Leiðinlegir og slappir: Heimir fékk afmæliskort en enga veislu Sindri Sverrisson skrifar 11. júní 2025 11:32 Heimir Hallgrímsson fær afhent afmæliskort frá stuðningsmönnum írska landsliðsins sem gert höfðu sér ferð til Lúxemborgar og voru í miklu stuði fyrir leik. Getty/Stephen McCarthy Afmælisbarnið Heimir Hallgrímsson var síður en svo ánægt með lærisveina sína í írska landsliðinu í fótbolta, eftir markalausa jafnteflið á útivelli gegn Lúxemborg í gærkvöld, í vináttulandsleik. Írar gerðu 1-1 jafntefli við sterkt lið Senegal í Dublin á föstudaginn en vonir stóðu til þess að liðið myndi sigra Lúxemborg sem er 31 sæti neðar en Írland á heimslista FIFA. Þetta voru síðustu leikirnir áður en undankeppni HM hefst í haust en það var ekki að sjá að leikmenn írska liðsins væru komnir í HM-gír í gær, þó að þeir ættu vissulega tvö skot í marksúlurnar. Á samfélagsmiðlum grínuðust menn með að hápunktur kvöldsins hefði verið þegar Heimir fékk afhent afmæliskort fyrir leik, frá írskum stuðningsmönnum sem ferðast höfðu til Lúxemborgar, en Eyjamaðurinn fagnaði 58 ára afmæli í gær. Irish fans giving Heimir Hallgrímsson a card for his birthday has been the highlight vs Luxembourg 😂🇮🇪pic.twitter.com/23L3bv4ujG— IrishPropaganda🇮🇪⚽️ (@IrishPropaganda) June 10, 2025 „Við skulum vera hreinskilin, við erum ekki ánægðir með þessa frammistöðu,“ sagði Heimir við RTE. „Það er gott að hafa haldið markinu hreinu, það er í fyrsta sinn síðan ég kom hingað [í fyrrasumar], en okkur fannst öllum að í fyrri hálfleik værum við slappir og leikurinn leiðinlegur,“ sagði Heimir. „Það vantaði allt það góða sem við gerðum á móti Senegal. Allar kviku hreyfingarnar, pressuna og boltahraðann. Ákefðin var svo mikið minni en á móti Senegal,“ bætti hann við. Verða að spila eins gegn öllum Í grein BBC segir að Heimir hafi eftir erfiða byrjun með írska liðið, meðal annars 5-0 skell gegn Englandi á Wembley, verið á uppleið með liðið. Írland vann svo til að mynda Búlgaríu í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar í mars. En Heimir vill sjá meiri framfarir í haust þegar slegist verður um sæti á HM. Sú barátta hefst á leikjum við Ungverjaland og Armeníu í september. „Við breyttum til í seinni hálfleiknum, meiri hraði og við unnum fleiri návígi en þetta var ekki nógu gott. Í september spilum við gegn hærra skrifaða liðinu fyrst og svo því lægra skrifaða á útivelli, svo við verðum að læra af þessu. Við verðum að spila eins, sama hver mótherjinn er, burtséð frá því hvort þetta sé vináttulandsleikur í lok leiktíðar eða leikur í riðlakeppni. Þessi leikur var lexía fyrir okkur. Það er skiljanlegt að leikmenn hugsi með sér að nú taki við frí eftir langa törn og leikmenn okkar hafa spilað mikinn fjölda leikja,“ sagði Heimir. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira
Írar gerðu 1-1 jafntefli við sterkt lið Senegal í Dublin á föstudaginn en vonir stóðu til þess að liðið myndi sigra Lúxemborg sem er 31 sæti neðar en Írland á heimslista FIFA. Þetta voru síðustu leikirnir áður en undankeppni HM hefst í haust en það var ekki að sjá að leikmenn írska liðsins væru komnir í HM-gír í gær, þó að þeir ættu vissulega tvö skot í marksúlurnar. Á samfélagsmiðlum grínuðust menn með að hápunktur kvöldsins hefði verið þegar Heimir fékk afhent afmæliskort fyrir leik, frá írskum stuðningsmönnum sem ferðast höfðu til Lúxemborgar, en Eyjamaðurinn fagnaði 58 ára afmæli í gær. Irish fans giving Heimir Hallgrímsson a card for his birthday has been the highlight vs Luxembourg 😂🇮🇪pic.twitter.com/23L3bv4ujG— IrishPropaganda🇮🇪⚽️ (@IrishPropaganda) June 10, 2025 „Við skulum vera hreinskilin, við erum ekki ánægðir með þessa frammistöðu,“ sagði Heimir við RTE. „Það er gott að hafa haldið markinu hreinu, það er í fyrsta sinn síðan ég kom hingað [í fyrrasumar], en okkur fannst öllum að í fyrri hálfleik værum við slappir og leikurinn leiðinlegur,“ sagði Heimir. „Það vantaði allt það góða sem við gerðum á móti Senegal. Allar kviku hreyfingarnar, pressuna og boltahraðann. Ákefðin var svo mikið minni en á móti Senegal,“ bætti hann við. Verða að spila eins gegn öllum Í grein BBC segir að Heimir hafi eftir erfiða byrjun með írska liðið, meðal annars 5-0 skell gegn Englandi á Wembley, verið á uppleið með liðið. Írland vann svo til að mynda Búlgaríu í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar í mars. En Heimir vill sjá meiri framfarir í haust þegar slegist verður um sæti á HM. Sú barátta hefst á leikjum við Ungverjaland og Armeníu í september. „Við breyttum til í seinni hálfleiknum, meiri hraði og við unnum fleiri návígi en þetta var ekki nógu gott. Í september spilum við gegn hærra skrifaða liðinu fyrst og svo því lægra skrifaða á útivelli, svo við verðum að læra af þessu. Við verðum að spila eins, sama hver mótherjinn er, burtséð frá því hvort þetta sé vináttulandsleikur í lok leiktíðar eða leikur í riðlakeppni. Þessi leikur var lexía fyrir okkur. Það er skiljanlegt að leikmenn hugsi með sér að nú taki við frí eftir langa törn og leikmenn okkar hafa spilað mikinn fjölda leikja,“ sagði Heimir.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira