Óður til Sigga sjéní Ingvi Þór Georgsson skrifar 11. júní 2025 10:01 Sumir nafntogaðir menn og konur hafa aldrei fengið þá viðurkenningu sem þau eiga skilið. Það á vissulega ekki við um málarana Monet og Renoir í dag en báðir voru þó sakaðir um að kunna ekki að mála þegar impressíon málverk þeirra litu fyrst dagsins ljós í Frakklandi seinni hluta 19.aldar. Þeir voru útskúfaðir úr elítunni og þurftu að halda eigin sýningar til að koma sér á framfæri. Verkin þóttu gróf og gengu gegn almennum viðmiðum um list á þeim tíma. Það var ekki fyrr en löngu eftir að fyrstu verkin litu dagsins ljós sem þeir byrjuðu að njóta virðingar fyrir nýjan stíl. Nær okkur í tíma og að ögn öðru meiði stendur sálfræðingurinn og markaðsráðgjafinn Howard Moskowitz sem var beðinn um að finna uppskriftina að hinni „fullkomnu“ spaghettísósu. Howard komst á endanum að því að hin fullkomna spaghetti sósa er ekki til. Niðurstaðan var sú að neytendur vilja ekki alltaf fullkomna lausn heldur val, val um mismunandi bragð, áferð, magn af salti, sætu og fleiru persónubundnu sem engin ein vörulína getur uppfyllt hjá öllum. Sigurður Guðmundsson betur þekktur sem Siggi málari eða „Siggi sjení“ eins og hann var gjarnan kallaður er ekki nafn sem margir Íslendingar þekkja úr sögu þjóðar. Sigurður var stórmerkilegur maður og vakti athygli fyrir margt; hann var einn af fyrstu hvatamönnum að stofnun atvinnuleikhúss, lagði grunn að stofnun þjóðminjasafnsins og er talinn vera frumkvæðismaður af endurreisn og formfesti þjóðbúninga íslenskra kvenna. Árið 1858 lagði Sigurður til atlögu við danska kventísku ásamt stúlkum sem voru hjá honum í teiknikennslu og til varð nýr kvenbúningur, kyrtillinn. Kyrtillinn var á þeim tíma léttari kjóll með miðaldalegu sniði ætlaður til notkunar á dansleikjum fyrir ungar stúlkur í Reykjavík. Og tískustríð Sigurðar við dönsku hirðina gat ekki af sér einn heldur tvo af núverandi þjóðbúningum Íslands en Siggi Sjéní á líka heiðurinn af því að hafa búið til skautbúninginn sem sló í gegn meðal kvenna um miðja 19 öld. Sigurður lést árið 1874. Sagt er að þegar Hilmar Finsen, landsfógeti Íslands, lagði til við konung að heiðra Sigurð fyrir störf hans, hafi konungurinn svarað einfaldlega: „Hann verðskuldar ekki nokkuð.“ Þó Sigurður hafi ekki fengið þá viðurkenningu sem hann átti skilið á þeim tíma lifa Kyrtillinn og skautbúningurinn enn þann dag í dag og mögulega getum við fagnað nýrri endurreisn íslenska þjóðbúningins á 192ára afmæli Sigga Sjéní. Fyrr nefndur Moskowitz gæti allvega sannfært einhver okkar um að neytendur vilja val og mögulega er kominn tími fyrir hugvitsfólk vítt og breitt um landið í að búa til nýja búninga á 21.öldinni. Stundum brjótum við hefðir til að auðga menningu þjóðar. Höfundur er talsmaður uppfinninga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Skoðun Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Sumir nafntogaðir menn og konur hafa aldrei fengið þá viðurkenningu sem þau eiga skilið. Það á vissulega ekki við um málarana Monet og Renoir í dag en báðir voru þó sakaðir um að kunna ekki að mála þegar impressíon málverk þeirra litu fyrst dagsins ljós í Frakklandi seinni hluta 19.aldar. Þeir voru útskúfaðir úr elítunni og þurftu að halda eigin sýningar til að koma sér á framfæri. Verkin þóttu gróf og gengu gegn almennum viðmiðum um list á þeim tíma. Það var ekki fyrr en löngu eftir að fyrstu verkin litu dagsins ljós sem þeir byrjuðu að njóta virðingar fyrir nýjan stíl. Nær okkur í tíma og að ögn öðru meiði stendur sálfræðingurinn og markaðsráðgjafinn Howard Moskowitz sem var beðinn um að finna uppskriftina að hinni „fullkomnu“ spaghettísósu. Howard komst á endanum að því að hin fullkomna spaghetti sósa er ekki til. Niðurstaðan var sú að neytendur vilja ekki alltaf fullkomna lausn heldur val, val um mismunandi bragð, áferð, magn af salti, sætu og fleiru persónubundnu sem engin ein vörulína getur uppfyllt hjá öllum. Sigurður Guðmundsson betur þekktur sem Siggi málari eða „Siggi sjení“ eins og hann var gjarnan kallaður er ekki nafn sem margir Íslendingar þekkja úr sögu þjóðar. Sigurður var stórmerkilegur maður og vakti athygli fyrir margt; hann var einn af fyrstu hvatamönnum að stofnun atvinnuleikhúss, lagði grunn að stofnun þjóðminjasafnsins og er talinn vera frumkvæðismaður af endurreisn og formfesti þjóðbúninga íslenskra kvenna. Árið 1858 lagði Sigurður til atlögu við danska kventísku ásamt stúlkum sem voru hjá honum í teiknikennslu og til varð nýr kvenbúningur, kyrtillinn. Kyrtillinn var á þeim tíma léttari kjóll með miðaldalegu sniði ætlaður til notkunar á dansleikjum fyrir ungar stúlkur í Reykjavík. Og tískustríð Sigurðar við dönsku hirðina gat ekki af sér einn heldur tvo af núverandi þjóðbúningum Íslands en Siggi Sjéní á líka heiðurinn af því að hafa búið til skautbúninginn sem sló í gegn meðal kvenna um miðja 19 öld. Sigurður lést árið 1874. Sagt er að þegar Hilmar Finsen, landsfógeti Íslands, lagði til við konung að heiðra Sigurð fyrir störf hans, hafi konungurinn svarað einfaldlega: „Hann verðskuldar ekki nokkuð.“ Þó Sigurður hafi ekki fengið þá viðurkenningu sem hann átti skilið á þeim tíma lifa Kyrtillinn og skautbúningurinn enn þann dag í dag og mögulega getum við fagnað nýrri endurreisn íslenska þjóðbúningins á 192ára afmæli Sigga Sjéní. Fyrr nefndur Moskowitz gæti allvega sannfært einhver okkar um að neytendur vilja val og mögulega er kominn tími fyrir hugvitsfólk vítt og breitt um landið í að búa til nýja búninga á 21.öldinni. Stundum brjótum við hefðir til að auðga menningu þjóðar. Höfundur er talsmaður uppfinninga.
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun