu sofið undir einhverju.“ „Þeir eru með peninga, en þeir mega ekki einu sinni kaupa sér kaffibolla, ekkert að borða, þeir eru ekki með flugmiða. Þeir væru í miklu betri aðstöðu í gæsluvarðhaldi. Svo sofa þeir bara á einhverjum trébekkjum.“ Mennirnir fengu úlpurnar sínar úr ferðatöskunum en ekkert annað. Að lokum ákvað Þórður að hann vildi kaupa flugmiða fyrir mennina aftur út. Þeir tóku það ekki í mál, þeir vildu fá rökstuðning áður en þeir færu úr landi. „Heyrðu nei. Við sættum okkur ekkert við þetta. Við erum ekkert sáttir við þetta, þeir eru búnir að vinna út um allan heim. Þetta fyrirtæki er ekki að reisa hús bara á Íslandi,“ segir Þórður. Viðtalið við Þórð var tekið fyrr í dag, en núna seinni partinn urðu vendingar í málinu. Mennirnir fengu að koma inn í landið og eru á leið til Grundarfjarðar. Í stuttu samtali við fréttastofu segist Þórður fokillur yfir málinu og bíður enn svara hvers vegna mennirnir voru látnir dúsa á vellinum svo lengi. Fréttastofa sendi lögregluembættinu á Suðurnesjum fyrirspurn vegna málsins og svör bárust rétt áður en fréttin fór í loftið. Þar segir að lögregluembætti geti staðfest að ríkisborgarar frá Belarús hafi verið til skoðunar á landamærunum í flugstöðinni, en lögreglan muni að öðru leyti ekki tjá sig um málefni umræddra einstaklinga. „Á landamærunum koma oft upp fjölmörg mál sem þarf að skoða frekar. Þegar útlendingur er tekinn til frekari skoðunar á landamærunum er honum tilkynnt réttur sinn á að ráða lögfræðing á eigin kostnað, hafa samband við mannúðar- eða mannréttinda samtök eða fulltrúa frá sínu heimaríki. Þetta eru grundvallarréttindi sem lögregla leiðbeinir viðkomandi um í upphafi máls.“ „Lögreglan á Keflavíkurflugvelli hefur undanfarnar vikur veitt því athygli að tilvikum hefur fjölgað, þar sem verið er að misnota útgefnar vegabréfsáritanir og afturkallað í kjölfarið.“ „Lögreglan mun halda áfram að viðhalda öflugu löggæslu- og landamæraeftirliti á Keflavíkurflugvelli.“ Belarús Vinnumarkaður Keflavíkurflugvöllur Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
Mennirnir voru á leið hingað til að reisa hús fyrir Vélsmiðju Grundarfjarðar. Þeir hafa áður starfað víða um heim, meðal annars hér á Íslandi. Þegar þeir voru nýlentir á Keflavíkurflugvelli á sunnudagskvöld voru þeir teknir til hliðar og tjáð að þeir færu ekki inn í landið. Sá sem réði þá til vinnu taldi sig hafa gert allt rétt í kringum alla pappírsvinnu og engar upplýsingar var að fá um hvað væri að. Þórður Áskell Magnússon, eigandi Vélsmiðju Grundarfjarðar, er sá sem réði mennina í vinnu. „Við vitum ekkert af hverju. Það má vel vera að það sé eitthvað, ég veit það ekki. En við getum ekki lagað eða neitt gert ef við vitum ekki hvað er að gerast þarna,“ segir Þórður. Þeir sofa á þessum trébekkjum. Mennirnir voru því fastir í flugstöðinni án alls. Þeir voru ekki í haldi lögreglu, heldur þurftu þeir að bjarga sér sjálfir á vellinum. „Þeir fengu ekki að nálgast töskurnar sínar, en eftir þrjátíu og eitthvað klukkutíma fékk ég lögreglumann til að fara og fara í töskurnar. Þeir fengu þær ekki afhentar, en þeir fengu úlpurnar sínar sem voru í töskunni þannig þeir gátu sofið undir einhverju.“ „Þeir eru með peninga, en þeir mega ekki einu sinni kaupa sér kaffibolla, ekkert að borða, þeir eru ekki með flugmiða. Þeir væru í miklu betri aðstöðu í gæsluvarðhaldi. Svo sofa þeir bara á einhverjum trébekkjum.“ Mennirnir fengu úlpurnar sínar úr ferðatöskunum en ekkert annað. Að lokum ákvað Þórður að hann vildi kaupa flugmiða fyrir mennina aftur út. Þeir tóku það ekki í mál, þeir vildu fá rökstuðning áður en þeir færu úr landi. „Heyrðu nei. Við sættum okkur ekkert við þetta. Við erum ekkert sáttir við þetta, þeir eru búnir að vinna út um allan heim. Þetta fyrirtæki er ekki að reisa hús bara á Íslandi,“ segir Þórður. Viðtalið við Þórð var tekið fyrr í dag, en núna seinni partinn urðu vendingar í málinu. Mennirnir fengu að koma inn í landið og eru á leið til Grundarfjarðar. Í stuttu samtali við fréttastofu segist Þórður fokillur yfir málinu og bíður enn svara hvers vegna mennirnir voru látnir dúsa á vellinum svo lengi. Fréttastofa sendi lögregluembættinu á Suðurnesjum fyrirspurn vegna málsins og svör bárust rétt áður en fréttin fór í loftið. Þar segir að lögregluembætti geti staðfest að ríkisborgarar frá Belarús hafi verið til skoðunar á landamærunum í flugstöðinni, en lögreglan muni að öðru leyti ekki tjá sig um málefni umræddra einstaklinga. „Á landamærunum koma oft upp fjölmörg mál sem þarf að skoða frekar. Þegar útlendingur er tekinn til frekari skoðunar á landamærunum er honum tilkynnt réttur sinn á að ráða lögfræðing á eigin kostnað, hafa samband við mannúðar- eða mannréttinda samtök eða fulltrúa frá sínu heimaríki. Þetta eru grundvallarréttindi sem lögregla leiðbeinir viðkomandi um í upphafi máls.“ „Lögreglan á Keflavíkurflugvelli hefur undanfarnar vikur veitt því athygli að tilvikum hefur fjölgað, þar sem verið er að misnota útgefnar vegabréfsáritanir og afturkallað í kjölfarið.“ „Lögreglan mun halda áfram að viðhalda öflugu löggæslu- og landamæraeftirliti á Keflavíkurflugvelli.“
Belarús Vinnumarkaður Keflavíkurflugvöllur Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira